Mannréttindamál að fá undanþágu frá verkfalli Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Inga segir að hún sé upp á starfsfólk sitt komin. Fréttablaðið/Ernir „Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“ Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“
Verkfall 2016 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira