Sama aðgengi, sameiginleg réttindi, líka fyrir ömmur Ellen Calmon skrifar 16. apríl 2015 07:00 Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun