Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Guðríður Arnardóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun