Er Landspítalinn útungunarstöð fyrir fagfólk? Guðrún Kolbrún Otterstedt og Elísabet Sigfúsdóttir og Gunnlaug Thorlacius skrifa 7. maí 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við og samstarfsfólk okkar verkefnum sem miða að því að tryggja velferð og öryggi þeirra sem til okkar leita. Þetta er áhugvert og krefjandi starf sem krefst sérfræðiþekkingar, að lágmarki fimm ára háskólamenntunar. Krafa Bandalags háskólamanna í yfirstandandi kjarabaráttu er einfaldlega sú að menntun verði metin til launa. Í því felst að ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna séu í samræmi við þann kostnað sem þeir hafa lagt í menntun sína. Þeir koma skuldum vafðir úr námi inn á vinnumarkað, hafa ekki greitt í lífeyrissjóð og ekki haft tækifæri til að leggja fyrir til húsnæðiskaupa. Auk þess greiðir hver félagi í BHM upphæð sem samsvarar þriggja vikna launum í afborganir af námslánum á ári hverju. Það gefur því augaleið að það er ekki góð fjárfesting fyrir háskólamenntað fólk að starfa hjá ríkinu eins og staðan er í dag. Við viljum að stjórnvöld sýni að þau vilji að menntað fólk sæki í störf hjá ríkinu. Landspítalinn er þriðju línu þjónustueining og þangað leitar veikasta fólkið. Almenningur gerir þær kröfur að þar fáist góð þjónusta, ef ekki sú besta. Gerð er krafa á að starfsfólk spítalans haldi sér vel upplýstu, sé í stöðugri þekkingarleit og sinni rannsóknum. Eftir útskrift úr háskóla ráða félagsráðgjafar sig gjarnan til krefjandi starfa á Landspítalanum og öðlast þar reynslu og þekkingu. En vegna láglaunastefnu ríkisins og þá sérstaklega Landspítalans, leita þessir starfsmenn því miður oft til betur launaðra starfa við fyrsta tækifæri. Starfsmannavelta er því mikil og hefur áhrif á faglegt starf auk þess sem það er kostnaðarsamt að þjálfa nýtt starfsfólk sem stoppar stutt við. Það má því segja að Landspítalinn sé að einhverju leyti útungunarstöð fyrir fagfólk án þess að fá að njóta ávinningsins. Nú hefur verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna staðið í fjórar vikur án þess að viðræður hafi skilað nokkrum árangri. Kröfugerð BHM er sú að menntun verði metin til launa og nú stendur upp á stjórnvöld að svara því hvort þau vilji laða fólk með sérfræðiþekkingu til starfa á ríkisstofnunum. Í ljósi ofangreinds er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort við getum hugsað okkur að reka Landspítalann án fjölbreytts hóps háskólamenntaðs starfsfólks?Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar