Frítíminn getur verið dýrt spaug Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 14. maí 2015 07:00 Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Brátt líður að sumri, skólar loka dyrum sínum og börnin flykkjast út til að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða; ferðalög, leiki, námskeið og samveru við fjölskyldu og vini. Ólíkt grunnskólanum, sem er kjölfesta allra barna, er frítíminn eins misjafn og aðstæður barnanna leyfa. Frítíminn getur nefnilega verið dýrt spaug. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn rétt á grunnmenntun án endurgjalds. Þau eiga rétt á tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og þroska. Jafnframt er í Barnasáttmálanum kveðið á um að ekki megi mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra, svo sem vegna efnahags. Skólinn er hornsteinn jafnræðis í samfélaginu og þar gefst einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna. Hér á landi er almennt lítill munur á milli skóla og í flestum íslenskum skólum er að finna þverskurð íslensks samfélags. Það er í skólanum sem mörg börn kynnast hinu fjölbreytta samfélagi lista, menningar og íþrótta. Þau uppgötva eigin hæfileika og áhugasvið og finna þeim gjarnan farveg til lífstíðar. Því miður er það þó svo, að sökum efnahagslegrar stöðu foreldra sinna, hafa ekki öll börn á Íslandi tækifæri til að rækta áhugamál sín, stunda tómstundir utan skólatíma eða nýta sér hin fjölbreyttu tækifæri sem börnum bjóðast í skólafríum. Þó að grunnskólinn sé gjaldfrjáls hafa börn gjarnan þurft að greiða fyrir ýmislegt sem tengist skólanum, svo sem fyrir námsgögn, skemmtanir og ferðalög. Nú þegar líður að vori senda sumir skólar út lista yfir námsgögn sem börn þurfa til skólagöngunnar haustið 2015 og skólinn gerir ráð fyrir að foreldrar útvegi. Mikilvægt er að árétta að öll þau gögn sem gert er ráð fyrir að börn noti fyrir skólann ætti skólinn að útvega án endurgjalds. Börnum sé ekki mismunað Til að gera börnum kleift að taka þátt í kostnaðarsömum viðburðum á vegum skóla eða tómstundafélaga hefur það víða tíðkast að börnin eru látin safna fé með því að selja vinum og vandamönnum ýmsan varning og jafnvel er salan eyrnamerkt hverju barni. Hér þarf að huga að því að ábyrgðin verður foreldranna og staða barna og foreldra þeirra er ansi misjöfn. Ekki hafa öll börn sömu tækifæri til að afla fjár með þessum hætti og sem dæmi má nefna að sum börn eiga foreldra sem ekki eru á vinnumarkaði, eru af erlendum uppruna og /eða hafa lítið tengslanet. Mikilvægt er að öllum börnum sé gert kleift að taka þátt í öllu því starfi sem er á vegum skóla, eða annars starfs tengdu skólanum svo sem foreldrafélaga eða frístundaheimila og sé ekki mismunað vegna stöðu þeirra. Jafnframt er mikilvægt að öll börn hafi tækifæri til að sinna tómstundum utan skólatíma og í skólafríum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi kalla eftir stefnu frá stjórnvöldum hvað varðar rétt allra barna til tómstunda, leikja og skemmtana án þess að þeim sé mismunað vegna stöðu foreldra sinna sem þau bera svo sannarlega ekki ábyrgð á. Barnaheill vilja jafnframt hvetja alla þá sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra, að tryggja öllum börnum þann rétt sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að þeim sé ekki mismunað. Þannig megi öll börn þroskast og dafna, uppgötva hæfileika sína og nýta þau tækifæri sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun