Á hundrað kaktusa en segist ekki vera með græna fingur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2015 10:00 Hér sést glitta í nokkra af kaktusum Þórðar. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“ Garðyrkja Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórður Magnússon á myndarlegt safn af kaktusum og er áhugamaður um þessa tilteknu tegund pottaplantna. „Ég hef verið alveg forfallinn kaktusaáhugamaður frá því ég var 19 til 20 ára gamall, þá kom ég mér upp ansi góðu safni og var með góða aðstöðu, stóran suðurglugga,“ segir hann en á þeim tíma átti hann rúmlega þrjúhundruð stykki en gaf þá til Garðyrkjuskólans í Hveragerði þegar hann flutti utan í nám. Það liggur í eðli safna að við þau er sífellt hægt að bæta og þegar Þórður er spurður að því hverjar uppáhaldskaktusategundir hans séu svarar hann hlæjandi að þær séu að sjálfsögðu þær sem hann eigi ekki. Kaktusar eru meðal þeirra pottaplantna sem krefjast hvað minnstrar umhirðu og því segir Þórður áhugamál sitt ekki sérlega tímafrekt. „Þetta er ekki áhugamál sem tekur neinn rosalegan tíma, þetta er ekkert eins og að eiga hund eða eitthvað,“ segir hann hress. Kaktusarnir krefjast þó að sjálfsögðu umhirðu upp að einhverju marki, þá þarf að vökva og þeim þarf að umpotta. „Á sumrin þarf maður að vökva þá svona tvisvar í viku og svo þarf maður að taka svona einn heilan vinnudag á ári í að umpotta.“Kaktusarnir sóma sér vel margir saman í hóp og hér má sjá hluta af kaktusum Þórðar, sem eru um hundrað talsins.Vísir/ErnirÞeir sem gert hafa tilraun til þess að umpotta kaktusum vita að það getur verið áhættusamt verk enda óþægilegt að stinga sig á kaktusanálum. „Aðaltrikkið er að vera með dagblöð sem þú vefur utan um kaktusinn, nærð góðu taki á honum og svo losar maður hann úr pottinum,“ segir Þórður. Önnur algeng mistök í kaktusarækt samkvæmt Þórði eru að færast of mikið í fang við umpottun þeirra og planta þeim í of stóra potta. „Það hættulegasta sem þú gerir við kaktusa er að setja þá í of stóran pott. Þannig að maður þarf að gæta þess að setja þá í örlítið stærri pott í hvert sinn sem maður umpottar þeim.“ Þrátt fyrir að takast að halda rúmlega hundrað kaktusum á lífi vill Þórður ekki meina að hann sé sérlega lunkinn við ræktun. „Ég er ekki einu sinni með græna fingur held ég, ég hef bara gaman af þessu en ég hef ekkert sérstakt „touch“ á þessu.“
Garðyrkja Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira