Ein frábær frumraun: „Ætlaði upphaflega að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig“ Guðrún Ansnes skrifar 8. maí 2015 10:00 Menn þurfa að hafa sig alla við til að komast aftur niður á jörðina eftir draumkennt frumsýningarpartí. Hrós á hrós ofan. vísir/stefán Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson tóku höndum saman og tylltu sér saman í leikstjórastól kvikmyndarinnar Bakk, sem frumsýnd var í vikunni. Myndin hefur fengið vægast sagt góða dóma og komu téðir dómar þeim hreint út sagt í galopna skjöldu. „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að taka þessu, var fólk kannski bara að vera kurteist?“ segir Davíð Óskar og skellir upp úr. Hann segir viðbrögðin hafa verið hreint ótrúleg. „Ég tek undir með Davíð, ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast. En einhver sagði mér svo að stemningin í partíinu myndi segja manni satt, og hún var virkilega góð og fólk tilbúið að fara út í smáatriðin sem því líkaði í myndinni,“ bætir Gunnar við en Gunnar skrifaði handritið og lék aðalhlutverkið í myndinni. „Ég ætlaði upphaflega bara að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig. Mig langaði að gera svona karakter, sem fólk tengir við. Sýna svolítið að við erum bæði góð og vond, og okkur þykir við sjaldnast vera vondi gæinn,“ segir Gunnar. Hann er gríðarlega sáttur með frumraun sína í leikstjórastólnum og kepptust þeir félagarnir við að lofsama hvor annan. „Mér finnst við hafa náð að bæta hvor annan upp á verulega skemmtilegan hátt,“ skaut hann að. Á milli þess sem þeir skiptust á blíðuhótum dásömuðu þeir restina af hópnum og ekki hvað síst Víking Kristjánsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig fara með stórar rullur í myndinni. „Saga var stundum svolítið á reiki, en gríðarlega æst í að gera betur. Við þurftum stundum að stoppa hana á fluginu og benda henni á að hún væri komin með efni í aðra mynd,“ segir Davíð sposkur. Þegar tvíeykið er innt eftir frægð og frama segja þeir allt slíkt lítið annað en plús, markmið myndarinnar hafi verið að fá Íslendinga í kvikmyndahús þar sem þeir gætu átt góða, létta stund yfir skemmtilegri mynd. „Og reyndar er mér einhvern veginn nákvæmlega sama hvernig týpa af mynd þetta er, þetta snýst allt um að tengjast áhorfandanum, snerta við honum og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, held ég að okkur hafi tekist ætlunarverkið,“ segir Gunnar í lokin kampakátur. Hvorugur útilokaði frekari setu í leikstjórastólum framtíðarinnar, svo spennandi verður að fylgjast með hvað kemur næst. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45 Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson tóku höndum saman og tylltu sér saman í leikstjórastól kvikmyndarinnar Bakk, sem frumsýnd var í vikunni. Myndin hefur fengið vægast sagt góða dóma og komu téðir dómar þeim hreint út sagt í galopna skjöldu. „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að taka þessu, var fólk kannski bara að vera kurteist?“ segir Davíð Óskar og skellir upp úr. Hann segir viðbrögðin hafa verið hreint ótrúleg. „Ég tek undir með Davíð, ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast. En einhver sagði mér svo að stemningin í partíinu myndi segja manni satt, og hún var virkilega góð og fólk tilbúið að fara út í smáatriðin sem því líkaði í myndinni,“ bætir Gunnar við en Gunnar skrifaði handritið og lék aðalhlutverkið í myndinni. „Ég ætlaði upphaflega bara að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig. Mig langaði að gera svona karakter, sem fólk tengir við. Sýna svolítið að við erum bæði góð og vond, og okkur þykir við sjaldnast vera vondi gæinn,“ segir Gunnar. Hann er gríðarlega sáttur með frumraun sína í leikstjórastólnum og kepptust þeir félagarnir við að lofsama hvor annan. „Mér finnst við hafa náð að bæta hvor annan upp á verulega skemmtilegan hátt,“ skaut hann að. Á milli þess sem þeir skiptust á blíðuhótum dásömuðu þeir restina af hópnum og ekki hvað síst Víking Kristjánsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig fara með stórar rullur í myndinni. „Saga var stundum svolítið á reiki, en gríðarlega æst í að gera betur. Við þurftum stundum að stoppa hana á fluginu og benda henni á að hún væri komin með efni í aðra mynd,“ segir Davíð sposkur. Þegar tvíeykið er innt eftir frægð og frama segja þeir allt slíkt lítið annað en plús, markmið myndarinnar hafi verið að fá Íslendinga í kvikmyndahús þar sem þeir gætu átt góða, létta stund yfir skemmtilegri mynd. „Og reyndar er mér einhvern veginn nákvæmlega sama hvernig týpa af mynd þetta er, þetta snýst allt um að tengjast áhorfandanum, snerta við honum og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, held ég að okkur hafi tekist ætlunarverkið,“ segir Gunnar í lokin kampakátur. Hvorugur útilokaði frekari setu í leikstjórastólum framtíðarinnar, svo spennandi verður að fylgjast með hvað kemur næst.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45 Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45
Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16
Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00
Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14