Stúdentar frá MR – sameinist! Benedikt Jóhannesson skrifar 21. maí 2015 07:00 Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru á lífi rúmlega tíu þúsund stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Það er meira en einn af hverjum tuttugu og fimm Íslendingum tuttugu ára og eldri. Stúdentum frá MR þykir vænt um skólann sinn og þeir minnast skólaáranna flestir með hlýju. Hefðir eru sterkar í MR. Ein sú sterkasta er viljinn til þess að standa sig vel. Nemendur skólans hafa skarað fram úr í keppni af ýmsu tagi ár eftir ár. Tungumál, raungreinar, söngur og stuttmyndagerð eru meðal þeirra sviða þar sem MR-ingar náðu lofsverðum árangri í vor. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeir koma vel út í samanburði við nemendur frá frá öðrum skólum. Góðir starfsmenn og góður andi meðal nemenda fleytir þeim langt. En til að skólinn geti boðið nemendum sínum upp á góða menntun þarf aðstaða og tæki að vera í takt við tímann. Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að koma á, efla og viðhalda tengslum milli yngri og eldri nemenda skólans og annarra, sem bera hag skólans fyrir brjósti. Jafnframt vill félagið styðja við uppbyggingu skólans og efla skóla- og félagsstarf MR með því að afla fjár til stuðnings skólastarfi MR. Hollvinafélagið efnir nú til söfnunar meðal allra núlifandi stúdenta frá MR og hefur sent kröfu í heimabanka þeirra. Fjárhæðin er 2.900 krónur á hvern um sig en þátttaka í söfnuninni er algerlega frjáls og engum skylt að borga. Peningum sem safnað verður mun verða varið til kaupa á tækjum sem nýta má við kennslu, en nefna má að tölvukostur skólans er kominn til ára sinna. MR hefur á liðnum árum oft notið gjafmildi fyrrum nemenda sem hafa stutt skólann til þess að efla skólastarfið. Stjórn Hollvinafélagsins biður alla stúdenta að bregðast vel við þessari beiðni og leggja þannig sitt af mörkum til þess að efla Menntaskólann í Reykjavík. Reikningurinn er 512-14-402158 og kt. 650214-0720. Margt smátt gerir eitt stórt.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar