Innlent

Lýsisinnflutningur verkfallsbrot

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Dýralæknar eru ábyrgir gagnvart EFTA.
Dýralæknar eru ábyrgir gagnvart EFTA. Fréttablaðið/Pjetur
Bandalag háskólamanna telur að Matvælastofnun fremji verkfallsbrot með því að heimila innflutning sjávarafurða á borð við fisk, rækjur og lýsi.

„Matvælastofnun hefur litið þannig á að þau séu undanskilin undanþágum vegna innflutnings á fiskafurðum,“ segir Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri BHM. „Dýralæknar eru ábyrgðaraðilar fyrir EFTA og um leið og afurð er flutt inn til Íslands getur hún farið frjáls um EES-svæðið.“ segir Stefán.

Þeir starfsmenn Matvælastofnunar sem hafa eftirlit með öryggi við innflutning á fiskafurðum eru í verkfalli og hefur Matvælastofnun því ekki í höndunum nýjustu upplýsingar um varninginn sem fluttur er inn. BHM telur að því sé innflutningurinn óöruggur og mun upplýsa eftirlitsstofnun EFTA um innflutninginn ef honum linnir ekki.

„Við munum hugsanlega ítreka þetta. En ef ekkert verður aðhafst munum við tilkynna þetta til EFTA,“ segir Stefán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×