Ég missti aldrei trúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 06:00 Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk gegn Serbum í gær. Hér er hann í baráttu inni á línunni. fréttablaðið/ernir Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“ EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í undankeppni EM 2016 eftir að hafa fengið þrjú stig af fjórum mögulegum gegn Serbíu undanfarna viku. Liðin skildu jöfn í Nis í gær, 25-25, eftir æsilegar lokamínútur. Strákarnir byrjuðu vel og voru með undirtökin framan af. Serbarnir tóku þá völdin og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 13-11. Ísland náði góðum spretti um miðjan síðari hálfleikinn og komst yfir, 19-18, eftir fjögur mörk í röð en aftur náðu Serbarnir undirtökunum. Allt útlit var fyrir sigur heimamanna þegar Momir Ilic kom Serbum þremur mörkum yfir, 25-22, þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En þá gekk allt á afturfótunum hjá heimamönnum og strákarnir refsuðu grimmt með hröðum upphlaupum. Ísland fékk meira að segja lokasókn leiksins þegar níu sekúndur voru eftir en náði ekki skoti að marki. „Ég hélt alltaf í vonina,“ sagði Gunnar Magnússon, aðstoðarþjálfari Íslands, við Fréttablaðið í gær. „Auðvitað leit þetta ekki vel út en strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og komu til baka. Það var afar sterkt að ná þessu stigi og kemur okkur í góð mál í riðlinum. Það er enn í okkar höndum að komast á EM í Póllandi og við ætlum okkur að vinna síðustu tvo leikina í riðlinum [gegn Svartfjallalandi heima og Ísrael ytra].“ Gunnar var ánægður með varnarleikinn í báðum leikjunum gegn Serbíu. „Markvarsla Björgvins Páls [Gústavssonar] fylgdi með sem var mjög gott að sjá. Við náðum að dreifa álaginu í sókninni vel á milli manna sem okkur fannst gott að geta gert.“ Hvorki Alexander Petersson né Guðjón Valur Sigurðsson spiluðu með Íslandi í gær vegna meiðsla. „Það er mjög sterkt að ná í stig á þessum sterka útivelli án tveggja heimsklassamanna. Það sýnir mikinn styrk í okkar liði og gott að eiga þessa tvo menn inni fyrir leikina í sumar.“
EM 2016 karla í handbolta Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira