Brýnt kjaramál Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. mars 2015 07:00 Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölskylduvænt samfélag er á meðal mikilvægustu og brýnustu stefnumála BSRB. Slíkt samfélag byggjum við ekki upp nema umfangsmiklar breytingar verði á stöðu launafólks hvað varðar samspil fjölskyldu og atvinnu. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs var umfjöllunarefni þriggja fræðierinda á fundi sem BSRB stóð fyrir í þarsíðustu viku, ásamt öðrum samtökum launafólks á vinnumarkaði, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Á fundinum var dregin upp skýr mynd af álagi og þeirri togstreitu sem fjölskyldur búa við. Heildarvinnuálag hjá íslenskum fjölskyldum er meira hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Íslenskar mæður í fullu starfi vinna þannig í reynd meira en tvöfalda vinnuviku. Þær sinna atvinnu sinni en því til viðbótar bætist við rúmlega fullt starf vegna heimilisstarfa og barnauppeldis. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuálag hefur áhrif á heilsu og vellíðan fólks í starfi og einkalífi. Því kemur það væntanlega ekki á óvart að á fundinum kom jafnframt fram að flest starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði telur styttingu vinnuvikunnar árangursríkustu leiðina til að stuðla að auknu jafnvægi atvinnu og fjölskyldulífs. Stytting vinnuvikunnar hefur verið eitt helsta baráttumál BSRB og hefur krafan m.a. komið fram með skýrum hætti í undirbúningi vegna komandi kjarasamningsviðræðna. BSRB bindur miklar vonir við tilraunaverkefni sem bandalagið tekur nú þátt í ásamt Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar en markmið verkefnisins er að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna. BSRB telur þó tilraunaverkefnið einungis fela í sér fyrstu skrefin í því mikilvæga verkefni að stytta vinnutímann þannig að starfsfólk geti notið frekari lífsgæða. Á fundinum var jafnframt bent á alvarlega stöðu fæðingarorlofskerfisins. Færri feður taka fæðingarlof nú en áður, þeir taka orlofið í færri daga og færri feður taka langt samfellt orlof. Þetta felur í sér að markmið fæðingarorlofslaganna um jafna þátttöku foreldra í uppeldi barna sinna og jöfn tækifæri kynjanna á vinnumarkaði er í mikilli hættu. Það hefur verið skýr krafa BSRB að stjórnvöld setji nú þegar aukið fjármagn til fæðingarorlofssjóðs þannig að hægt sé að hækka greiðsluþakið og lengja fæðingarorlofstímann. Af þessum sökum er markmiðið um fjölskylduvænt samfélag eitt þýðingarmesta kjaramál félagsmanna BSRB um þessar mundir.
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar