Óttast lög á verkfallið Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Aðstoðarmaður forstjóra segir að starfsemi spítalans hafi gengið vel um helgina, en ástandið geti ekki verið óbreytt til lengdar. fréttablaðið/ernir „Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir. Verkfall 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Það er ekkert að gerast,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, í samtali við Fréttablaðið, aðspurður hver staðan sé í kjarasamningaviðræðunum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sleit síðla dags á föstudaginn viðræðum sínum við samninganefnd ríkisins. Ólafur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið tilboð um svipaðar krónutöluhækkanir og almenni markaðurinn fékk. „Það sem hefði gerst við þennan samning er að eftir fjögur ár hefðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðings farið úr 304 þúsund í 359 þúsund, á meðan lágmarkslaun á almenna markaðnum yrðu 300 þúsund. Hjúkrunarfræðingur myndi aldrei samþykkja slíkan samning,“ segir Ólafur. Hann ítrekar að hjúkrunarfræðingar vilji að menntun og ábyrgð þeirra séu metin til launa og að störf hjúkrunarfræðings verði eftirsóknarverð. „Af því að það er svo mikill flótti í stéttinni. Verkfall í dag verður bara venjuleg mönnun í framtíðinni ef ekki verður gert eitthvað í launamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Ólafur. Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi háskólamanna er staðan í viðræðum þeirra við ríkið svipuð og í viðræðum hjúkrunarfræðinga. Magnús Pétursson, fráfarandi ríkissáttasemjari, segist hafa átt óformleg samskipti við deiluaðila um helgina. „En ég boða ekki til fundar nema að það sé tilefni til þess,“ segir hann. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segist hræddur um að fljótlega verði farið að huga að því að setja lög á verkfallið, en það muni ekki leysa neitt vandamál. „Þú frestar kannski vandanum um einhvern tíma en hann er ennþá til staðar og ég hef heyrt það á félagsmönnum okkar að þeir munu ekki allir sætta sig við að það verði sett á okkur lög,“ segir Ólafur. Hann hafi heyrt af hjúkrunarfræðingum sem muni segja upp ef lög verði sett á verkfallið. En þar tali hver og einn hjúkrunarfræðingur fyrir sig sjálfur. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að þrátt fyrir verkfallið hafi helgin gengið vel. En ástandið geti ekki gengið svona til lengdar. „Það gengur þokkalega að innskrifa, en mjög hægt að útskrifa. „En hann endar, þessi góði tími. Það er alveg öruggt mál,“ segir hún. Ástæðan fyrir því að innskriftir ganga betur en útskriftir er sú að það voru laus pláss á spítalanum sem hefur þó fækkað. Aftur á móti vantar aðila til að taka á móti fólkinu eftir útskrift. Heimahjúkrun tekur síður við sjúklingum vegna verkfallsins og hið sama gildir um ýmsar stofnanir.
Verkfall 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira