Tími aðgerða er runninn upp Eygló Harðardóttir skrifar 23. maí 2015 07:00 Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kynjajafnrétti er stórmál sem snertir lífsgæði allra, kvenna og karla. Aftur og aftur hefur verið sýnt fram á að með jafnrétti og bættri stöðu kvenna er hægt að auka hagvöxt og efnahagsstöðugleika og bæta samkeppnisstöðu ríkja. Því var ánægjulegt að í vikunni voru tímamótaupplýsingar kynntar um launamun kynjanna og um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði sem unnar voru að frumkvæði aðgerðahóps stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Þær staðfesta að áratuga barátta fyrir launajöfnuði er að skila árangri en minna jafnframt á að enn er fullt tilefni til að vinna áfram að launajafnrétti á vinnumarkaði og auknum aðgangi kvenna að samfélagslegum valdastöðum. Launarannsóknin nær til áranna 2008-2013 og er sú fyrsta hér á landi sem nær til vinnumarkaðarins í heild. Í henni kemur í ljós að kynbundinn launamunur mælist um 7,6%. Jafnframt sýna gögnin að óleiðréttur launamunur á reglulegum launum mældist um 17% árið 2014. Hann hefur minnkað jafnt og þétt síðastliðin ár og mælist meiri hjá eldri aldurshópum en þeim yngri. Af því má álykta að góð menntun yngri kynslóða kvenna hafi jákvæð áhrif og að líklegt sé að launamunurinn í heild muni halda áfram að minnka. Samanburður við þrjár nýlegar, norrænar rannsóknir um launamun kynjanna sýnir að hann er svipaður hér og annars staðar á Norðurlöndunum, litlu meiri en í Svíþjóð en minni en í Danmörku og Noregi. Úreltar hugmyndir Rannsóknaskýrslan um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði staðfestir að jafnrétti kynjanna, eða öllu heldur skorturinn á því, hefur margvíslegar birtingarmyndir og margir samverkandi og flóknir þættir hafa áhrif á laun og stöðu kvenna og karla. Báðar rannsóknirnar staðfesta að kynferði einstaklinga hefur áhrif á laun og launamyndun. Að stór hluti launamunarins sé innbyggður í hugarfar okkar og væntingar sem byggir á úreltum hugmyndum um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur þar sem þeir séu líklegri til að vera fyrirvinnur heimilisins. Þessi viðhorf eru ekki í samræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta. Staðalímyndir, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs, ólíkir starfsþróunarmöguleikar og aðgengi að valda- og áhrifastöðum hafa mótandi áhrif á vinnumarkaðinn sem einkennist af kynjaskiptingu starfa. Afleiðingarnar birtast í launamun sem undantekningarlaust er konum í óhag og byggir á vanmati á virði starfa þeirra. Þessi kynjaskipting dregur úr sveigjanleika á vinnumarkaði og stendur í vegi fyrir að mannauður samfélagsins sé nýttur til fulls. Á liðnum árum hefur verið ráðist í ýmis átaksverkefni til að jafna kynjahlutföll í hinum ýmsu starfsgreinum. Átaksverkefni ein og sér duga ekki til, heldur þarf stefnumótun, framtíðarsýn og markvissar aðgerðir sem byggja á langtímaáætlunum til að brjóta upp kynskiptan vinnumarkað. Gerð slíkrar langtímaáætlunar er verkefni aðgerðahóps um launajafnrétti en hann mun á næsta ári skila mér tillögum um stefnumótun um leiðir og aðgerðir til að brjóta upp kynbundinn vinnumarkað og auðvelda körlum og konum samræmingu fjölskyldu og atvinnulífs. Mikilvægt er að stefnumótun í málaflokknum sé heildstæð, byggi á þekkingu og tryggi framfarir á öllum þeim sviðum sem hér hafa verið nefnd.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar