Ný nálgun í tískuheiminum Sigga Dögg skrifar 7. apríl 2015 11:15 Hrefna Björk Sverrisdóttir Vísir Hrefna Björk Sverrisdóttir er ein af þessum konum sem maður heldur jafnvel að hafi auka klukkustundir í sólahringnum eða þurfi minni svefn en flestir. Hún er drífandi og stekkur á góðar viðskiptahugmyndir og keyrir þær áfram þar til hugmynd verður að veruleika. Hún er með mörg járn í eldinum en kippir sér ekkert sérstaklega upp við það og upplifir ekki að hún geri meira en aðrir: „Þetta bara einhvern veginn er svona og hefur alltaf verið,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðlilegra. Það er greinilegt að það er í kjarna Hrefnu að framkvæma og þegar Hrefna er innt eftir því hvort þetta sé innbyggð snilldargáfa eða ofvirkni þá segir hún að það sé hvorugt. „Þetta er spurning bara um að gera og hætta að ofhugsa hlutina, taka upp símann og hringja en ekki mikla fyrir þér verkefnið áður en þú leggur í það svo það verði ekki óyfirstíganlegt.“Útgáfan heillaðiHrefna hefur ætíð farið ótroðnar slóðir í rekstri og atvinnusköpun og sem dæmi um slíkt þá stofnaði hún blaðið Orðlaus ásamt nokkrum vinkonum sínum við lok stúdentsprófs frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Mér fannst bara vanta blað fyrir þenkjandi ungar konur um málefni sem ungt fólk er að pæla í og langar að lesa um, bæði áhugaverðar fréttir en einnig hvað er að gerast í samfélaginu.“ Málgagn fyrir þennan aldurshóp hafði vantað og því var Orðlaus kærkomið. Blaðinu var dreift í flesta framhaldsskóla og á kaffihús og naut mikilla vinsælda. Þannig lágu leiðir Hrefnu inn á Morgunblað í kjölfar þess sem hún seldi tímaritið Ár og dag. Hrefna var einnig á meðal stofnenda Monitor og stýrði blaðinu fyrstu tvö árin. Hrefna hugsar til baka og rifjar upp starfsandann við blaðaútgáfuna. „Það var ótrúlega skemmtilegur tími og mikið af góðu fólki sem maður kynntist þar enda yfirleitt góð orka í kringum ungt fólk og hugðarefni þess.“Hrefna Björk er með spennandi hluti á prjónunum.Fréttablaðið/VilhelmMóðurhlutverkið kallarMóðurhlutverkið bankaði tiltölulega snemma upp á hjá Hrefnu, sem þá var í sambandi með Bjarna úr Mínus eins og hann er oftast kallaður. Þau eiga saman dótturina Ronju. Hrefna hafði verið á fullu í vinnu við blaðaútgáfu og að vera ung kona í sambandi með rokkara og því glysi sem þannig lífsstíl getur fylgt. Hún var því ekki með hugann sérstaklega við barneignir. Hrefna upplifir þakklæti fyrir móðurhlutverkið þótt það hafi komið óvænt upp á. „Lífið með Ronju er bara ótrúlegt. Það er svo gefandi að vera móðir en samt svo krefjandi.“ Hrefna segir þær mæðgur vera mjög nánar og vera núna orðnar eins konar vinkonur. „Hún er svo skemmtileg og það er svo gaman að spjalla við hana og fá hennar sýn á lífið.“ Um skeið bjó fjölskyldan í Noregi þar sem Hrefna rak fataverslun og segir hún þann tíma hafa verið yndislegan fyrir þær mæðgur. „Við áttum svo mikinn tíma til að vera saman. Það var svo rólegt og fjölskylduvænt þarna og þetta var í raun frábær tími fyrir okkur.“ Aðspurð hvort hugurinn leiti til Noregs er Hrefna fljót að svara: „Nei, það er í raun hundleiðinlegt þar og ekkert að ske en ef maður er í uppeldisgír þá er þetta frábært,“ segir hún og skellihlær. Bjarni og Hrefna skildu fyrir um þremur árum og er Hrefna nú í sambúð með Magnúsi Scheving, sem er betur þekktur sem stofnandi Latabæjar og andlit Íþróttaálfsins.Hrefna ásamt Ronju dóttur sinni og Sunnevu systur sinniEinkasafnLífið í LatabæFréttir af forkólfi sem lét hugmyndir verða að veruleika með glans og fágun bárust um íslensk fyrirtæki og þegar Latabæ vantaði framleiðanda þá var potaði í Hrefnu. „Ég var eiginlega veidd inn í verkefni fyrir Latabæ til að sjá um framleiðslu á morgunblokk fyrir Sprout og NBC í Bandaríkjunum og í kjölfarið var mér boðið starf sem Head of Creative Development. Þar sem þetta er flott og alþjóðlegt fyrirtæki þá var ekki flókið að þiggja það.“ Hrefna sér ekki eftir því í dag. Í starfi sínu hjá Latabæ ferðaðist Hrefna út um allan heim og öðlaðist reynslu með því að vinna með fólki alls staðar að úr heiminum og hitti hún mikilmenni líkt og Michelle Obama í heimsókn í Hvíta húsinu. „Það var svo súrrealískt að vera þarna í Hvíta húsinu að taka í höndina á henni, en samt var það svo eðlilegt því að hreyfing og heilsa barna er mikilvægt málefni,“ bætir Hrefna við, sem segir Latabæ sem vinnustað vera ólíkan öllum öðrum. „Þetta var mikill hraði sem þurfti að vinna á og maður var alltaf á tánum en svoleiðis er það bara þegar stefnan er tekin á velgengni á alþjóðlegu sviði,“ segir Hrefna sem kippir sér ekkert upp við óhefðbundinn vinnutíma eða krefjandi starfsumhverfi. Þegar blaðamaður veltir því fyrir sér hvernig megi samtvinna ferðalög heimsálfa á milli og uppeldi svarar Hrefna: „Þetta er oft spurning um gæði stundanna sem við eigum saman frekar en magn tímans. Svo reynir maður að hugsa þetta þannig að maður sé ekki lengra en eitt símtal frá henni en svona vinna togar alveg í hjartað.“ Það er þetta sígilda uppeldissamviskubit sem fylgir flestum foreldrum, óháð vinnutímanum eða landfræðilegri staðsetningu starfsins.Hrefna og MaggiEinkaeiguSprellað í sjónvarpiHrefna hlustar eftir hugmyndum og ef henni þykja þær góðar þá glæðir hún þær lífi og fylgir þeim eftir þangað til þær verða að raunveruleika. Þannig þótti henni vanta góðan innileikstað fyrir börn á Íslandi svo hún bjó bara einfaldlega einn slíkan til, Ævintýragarðinn í Skútuvogi, og er hann enn starfræktur. Önnur góð hugmynd var ungi grínistinn Steindi Jr. sem byrjaði með sprell á YouTube. Hrefna hafði fylgst með honum og tók grínið hans enn lengra því hún sá um að koma honum í sjónvarp og framleiddi aðra þáttaseríuna af Steinda Jr. við góðar undirtektir þjóðarinnar. Hrefna var einnig yfirframleiðandi sjónvarpsþáttanna Tveir+Sex þar sem kynlífstengd málefni voru tekin fyrir og krufin en þar var systir hennar, Sunneva Sverrisdóttir, annar þáttarstjórnenda. „Hugmyndin snýst að mestu um framkvæmd, margir fá góðar hugmyndir en gera ekkert með þær, en ef ég heyri af góðum hugmyndum reyni ég að finna teymi til að gera þær að veruleika,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðlilegra, eða auðveldara, en að hrinda draumum í framkvæmd. Það mætti því segja að það sé alltaf hægt að hvísla góðri hugmynd að Hrefnu, hvort sem það er fyrir sjónvarp eða jafnvel eitthvað allt annað.Hrefna og Ýr fatahönnuðurEinkaeiguFlík fær mörg líf Hrefna er framkvæmdastjóri Another Creation, hátísku fatamerkis sem sýndi nýverið fyrstu línuna sína á Reykjavík Fashion Festival við mjög góðar undirtektir hérlendis og erlendis. Ýr Þrastardóttir fatahönnuður sér um hönnun á flíkunum en Anna Lilja Johansen er framleiðslustjóri. „Ýr er enginn venjulegur hönnuður en ásamt því að vera besti hönnuður landsins býr hún einnig yfir þeim hæfileika að finna lausnir til að láta flíkurnar breytast. Það er hægara sagt en gert.“ Hugmyndin á bak við fatnaðinn er einmitt sú að hægt er að nota hverja flík á mismunandi hátt og breyta henni og jafnvel uppfæra hana með því að kaupa viðbætur við hana. Þannig má t.d. breyta jakka í vesti með því að fjarlægja ermar eða skipta út fyrir aðrar ermar. Sama má segja um hettur eða kraga og jafnvel neðri parta. Hrefna segist kjósa að kaupa sér fáar góðar flíkur frekar en margar ódýrar og því heilli þessi nálgun á fatnað hana sérstaklega. „Þetta er alveg ný nálgun í tískuheiminum. Ég hef mikla trú á þessum möguleika fyrir konur. Okkur langar margar að eiga föt sem eru af góðum gæðum en hikum oft við að kaupa vegna verðsins. Ef við getum nýtt flíkina á fleiri en einn veg og við fleiri en eitt tilefni værum við örugglega líklegri til að tíma að borga aðeins meira fyrir fötin. Það svarar kalli eftir aukinni nýtni fatnaðar en það er alveg hrikalegt að sjá hvað miklu af flíkum er hent eftir að hafa aðeins verið notaðar í nokkur skipti. Okkur langar að breyta því.“ Þar sem Hrefna er söm við sig þá er hún einnig eigandi nýs veitingastaðar sem verður opnaður í lok sumars við rætur Hallgrímskirkju. Hrefna vill ekki gefa mikið upp um staðinn en segir að þessi staður verði eitthvað öðruvísi en það sem hefur verið hingað til verið boðið upp á. Það er margt á döfinni hjá Hrefnu og eflaust komið nýtt verkefni á koppinn þegar þetta viðtal er prentað. Ef þig vantar innblástur eða sjálfstraust til að framkvæma þá gæti verið margt vitlausara en að taka Hrefnu þér til fyrirmyndar og halda af stað út í framtíðina, staðráðin í að vinna hlutina vel og með heilindum. Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hrefna Björk Sverrisdóttir er ein af þessum konum sem maður heldur jafnvel að hafi auka klukkustundir í sólahringnum eða þurfi minni svefn en flestir. Hún er drífandi og stekkur á góðar viðskiptahugmyndir og keyrir þær áfram þar til hugmynd verður að veruleika. Hún er með mörg járn í eldinum en kippir sér ekkert sérstaklega upp við það og upplifir ekki að hún geri meira en aðrir: „Þetta bara einhvern veginn er svona og hefur alltaf verið,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðlilegra. Það er greinilegt að það er í kjarna Hrefnu að framkvæma og þegar Hrefna er innt eftir því hvort þetta sé innbyggð snilldargáfa eða ofvirkni þá segir hún að það sé hvorugt. „Þetta er spurning bara um að gera og hætta að ofhugsa hlutina, taka upp símann og hringja en ekki mikla fyrir þér verkefnið áður en þú leggur í það svo það verði ekki óyfirstíganlegt.“Útgáfan heillaðiHrefna hefur ætíð farið ótroðnar slóðir í rekstri og atvinnusköpun og sem dæmi um slíkt þá stofnaði hún blaðið Orðlaus ásamt nokkrum vinkonum sínum við lok stúdentsprófs frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Mér fannst bara vanta blað fyrir þenkjandi ungar konur um málefni sem ungt fólk er að pæla í og langar að lesa um, bæði áhugaverðar fréttir en einnig hvað er að gerast í samfélaginu.“ Málgagn fyrir þennan aldurshóp hafði vantað og því var Orðlaus kærkomið. Blaðinu var dreift í flesta framhaldsskóla og á kaffihús og naut mikilla vinsælda. Þannig lágu leiðir Hrefnu inn á Morgunblað í kjölfar þess sem hún seldi tímaritið Ár og dag. Hrefna var einnig á meðal stofnenda Monitor og stýrði blaðinu fyrstu tvö árin. Hrefna hugsar til baka og rifjar upp starfsandann við blaðaútgáfuna. „Það var ótrúlega skemmtilegur tími og mikið af góðu fólki sem maður kynntist þar enda yfirleitt góð orka í kringum ungt fólk og hugðarefni þess.“Hrefna Björk er með spennandi hluti á prjónunum.Fréttablaðið/VilhelmMóðurhlutverkið kallarMóðurhlutverkið bankaði tiltölulega snemma upp á hjá Hrefnu, sem þá var í sambandi með Bjarna úr Mínus eins og hann er oftast kallaður. Þau eiga saman dótturina Ronju. Hrefna hafði verið á fullu í vinnu við blaðaútgáfu og að vera ung kona í sambandi með rokkara og því glysi sem þannig lífsstíl getur fylgt. Hún var því ekki með hugann sérstaklega við barneignir. Hrefna upplifir þakklæti fyrir móðurhlutverkið þótt það hafi komið óvænt upp á. „Lífið með Ronju er bara ótrúlegt. Það er svo gefandi að vera móðir en samt svo krefjandi.“ Hrefna segir þær mæðgur vera mjög nánar og vera núna orðnar eins konar vinkonur. „Hún er svo skemmtileg og það er svo gaman að spjalla við hana og fá hennar sýn á lífið.“ Um skeið bjó fjölskyldan í Noregi þar sem Hrefna rak fataverslun og segir hún þann tíma hafa verið yndislegan fyrir þær mæðgur. „Við áttum svo mikinn tíma til að vera saman. Það var svo rólegt og fjölskylduvænt þarna og þetta var í raun frábær tími fyrir okkur.“ Aðspurð hvort hugurinn leiti til Noregs er Hrefna fljót að svara: „Nei, það er í raun hundleiðinlegt þar og ekkert að ske en ef maður er í uppeldisgír þá er þetta frábært,“ segir hún og skellihlær. Bjarni og Hrefna skildu fyrir um þremur árum og er Hrefna nú í sambúð með Magnúsi Scheving, sem er betur þekktur sem stofnandi Latabæjar og andlit Íþróttaálfsins.Hrefna ásamt Ronju dóttur sinni og Sunnevu systur sinniEinkasafnLífið í LatabæFréttir af forkólfi sem lét hugmyndir verða að veruleika með glans og fágun bárust um íslensk fyrirtæki og þegar Latabæ vantaði framleiðanda þá var potaði í Hrefnu. „Ég var eiginlega veidd inn í verkefni fyrir Latabæ til að sjá um framleiðslu á morgunblokk fyrir Sprout og NBC í Bandaríkjunum og í kjölfarið var mér boðið starf sem Head of Creative Development. Þar sem þetta er flott og alþjóðlegt fyrirtæki þá var ekki flókið að þiggja það.“ Hrefna sér ekki eftir því í dag. Í starfi sínu hjá Latabæ ferðaðist Hrefna út um allan heim og öðlaðist reynslu með því að vinna með fólki alls staðar að úr heiminum og hitti hún mikilmenni líkt og Michelle Obama í heimsókn í Hvíta húsinu. „Það var svo súrrealískt að vera þarna í Hvíta húsinu að taka í höndina á henni, en samt var það svo eðlilegt því að hreyfing og heilsa barna er mikilvægt málefni,“ bætir Hrefna við, sem segir Latabæ sem vinnustað vera ólíkan öllum öðrum. „Þetta var mikill hraði sem þurfti að vinna á og maður var alltaf á tánum en svoleiðis er það bara þegar stefnan er tekin á velgengni á alþjóðlegu sviði,“ segir Hrefna sem kippir sér ekkert upp við óhefðbundinn vinnutíma eða krefjandi starfsumhverfi. Þegar blaðamaður veltir því fyrir sér hvernig megi samtvinna ferðalög heimsálfa á milli og uppeldi svarar Hrefna: „Þetta er oft spurning um gæði stundanna sem við eigum saman frekar en magn tímans. Svo reynir maður að hugsa þetta þannig að maður sé ekki lengra en eitt símtal frá henni en svona vinna togar alveg í hjartað.“ Það er þetta sígilda uppeldissamviskubit sem fylgir flestum foreldrum, óháð vinnutímanum eða landfræðilegri staðsetningu starfsins.Hrefna og MaggiEinkaeiguSprellað í sjónvarpiHrefna hlustar eftir hugmyndum og ef henni þykja þær góðar þá glæðir hún þær lífi og fylgir þeim eftir þangað til þær verða að raunveruleika. Þannig þótti henni vanta góðan innileikstað fyrir börn á Íslandi svo hún bjó bara einfaldlega einn slíkan til, Ævintýragarðinn í Skútuvogi, og er hann enn starfræktur. Önnur góð hugmynd var ungi grínistinn Steindi Jr. sem byrjaði með sprell á YouTube. Hrefna hafði fylgst með honum og tók grínið hans enn lengra því hún sá um að koma honum í sjónvarp og framleiddi aðra þáttaseríuna af Steinda Jr. við góðar undirtektir þjóðarinnar. Hrefna var einnig yfirframleiðandi sjónvarpsþáttanna Tveir+Sex þar sem kynlífstengd málefni voru tekin fyrir og krufin en þar var systir hennar, Sunneva Sverrisdóttir, annar þáttarstjórnenda. „Hugmyndin snýst að mestu um framkvæmd, margir fá góðar hugmyndir en gera ekkert með þær, en ef ég heyri af góðum hugmyndum reyni ég að finna teymi til að gera þær að veruleika,“ segir Hrefna eins og ekkert sé eðlilegra, eða auðveldara, en að hrinda draumum í framkvæmd. Það mætti því segja að það sé alltaf hægt að hvísla góðri hugmynd að Hrefnu, hvort sem það er fyrir sjónvarp eða jafnvel eitthvað allt annað.Hrefna og Ýr fatahönnuðurEinkaeiguFlík fær mörg líf Hrefna er framkvæmdastjóri Another Creation, hátísku fatamerkis sem sýndi nýverið fyrstu línuna sína á Reykjavík Fashion Festival við mjög góðar undirtektir hérlendis og erlendis. Ýr Þrastardóttir fatahönnuður sér um hönnun á flíkunum en Anna Lilja Johansen er framleiðslustjóri. „Ýr er enginn venjulegur hönnuður en ásamt því að vera besti hönnuður landsins býr hún einnig yfir þeim hæfileika að finna lausnir til að láta flíkurnar breytast. Það er hægara sagt en gert.“ Hugmyndin á bak við fatnaðinn er einmitt sú að hægt er að nota hverja flík á mismunandi hátt og breyta henni og jafnvel uppfæra hana með því að kaupa viðbætur við hana. Þannig má t.d. breyta jakka í vesti með því að fjarlægja ermar eða skipta út fyrir aðrar ermar. Sama má segja um hettur eða kraga og jafnvel neðri parta. Hrefna segist kjósa að kaupa sér fáar góðar flíkur frekar en margar ódýrar og því heilli þessi nálgun á fatnað hana sérstaklega. „Þetta er alveg ný nálgun í tískuheiminum. Ég hef mikla trú á þessum möguleika fyrir konur. Okkur langar margar að eiga föt sem eru af góðum gæðum en hikum oft við að kaupa vegna verðsins. Ef við getum nýtt flíkina á fleiri en einn veg og við fleiri en eitt tilefni værum við örugglega líklegri til að tíma að borga aðeins meira fyrir fötin. Það svarar kalli eftir aukinni nýtni fatnaðar en það er alveg hrikalegt að sjá hvað miklu af flíkum er hent eftir að hafa aðeins verið notaðar í nokkur skipti. Okkur langar að breyta því.“ Þar sem Hrefna er söm við sig þá er hún einnig eigandi nýs veitingastaðar sem verður opnaður í lok sumars við rætur Hallgrímskirkju. Hrefna vill ekki gefa mikið upp um staðinn en segir að þessi staður verði eitthvað öðruvísi en það sem hefur verið hingað til verið boðið upp á. Það er margt á döfinni hjá Hrefnu og eflaust komið nýtt verkefni á koppinn þegar þetta viðtal er prentað. Ef þig vantar innblástur eða sjálfstraust til að framkvæma þá gæti verið margt vitlausara en að taka Hrefnu þér til fyrirmyndar og halda af stað út í framtíðina, staðráðin í að vinna hlutina vel og með heilindum.
Mest lesið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira