Vill að dómaraefni svari spurningum í sjónvarpi Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Áheyrendur sem á mál Jóns Steinars komu nokkuð víða að úr samfélaginu. fréttablaðið/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“ Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, vill að nýir hæstaréttardómarar verði valdir á þann veg að hæfnisnefnd velji úr hópu umsækjenda þá umsækjendur sem uppfylli kröfur um hæfni. Ráðherra velji svo þann sem honum lítist best á og tillaga ráðherra verði svo borin undir samþykki Alþingis. Á fundi sem Jón Steinar hélt í gær um úrbætur í réttarkerfinu sagði hann að þessar hugmyndir væru í samræmi við það sem starfshópur sem skrifaði frumvarp um nýtt millidómsstig hefði lagt fram. „En ég vil meira. Ég vil að viðkomandi sem er tilnefndur mæti fyrir þingnefnd og svari þar, helst í beinni sjónvarpsútsendingu, spurningum um það hvaða grundvallarreglur gildi um starf hæstaréttardómara,“ sagði Jón Steinar. Hinn tilnefndi geti þá svarað spurningum um það hvort dómarar megi setja ný lög og hverjar séu heimildirnar. „Ég held nefnilega að sá sem þyrfti að svara slíkum spurningum í heyranda hljóði sé líklegri til að fara eftir því sem hann sagði, heldur en sá sem skríður þarna inn og hefur aldrei þurft að gera neina grein fyrir því hvaða grundvallarviðhorf hann hafi í lögfræðilegum efnum,“ sagði hann. Jón Steinar gagnrýnir reglur sem settar voru um skipan hæstaréttardómara árið 2010. Þar er gert ráð fyrir að fimm menn í dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti hæstaréttardómara og héraðsdómara og gefi umsögn um þá. Nefndinni er gert að taka afstöðu til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið. Jón Steinar segir að þar sé kominn hópur sem stjórni Hæstarétti og ráði því hverjir koma nýir inn. „Viljum við hafa þetta svona? Að það sé einhver klíka búin að koma sér fyrir í dómskerfinu sem ákveður alla nýja dómara inn í hópinn?“ spurði Jón. Jón Steinar vill líka að hæstaréttardómurum verði bannað að sitja í nefndum á vettvangi stjórnsýslunnar. „Mér finnst það fáránlegt að hæstaréttardómarar sitji í slíkum nefndum,“ sagði Jón Steinar. Hann benti á áratugalanga setu hæstaréttardómara í réttarfarsnefnd. Megininntakið í ræðu Jóns var þó að benda á álagið á Hæstarétt. Hann sagði að hver dómari hefði þurft að dæma í allt að 350 málum á ári, sem er nálægt tveimur málum á hverjum starfsdegi ársins. Álagið á dómara væri svo mikið að þeir réðu ekki við starfið. „Þeir eru bara þvingaðir í að móta starf sitt eftir þessu álagi. Þeir ráða ekkert við starfið, einfaldlega vegna þess að það er ekkert hægt,“ segir Jón Steinar. Til þess sé starfið of mikið og íþyngjandi. „Svo er nú eitt móment í þessu, að rétturinn getur ekkert viðurkennt það. Dómarar í Hæstarétti geta ekkert viðurkennt það fyrir ráðherra og fyrir þjóðinni að þeir ráði ekkert við þennan málafjölda,“ sagði Jón Steinar og bætti því við að dagskipunin væri bara ein, að klára málin. „Það virðist ekkert vera sem tekur henni fram.“
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira