Ég elska Snæfell og elska að vera í þessum bæ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2015 06:00 Hildur Sigurðardóttir lyftir Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð, en þetta var líklega hennar síðasti leikur á ferlinum. Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira
Snæfell varð Íslandsmeistari í Domino‘s-deild kvenna annað árið í röð eftir æsilegan sigur á Keflavík í gærkvöldi, 81-80. Snæfellingar unnu þar með rimmuna 3-0 og hafa nú unnið sex leiki í röð í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir meiðsli lykilmanna og villuvandræði náðu heimamenn að stíga upp þegar mest á reyndi í gær. Keflavíkurkonur voru að elta framan af leiknum en komust yfir með góðu áhlaupi í fjórða leikhluta sem hleypti mikilli spennu í leikinn. „Þetta eru spennufíklar. Ég bara næ þessu ekki,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í gær en allir þrír leikirnir í rimmunni voru jafnir og spennandi. Kristen McCarthy var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var stigahæst í liði Snæfells með 24 stig. Hún nýtti þó aðeins tólf af 34 skotum sínum í leiknum og var fyrst til að viðurkenna að hún hafi oft spilað betur. „Ég er afar stolt af því að hafa unnið „MVP-verðlaunin“ í kvöld en það voru liðsfélagar mínir sem eiga heiðurinn skilið fyrir sigurinn í kvöld. Ég var bara ekki að hitta nógu vel en þá var frábært að sjá hversu sterka liðsheild við eigum og hversu margir lögðu sitt á vogarskálarnar.“ McCarthy lofaði dvöl sína í Stykkishólmi í vetur en hún stefnir á að spila í sterkari deild á næsta ári. „Ég elska Snæfell og elska að vera hér í þessum bæ. Það var einfaldlega yndisleg tilfinning að fá að vera hluti af meistaraliði í vetur. Ég er svo ánægð fyrir hönd liðsins og allra í samfélaginu.“ Sigurður Ingimundarson hrósaði sínu liði í kvöld en þar fór hin stórefnilega Sara Rún Hinriksdóttir fyrir liði Keflavíkur með 31 stig. „Hún var næstum búin að vinna þennan leik fyrir okkur í kvöld og átti að fá boltann í síðustu sókninni og hver veit hvað hefði gerst ef hún hefði fengið boltann,“ sagði Sigurður. Hann lýsti þó óánægju sinni með frammistöðu hinnar bandarísku Carmen Tyson-Thomas sem skoraði tólf stig – öll í síðari hálfleik. „Hún átti að vera í leiðtogahlutverki í okkar unga liði en það var hún alls ekki. Við lentum því í vandræðum,“ sagði Sigurður. Ingi Þór segist alls ekki hættur og stefnir á þrennuna á næsta ári, þó svo að Hildur Sigurðardóttir segi að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti á ferlinum. „Ég sé bara ekki fyrir mér að Hildur sé að hætta. Þó svo að hún ætli sér að taka sumarleyfi þá sjáum við til hvað hún gerir í haust. Við erum alls ekki hætt hér í Stykkishólmi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Sjá meira