Ekki nokkur spurning um nýjan spítala við Hringbraut Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2015 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á ársfundinum í gær. Vísir/Valli „Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum. Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hvar nýbyggingar Landspítala munu rísa get ég upplýst um það hér að í mínum huga er það ekki nokkur spurning, það verður við Hringbraut,“ sagði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á ársfundi Landspítalans í gær. Alþingi samþykkti í maí 2014 með öllum greiddum atkvæðum þingsályktun sem kvað á um að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi á endurnýjun og uppbyggingu Landspítala við Hringbraut og hefja framkvæmdir þegar fjármögnun hefði verið tryggð. Raunar var tillagan önnur en sú sem á endanum var samþykkt. Í upphaflegu útgáfunni var ætlað að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða mætti undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut og hefja byggingu hans að því loknu. Umræðan um byggingu nýs Landspítala á þessum stað hefur staðið í langan tíma og of langt mál er að rekja þá sögu alla. Sem dæmi má nefna þingsályktunartillögu frá árinu 2004 um undirbúning nýbyggingarinnar. Síðan eru liðin meira en tíu ár en til að setja tillöguna í sögulegt samhengi var í henni einnig lagt til að yrði Landssíminn seldur ætti að nýta hluta söluverðmætisins til þessa verkefnis. Þrjár staðarvalsnefndir hafa fjallað um málið, árin 2002, 2004 og 2008, og allar komist að þeirri niðurstöðu að Hringbraut ætti að verða fyrir valinu. Þá hefur Alþingi tvívegis samþykkt lög um nýjan spítala við Hringbraut, árin 2010 og 2013.Teikning af nýjum Landspítala við Hringbraut.Á miðvikudag í síðustu viku spurði Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, forsætisráðherra um nýbyggingu Landspítala við Hringbraut. Vakti hann athygli á því að í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þrjú árin væri gert ráð fyrir að lokið yrði við byggingu sjúkrahótels og hönnun á meðferðarkjarna á árinu 2017 við Hringbraut. „Samstaða náðist um þetta mál á Alþingi með þingsályktun um nýjan Landspítala við Hringbraut í Reykjavík á síðastliðnu vori,“ sagði Guðbjartur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði því til að ekki væri rétt að nýr Landspítali hefði verið samþykktur, heldur aðeins viðhald og bráðabirgðaaðgerðir á húsnæði og uppbygging eftir þörfum. Þannig virðist ein helsta andstaðan við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut vera forsætisráðherrann sjálfur. Sigmundur hefur talað til dæmis fyrir byggingu spítala á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Á Facebook-síðu sinni í apríl sagði hann að um staðsetninguna væru skiptar skoðanir og því hefði þingsályktuninni frá 2014 verið breytt. „Lausnamiðað fólk hlýtur að skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi miðað við núverandi aðstæður til að meta hver sé skynsamlegasta, hagkvæmasta og fljótlegasta leiðin til að byggja nýtt þjóðarsjúkrahús,“ skrifaði Sigmundur. Þrír síðustu heilbrigðisráðherrar Framsóknarflokksins, þau Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson og Ingibjörg Pálmadóttir, voru allir sammála um að byggja ætti nýtt sjúkrahús við Hringbraut. Fylgismenn uppbyggingar nýja spítalans við Hringbraut gætu til dæmis bent forsætisráðherra á að Guðjón Samúelsson heitinn arkitekt teiknaði ekki aðeins bygginguna sem Landspítalinn er í í dag við Hringbrautina heldur einnig mun stærri spítala. Ef til vill myndi það liðka fyrir samþykki hans á framkvæmdunum.
Alþingi Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira