Er Landspítalinn útungunarstöð fyrir fagfólk? Guðrún Kolbrún Otterstedt og Elísabet Sigfúsdóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifa 7. maí 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun