Erlent

Páfi viðurkennir Palestínu

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Frans páfi.
Frans páfi. Vísir/AFP
Fulltrúar innan Vatíkansins tilkynntu síðastliðinn miðvikudag að Vatíkanið hyggðist skrifa undir samstarfssamning við Palestínu sem felur í sér viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu.

„Vatíkanið er ekki bara ríki. Vatíkanið er fulltrúi hundruða milljóna kristina manna, auk Palestínubúa. Þetta hefur afar stórt siðferðislegt vægi,“ sagði Husam Zomlot, fulltrúi palestínskra stjórnvalda.

Ísraelsstjórn hefur fordæmt viðurkenninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×