Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 07:15 Á hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra situr Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á vinstri hönd eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. VÍSIR/ERNIR „Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira
„Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Sjá meira