Hvers vegna nær Samfylkingin ekki flugi? Björgvin Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun