Clueless fagnar 20 ára afmæli. As if! Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 14. maí 2015 12:00 „HE GAVE ME A C MINUS“ Eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar, þegar þær Cher og Dionne tala saman í síma, hlið við hlið. Vísir/Getty Kvikmyndin Clueless fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár, en myndin kom út þann 19. júlí árið 1995. Í henni kynntumst við Beverly Hills-skvísunni Cher Horowich. Hún á moldríkan pabba sem starfar sem lögmaður. Móðir hennar lést hins vegar þegar Cher var aðeins tólf ára, þegar fitusogsaðgerð sem hún var í fór úr böndunum. Síðan þá hefur Cher ekki skort einn einasta veraldlegan hlut, eins og sjá má á fataskápunum hennar, bílnum og herberginu hennar. Henni er mikið í mun að vera góð við alla og vill helst bjarga heiminum, þótt hún eigi það til að misskilja hann. Hún fær sitt fram með því að vera frek á einlægan hátt og hikar ekki við að halda ræður til að færa rök fyrir máli sínu. Myndin er byggð á bókinni Emma eftir Jane Austen, og átti upphaflega að vera sjónvarpsþáttur með nafnið Clueless in California. Leikstjórinn, Amy Heckerling, prófaði Reese Witherspoon og Sarah Michelle Gellar í hlutverkið, en hvorug þeirra gat tekið hlutverkið að sér. Heckerling óskaði þá eftir að fá stelpuna sem lék í Aerosmith-myndböndunum og var Alicia Silverstone ráðin í hlutverkið. Margir af vinsælustu frösum myndarinnar, eins og „Baldwin“, „Betty“ og „keeping it real“, voru hugmyndir leikstjórans og slógu þeir svo rækilega í gegn að gefin var út bókin How to Speak Cluelessly. Höfðu leikarar myndarinnar flestir ekki hugmynd um hvað þessi orð þýddu þegar þau léku í myndinni. Fyrir utan frasana og litríka karaktera er myndin einna eftirminnilegust fyrir búningana. Það var líklega ekki til sú unglingsstúlka sem ekki dreymdi um að eignast gula, köflótta dressið, hvíta Calvin Klein-kjólinn (sem Calvin Klein lét endurgera árið 2010 vegna vinsælda), kragalausu skyrtuna frá Fred Segal, Alaia-kjólinn og rauðu satínskóna. Og glætan að fara í eitthvað frá Judy's! Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Clueless fagnar tuttugu ára afmæli sínu í ár, en myndin kom út þann 19. júlí árið 1995. Í henni kynntumst við Beverly Hills-skvísunni Cher Horowich. Hún á moldríkan pabba sem starfar sem lögmaður. Móðir hennar lést hins vegar þegar Cher var aðeins tólf ára, þegar fitusogsaðgerð sem hún var í fór úr böndunum. Síðan þá hefur Cher ekki skort einn einasta veraldlegan hlut, eins og sjá má á fataskápunum hennar, bílnum og herberginu hennar. Henni er mikið í mun að vera góð við alla og vill helst bjarga heiminum, þótt hún eigi það til að misskilja hann. Hún fær sitt fram með því að vera frek á einlægan hátt og hikar ekki við að halda ræður til að færa rök fyrir máli sínu. Myndin er byggð á bókinni Emma eftir Jane Austen, og átti upphaflega að vera sjónvarpsþáttur með nafnið Clueless in California. Leikstjórinn, Amy Heckerling, prófaði Reese Witherspoon og Sarah Michelle Gellar í hlutverkið, en hvorug þeirra gat tekið hlutverkið að sér. Heckerling óskaði þá eftir að fá stelpuna sem lék í Aerosmith-myndböndunum og var Alicia Silverstone ráðin í hlutverkið. Margir af vinsælustu frösum myndarinnar, eins og „Baldwin“, „Betty“ og „keeping it real“, voru hugmyndir leikstjórans og slógu þeir svo rækilega í gegn að gefin var út bókin How to Speak Cluelessly. Höfðu leikarar myndarinnar flestir ekki hugmynd um hvað þessi orð þýddu þegar þau léku í myndinni. Fyrir utan frasana og litríka karaktera er myndin einna eftirminnilegust fyrir búningana. Það var líklega ekki til sú unglingsstúlka sem ekki dreymdi um að eignast gula, köflótta dressið, hvíta Calvin Klein-kjólinn (sem Calvin Klein lét endurgera árið 2010 vegna vinsælda), kragalausu skyrtuna frá Fred Segal, Alaia-kjólinn og rauðu satínskóna. Og glætan að fara í eitthvað frá Judy's!
Bíó og sjónvarp Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira