Hafa ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2015 00:01 Málin rædd Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, stýrði fundi í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Sá síðarnefndi var staddur í Danmörku. Vísir/VAlli Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar. Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara er svo fjárvana að því er ófært að sinna lögbundnum verkefnum sínum svo vel sé. Þetta segir Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nefndin hittist öðru sinni á föstudaginn til að ræða skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkissaksóknara. Í skýrslunni kemur fram að á undanförnum árum hafi málum sem koma til ákærumeðferðar hjá ríkissaksóknara fjölgað verulega og þau orðið flóknari en áður. Á hinn bóginn hafi fjárveitingar til embættisins ekki aukist að sama skapi. Ein afleiðing þessa sé að afgreiðslutími sakamála hjá embættinu hafi að meðaltali lengst verulega. „En það er alltaf eins og það sé erfiðara að setja smáaura í þetta en allt annað,“ segir Brynjar. Menn geti sett peninga í önnur verkefni sem kosta jafnvel hundruð milljóna. Brynjar segir að miðað við þau kærumál sem berist ríkissaksóknara, og miðað við allt það eftirlitshlutverk sem embættið á að hafa, meðal annars með hlerunum og hlustunum og aðgerðum lögreglu, séu verkefnin varla vinnandi fyrir embættið. „Við vitum að mál eru að deyja vegna tíma og það er búið að vera lengi. Og í raun og veru hefur embættið ekki sinnt þessu eftirlitshlutverki sínu lengi,“ segir Brynjar. Menn hafi bara horft fram hjá því af því að embættið hafi náð að halda þokkalega utan um stóru málin. Hann segir að það þyrfti tiltölulega lítinn pening til að koma málum í lag hjá embættinu.Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari.Vísir/stefánEn hann segir að víðar sé pottur brotinn. „Ef menn horfa á dómskerfið í heild þá er þetta svo ódýrt hjá okkur miðað við annars staðar. Þó hafa menn náð að halda því skilvirku. En auðvitað er okkur miklu hættara við mistökum og einhverri vitleysu, sem má ekki gerast í þessu kerfi af því að þetta er þvílík grunnstoð,“ segir hann. Brynjar segir að ríkissaksóknari sé ekki eini angi réttarkerfisins sem sé fjársveltur. Þeir dómstólar sem hann þekki til hafi ekki einu sinni efni á að kaupa reiknivél fyrir dómarana. „Það er ekkert afgangs fyrir utan launin og húsnæðið. Og menn eru svolítið við frumstæðar aðstæður við þetta,“ segir hann. Hann leggur áherslu á að réttarkerfið sé kerfi sem ekki megi klikka. „Þú þarft að treysta því að fá gott fólk í þetta. Það er ekki sama hver vinnur þetta. Og þetta er auðvitað alveg gífurlega mikilvægt. En samt eru menn alltaf á horriminni og rúmlega það,“ segir Brynjar.
Alþingi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“