Allt annar heimur blasir við Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 14:00 Íslenski hópurinn í Eurovision, áður en hann hélt til Vínarborgar. vísir/gva Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, segir tilhlökkunina fyrir keppninni mikla. Stress hafi lítið gert vart við sig enda María öruggur flytjandi. „Við erum flest í hópnum að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að við erum eiginlega bara spennt að fá að upplifa alla stemninguna í kringum þessa keppni. En ég á von á að maður detti inn í einhverja allt aðra veröld,“ segir Pálmi. Engar væntingar Hann segist ekki vilja spá fyrir um gengi lagsins, en vonast til að það komist upp úr undankeppninni. „Við förum út með núll væntingar. Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og gera þetta vel, allt annað er bara bónus.“ Lagið Unbroken er sem fyrr segir samið af Pálma og félögum hans í StopWaitGo. Þeir hafa látið mikið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi og stefna hátt. Lagið sníða þeir sérstaklega að tónlistarmönnunum sjálfum, líkt og í tilfelli Maríu. „Við höfum þekkt Maríu lengi. Við vildum sýna hvað hún gæri góð söngkona en það þarf að sníða lögin þannig að söngvararnir skíni og það var það sem við lögðum upp með í þessu lagi. Við vildum sýna hvað í henni býr og löngu flottu power-nóturnar hennar og það var það sem við höfðum í huga þegar við sömdum lagið,“ segir Pálmi. Textinn er hádramatískur. Hann fjallar um sambandsslit og ástarsorg sem þeim fylgir en aðspurður segir Pálmi þá ekki hafa sótt í þeirra eigin reynslubanka. Textinn sé þó eitthvað sem flestir tengi við.Sækja ekki í eigin reynslubanka „Þetta er í raun bara einhver inspírasjón sem stundum kemur til manns. Stundum kemur það ekki en þarna gerðist það. Við búum í Bandaríkjunum og lagið var þar af leiðandi samið þar en það eina sem við lögðum upp með í þessu lagi var trommutakturinn; hljómarnir og takturinn og í kjölfarið fórum við í það að finna hvaða orð pössuðu þar inn í.“ Þá segist Pálmi hafa mikla trú á Maríu. „Hún verður stórkostleg eins og alltaf. Hún mun hljóma vel og standa sig frábærlega á sviðinu,“ segir hann. Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45 Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Pálmi Ragnar Ásgeirsson, einn lagahöfunda Unbroken, segir tilhlökkunina fyrir keppninni mikla. Stress hafi lítið gert vart við sig enda María öruggur flytjandi. „Við erum flest í hópnum að gera þetta í fyrsta skipti, þannig að við erum eiginlega bara spennt að fá að upplifa alla stemninguna í kringum þessa keppni. En ég á von á að maður detti inn í einhverja allt aðra veröld,“ segir Pálmi. Engar væntingar Hann segist ekki vilja spá fyrir um gengi lagsins, en vonast til að það komist upp úr undankeppninni. „Við förum út með núll væntingar. Við ætlum fyrst og fremst að hafa gaman og gera þetta vel, allt annað er bara bónus.“ Lagið Unbroken er sem fyrr segir samið af Pálma og félögum hans í StopWaitGo. Þeir hafa látið mikið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi og stefna hátt. Lagið sníða þeir sérstaklega að tónlistarmönnunum sjálfum, líkt og í tilfelli Maríu. „Við höfum þekkt Maríu lengi. Við vildum sýna hvað hún gæri góð söngkona en það þarf að sníða lögin þannig að söngvararnir skíni og það var það sem við lögðum upp með í þessu lagi. Við vildum sýna hvað í henni býr og löngu flottu power-nóturnar hennar og það var það sem við höfðum í huga þegar við sömdum lagið,“ segir Pálmi. Textinn er hádramatískur. Hann fjallar um sambandsslit og ástarsorg sem þeim fylgir en aðspurður segir Pálmi þá ekki hafa sótt í þeirra eigin reynslubanka. Textinn sé þó eitthvað sem flestir tengi við.Sækja ekki í eigin reynslubanka „Þetta er í raun bara einhver inspírasjón sem stundum kemur til manns. Stundum kemur það ekki en þarna gerðist það. Við búum í Bandaríkjunum og lagið var þar af leiðandi samið þar en það eina sem við lögðum upp með í þessu lagi var trommutakturinn; hljómarnir og takturinn og í kjölfarið fórum við í það að finna hvaða orð pössuðu þar inn í.“ Þá segist Pálmi hafa mikla trú á Maríu. „Hún verður stórkostleg eins og alltaf. Hún mun hljóma vel og standa sig frábærlega á sviðinu,“ segir hann.
Eurovision Eurovísir Tengdar fréttir Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45 María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45 Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21 „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Önnur æfing Maríu í Vín: Fylgstu með Eurovision-hópnum á Watchbox Það er stór dagur hjá Maríu Ólafs, StopWaitGo, Frikka Dór og félögum í Vínarborg í dag. Kaffi, ís, kirkjuferð og já, svo æfing númer tvö í Wiener Stadthalle síðdegis. 16. maí 2015 11:45
María hitti Ég á líf kallinn Þjóðverjinn Bernd Korpasch hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn og er þess vegna oft kallaður Ég á líf kallinn. 18. maí 2015 13:45
Ekkert grillveður meðan á Eurovision stendur Útlit fyrir rigningu víða um land á fimmtudag og laugardag. 18. maí 2015 21:21
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Viðtal við Maríu eftir rauða dregilinn: „Maður upplifði sig sem stórstjörnu“ Af myndbandinu að dæma skemmti íslenski hópurinn sér vel í partýinu eftir á. 18. maí 2015 12:05