Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Aftur hefst uppbygging hjá Benedikt. vísir/hag Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira