María verður berfætt í bleikum kjól Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 18. apríl 2015 09:00 María segist ekki vera farin að finna fyrir stressi, enda sé hún með gott fólk í kringum sig. „Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“ Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
„Kjóllinn minn verður verður gylltur og antíkbleikur með pallíettum og tjulli,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision 2015. Það er Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, systir Ásgeirs sem samdi lagið, sem hannar og saumar kjólinn. „Hún gerði líka kjólinn fyrir undankeppnina. Hún er að gera fleiri kjóla á mig sem ég tek með mér, en ég þarf að hafa tvö dress á dag,“ segir hún og hlær. María ætlar að vera berfætt á sviðinu, líkt og í undankeppninni. „Það er svo þægilegt og ég er miklu stöðugri á sviðinu. Ég mun hreyfa mig mun meira núna, þannig að það er enn þá þægilegra að ég sé á tánum.“ Þessa dagana er María á fullu að undirbúa atriðið. Henni til halds og trausts eru Eurovision-reynsluboltarnir Selma Björnsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir. „Hera er með mig á söngæfingum, en þar sem hún er úti í Síle þá æfum við í gegnum Skype.“ Selma aðstoðar Maríu við sviðsframkomuna, en hún lítur mikið upp til Selmu. „Hún var idolið mitt þegar hún var að keppa. Það er rosalega gott að hafa þær, en þær munu báðar koma með mér út. Ætli Eurovision-liðið úti tryllist ekki þegar þær mæta báðar?“ segir María og hlær. Á næstu vikum kemur armband frá Jóni & Óskari í verslanir, sem Sunna Dögg hannaði einnig, og er sams konar og armbandið sem María mun bera í keppninni. Hún segist ekki finna fyrir stressi, en hún mun keppa á seinna kvöldinu. „Ég var smá skeptísk fyrst, þar sem við höfum alltaf verið á fyrra kvöldinu, en það er víst bara betra að þurfa þá ekki að bíða nema í tvo daga fram að stóru keppninni.“
Eurovision Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira