Starfsmenn FME ánægðari en áður Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 08:00 Á ársfundi Unnur Gunnarsdóttir ræddi starfsmannamál FME á fundi stofnunarinnar. fréttablaðið/pjetur Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur. Alþingi Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur fjöldi starfsmanna og starfsmannavelta verið nokkuð stöðug, segir í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að árið 2014 hafi fjöldi greiddra stöðugilda verið 117,5 og starfsmannavelta verið tæp 8 prósent. Þetta þýðir að starfsmönnum hefur fjölgað umtalsvert frá því í aðdraganda bankahrunsins, en þeir voru 44 í árslok 2006 og 62 í árslok 2008. „Það er velta en hún er mjög heilbrigð,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, í samtali við Markaðinn eftir ársfund Fjármálaeftirlitsins sem fór fram á fimmtudaginn. Hún segir að það skipti miklu máli að tekist hafi að ná veltunni niður. Aðstæður Fjármálaeftirlitsins á árunum fyrir bankahrun voru mikið gagnrýndar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í skýrslunni segir að starfsmannavelta hjá Fjármálaeftirlitinu hafi verið breytileg á tímabilinu 2000-2008. Samkvæmt skýrslunni var starfsmannavelta hjá stofnuninni að meðaltali 11% frá árinu 2000 til miðs árs 2008. Þá segir í skýrslunni að Fjármálaeftirlitið hafi búið við mikla samkeppni við fjármálamarkaðinn og fyrirtæki tengd honum sem hafi leitt til þess að töluverður fjöldi starfsmanna hafi látið af störfum. Í þeim hópi hafi verið reyndustu sérfræðingar stofnunarinnar. Í samtali við Markaðinn segist Unnur Gunnarsdóttir skynja það nú að þegar hún talar við stjórnir hjá eftirlitsskyldum aðilum hafi þeir skilning á því að Fjármálaeftirlitið þurfi að vera með sterkt og gott starfsfólk. Í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins segir að ný vinnustaðagreining sýni að starfsandi hjá Fjármálaeftirlitinu sé góður, eða 4,22 stig af 5 mögulegum, en jafnframt hafi ánægja og stolt starfsmanna aukist til muna. Unnur segir að Fjármálaeftirlitið skapi tækifæri fyrir fólk sem vilji starfa í þekkingarumhverfi. „Það er mikil þjálfunarþörf og þetta eru sérhæfð störf. Þó að þetta kosti einhverja peninga, þá er það eitthvað sem við verðum að gera,“ sagði Unnur.
Alþingi Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira