Ennþá hönd í hönd! Jafnaðarmenn í Norðurlandaráði skrifar 23. mars 2015 07:00 „Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Tilfinningin um að norrænu þjóðirnar eigi samleið, hefur á síðustu árum orðið sífellt sterkari og samvinnann milli þeirra náð yfir æ fleiri svið þjóðlífsins. Fjölmargir þjóðfélagshópar hafa einnig sannfærst um að samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Svona hljóma upphafslínur fyrstu stefnuyfirlýsingar norska norrænafélagsins frá árinu 1919. Þessi næstum 100 ára gamla stefnuyfirlýsing lýsir enn í dag, með ljóðrænum hætti, kjarnanum í samstarfshugsjón okkar jafnaðarmann í Norðurlandaráði, um að „samstaða og samstarf milli norrænu þjóðanna gagnist þeim öllum.“ Hugsjónin um að við saman, hönd í hönd, séum sterkari og betur í stakk búin til að vinna í þágu núverandi og tilvonandi íbúa og gera Norðurlöndin að ennþá betri og meira aðlaðandi heimshluta til vinna, stofna fjölskyldu og eldast í. Við vinnum að framförum, árið um kring, þvert á landamæri á þeim mikilvægu samfélagssviðum sem grundvölluð eru í hinum sögufræga Helsinkisáttmála, réttarfars-, menningar-, fjarskipta-, umhverfis-, velferðar- og efnahagsmála. Þessi samstarfssáttmáli frá 1962, Helsinkisáttmálinn, milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar er enn í fullu gildi og ráðandi um starf okkar, þegar við fjórum sinnum á ári, komum saman og mótum stefnu, tillögur og verkefni í samræmi við jafnaðarhusjónir okkar um frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA, óháð aldri, kyni, þjóðerni, pólitískri sannfæringu eða samfélagslegri stöðu. Norrænu félögin voru stofnuð um árið 1919, rétt eftir fyrri heimstyrjöldina. Norðurlandaráð var sett á laggirnar árið 1952, fáum árum eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar. Og árið 1962, á meðan á Víetnamstríðinu stóð, var Helsinkisáttmálinn undirritaður. Á sama tíma varpaði kaldastríðið myrkum skugga yfir stóran hluta jarðarinnar, meðal annars Norðurlöndin. Þetta varð til þess, að baráttan fyrir friði og verkefnum sem unnu gegn skelfilegum afleiðingum stríðs og doða eftirstríðsáranna varð sem rauður þráður í starfi Norðurlandaráðs. Samstaðan um að tryggja, að á hverjum tíma gætum við litið til beggja handa og séð að þar stæðu samherjar sem myndu berjast fyrir sömu gildum og þú – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA. Nú, sem fyrr, getum við litið stolt um öxl enda blasir við fjöldinn allur af árangursríkum og vel heppnuðum verkefnum. Allan ársins hring, höldum við ríkisstjórnum landanna og ráðherraráði Norðurlandaráðs við efnið, með fyrirspurnum og tillögum að nýjum verkefnum og áhrifana gætir víða í áherslum ríkisstjórnanna og lagasetningu á öllum Norðurlöndunum.Einstakt samstarf Við munum áfram leggja okkar að mörkum, til að „verkefni sem vinna má í samstarfi, verði leyst með þeim hætti, svofremi að þau samræmist hagsmunum hvers lands”, eins og segir í stefnuyfirlýsingunni frá 1919 með yfirskriftinni „Herhvöt”. Norrænt samstarf er einstakt, hvernig sem á það er litið. Öll erum við mismunandi, en við eigum sameiginlegan menningarskilning og samfélagsgerð. En það sem við eigum fyrst og fremst sameiginlegt, eru grunngildin um mannréttindi, velferð og vöxt. Allir borgarar Norðurlandanna eiga rétt á atvinnu og menntun, hvort sem menn koma frá stórborgunum í suðri, eða smáum eyjum eða afskektum byggðum Grænlands. Óttalaus á maður að geta stofnað fjölskyldu eða orðið gamall á Norðurlöndum. Og þannig er það. En það er alltaf hægt að gera betur. Og fjölmargar hindranir í að flytja og starfa yfir landamæri Norðurlandanna eru meðal verkefna sem við þurfum stöðugt að sinna til að auka lífsgæði fólks á Norðurlöndum. Við bjóðum alla velkomna til Norðurlanda, sem koma í friði og vilja hefja þar nýtt líf fyrir sig og sína. Og þegar öfgar og hryðjuverk ógna samfélögum okkar, stillum við saman strengi okkar, lítum til beggja handa og sjáum karla og konur, með sömu óskir og þrár – frelsi, jöfnuð og réttlæti fyrir ALLA! Marit Nybakk formaður, þingmaður Noregi, Phia Andersson, þingmaður Svíþjóð,Tuula Peltonen, þingmaður Finnlandi,Karin Gaardsted, þingmaður Danmörku, Guðbjartur Hannesson, varaforseti Norðurlandaráðs,fyrir hönd þingflokks Jafnaðarmanna í Norðurlandaráði
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun