Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Aftur hefst uppbygging hjá Benedikt. vísir/hag Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti