Til skoðunar að gefa lífsstílsbloggum gaum: „Duldar auglýsingar bannaðar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2015 08:00 Tryggvi Axelsson segir að Neytendastofu skorti fjármagn til að skoða lífsstílsblogg sérstaklega. vísir/vilhelm Lífsstílsblogg hafa notið sívaxandi vinsælda að undanförnu. Fátt er slíkum bloggurum óviðkomandi og oft eru til umfjöllunar vörur af ýmsum gerðum. Skilin milli umfjöllunar og auglýsingar eru oft afar óskýr. Reglurnar eru hins vegar einfaldar, fái bloggari greitt fyrir færslu á síðu sinni þá ber honum að taka það fram. Nágrannaþjóðir okkar hafa magrar hverjar gefið út reglur og leiðbeiningar um það hvernig auglýsingum á slíkum bloggum skuli háttað en því er ekki til að dreifa hér á landi. „Í prinsippinu er það alveg skýrt að við höfum lög um markaðssetningu og viðskiptahætti sem taka fyrir duldar auglýsingar,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. „Í sjöttu grein þeirra laga er kveðið skýrt á um að auglýsingar séu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingu sé að ræða.“ Norðurlandaþjóðirnar hafa gefið út sameiginlegar yfirlýsingar og reglur um hvernig þessum málum skuli háttað en það er síðan hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún taki málin skrefinu lengra.Ekkert umfram sameiginlegu yfirlýsingarnar verið gefið út „Ísland hefur yfirleitt verið aðili að slíkum yfirlýsingum en hingað til höfum við ekki þýtt eða gefið neitt út umfram það tengt samfélagsmiðlunum,“ segir Tryggvi. Ástæðan fyrir því er fjárskortur. Norðmenn eru sú þjóð sem gengið hefur hvað harðast fram í þessum málum. Í fyrra voru þar í landi gefnar út leiðbeiningar um hvernig auglýsingum skuli háttað. Þar í landi var skorin upp herör gegn duldum auglýsingum á stærstu lífsstílsbloggunum með góðum árangri. Dæmi eru erlendis frá um að kvartað hafi verið út af umfjöllun á bloggum. Í Danmörku má finna dæmi þess að umboðsmenn hafi tekið til athugunar færslur þar sem fjallað var um vöru og settur inn tengill á hvar væri hægt að kaupa hana. Ekki var tekið fram að um auglýsingu væri að ræða.Forgangsröðun stofnunarinnar endurskoðuð reglulega „Þetta er eitthvað sem við mættum gefa meiri gaum,“ segir Tryggvi. Það komi vel til greina að skoða að búa til leiðbeiningar eða setja skýrari reglur um hvernig auglýsingum á slíkum síðum skuli háttað. „Stofnunin hefur í mörg horn að líta og eins og staðan er núna þá höfum við hvorki nægilega margt starfsfólk né fjármagn til að leggjast í slík verkefni. Kannski er tilefni til þess að leggjast í einhverjar frumkvæðisrannsóknir en það strandar líka á sama skeri. Við endurskoðum forgangsröðun okkar reglulega og það er aldrei að vita nema við lítum á þetta á næstunni,“ segir Tryggvi að lokum. Hér að neðan má sjá hluta af þeim leiðbeiningum sem gefnar voru út í Noregi.Hugtakið auglýsing er túlkað eins vítt og hægt er. Með auglýsingu er átt við eitthvað sem getur hjálpað við að stuðla að sölu á vöru eða þjónustu og bloggarinn fær greiðslu fyrir í einhverju formi, s.s. fríar vörur, fría klippingu eða föt. Ekki skiptir máli hvort færslan sé í raun og veru hrein trú þess sem bloggar.Auglýsing skal vera skilmerkilega merkt. Í bloggi skal merkingin vera á toppi færslunnar og hið sama gildir um Instagram-færslur.Reglurnar taka ekki til hvers sem er heldur aðeins þeirra sem hafa það sem hlutastarf eða fullt starf að halda úti hvers konar bloggi.Sé auglýsing birt gegnum Instagram nægir að merkja hana með kassamerkinu #reklame.Við ítrekuðum og alvarlegum brotum á reglunum liggja sektir.Þórunn Ívarsdóttirvísir/gvaSegir alltaf frá uppruna vörunnar Þórunn Ívarsdóttir heldur úti lífsstílsbloggi á slóðinni thorunnivars.is. Þar bloggar hún um allt milli himins og jarðar. „Þegar ég fæ sýnishorn af vöru eða fæ hana að gjöf þá tek ég það fram að um sýnishorn sé að ræða,“ segir Þórunn. „Ef um kostaða færslu er að ræða, það er að ég fái greitt fyrir hana, þá nefni ég það líka sérstaklega neðst í greininni.“ Haldi hún að einhver vafi geti leikið á hvort færsla sé kostuð eður ei tekur hún sérstaklega fram að hún sé ekki kostuð af neinu fyrirtæki. „Einnig, ef ég er með gjafaleiki, þá tek ég það fram hverjir gefa vörurnar og ef ég kaupi vöruna sjálf þá tek ég það einnig fram.“ Þegar hún byrjaði með síðuna lét hún það nægja að tilgreina í textanum að eitthvað hefði verið gjöf eða hún hefði keypt það en eftir því sem lesendahópurinn stækkaði þá staðlaði hún framsetninguna. „Það kom mér á óvart þegar ég gerði það hve lítið var kostað. Ég hélt það hefði verið mun meira. Ég verð greinilega að taka mig aðeins á,“ segir hún að lokum. Neytendur Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Sjá meira
Lífsstílsblogg hafa notið sívaxandi vinsælda að undanförnu. Fátt er slíkum bloggurum óviðkomandi og oft eru til umfjöllunar vörur af ýmsum gerðum. Skilin milli umfjöllunar og auglýsingar eru oft afar óskýr. Reglurnar eru hins vegar einfaldar, fái bloggari greitt fyrir færslu á síðu sinni þá ber honum að taka það fram. Nágrannaþjóðir okkar hafa magrar hverjar gefið út reglur og leiðbeiningar um það hvernig auglýsingum á slíkum bloggum skuli háttað en því er ekki til að dreifa hér á landi. „Í prinsippinu er það alveg skýrt að við höfum lög um markaðssetningu og viðskiptahætti sem taka fyrir duldar auglýsingar,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. „Í sjöttu grein þeirra laga er kveðið skýrt á um að auglýsingar séu þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingu sé að ræða.“ Norðurlandaþjóðirnar hafa gefið út sameiginlegar yfirlýsingar og reglur um hvernig þessum málum skuli háttað en það er síðan hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún taki málin skrefinu lengra.Ekkert umfram sameiginlegu yfirlýsingarnar verið gefið út „Ísland hefur yfirleitt verið aðili að slíkum yfirlýsingum en hingað til höfum við ekki þýtt eða gefið neitt út umfram það tengt samfélagsmiðlunum,“ segir Tryggvi. Ástæðan fyrir því er fjárskortur. Norðmenn eru sú þjóð sem gengið hefur hvað harðast fram í þessum málum. Í fyrra voru þar í landi gefnar út leiðbeiningar um hvernig auglýsingum skuli háttað. Þar í landi var skorin upp herör gegn duldum auglýsingum á stærstu lífsstílsbloggunum með góðum árangri. Dæmi eru erlendis frá um að kvartað hafi verið út af umfjöllun á bloggum. Í Danmörku má finna dæmi þess að umboðsmenn hafi tekið til athugunar færslur þar sem fjallað var um vöru og settur inn tengill á hvar væri hægt að kaupa hana. Ekki var tekið fram að um auglýsingu væri að ræða.Forgangsröðun stofnunarinnar endurskoðuð reglulega „Þetta er eitthvað sem við mættum gefa meiri gaum,“ segir Tryggvi. Það komi vel til greina að skoða að búa til leiðbeiningar eða setja skýrari reglur um hvernig auglýsingum á slíkum síðum skuli háttað. „Stofnunin hefur í mörg horn að líta og eins og staðan er núna þá höfum við hvorki nægilega margt starfsfólk né fjármagn til að leggjast í slík verkefni. Kannski er tilefni til þess að leggjast í einhverjar frumkvæðisrannsóknir en það strandar líka á sama skeri. Við endurskoðum forgangsröðun okkar reglulega og það er aldrei að vita nema við lítum á þetta á næstunni,“ segir Tryggvi að lokum. Hér að neðan má sjá hluta af þeim leiðbeiningum sem gefnar voru út í Noregi.Hugtakið auglýsing er túlkað eins vítt og hægt er. Með auglýsingu er átt við eitthvað sem getur hjálpað við að stuðla að sölu á vöru eða þjónustu og bloggarinn fær greiðslu fyrir í einhverju formi, s.s. fríar vörur, fría klippingu eða föt. Ekki skiptir máli hvort færslan sé í raun og veru hrein trú þess sem bloggar.Auglýsing skal vera skilmerkilega merkt. Í bloggi skal merkingin vera á toppi færslunnar og hið sama gildir um Instagram-færslur.Reglurnar taka ekki til hvers sem er heldur aðeins þeirra sem hafa það sem hlutastarf eða fullt starf að halda úti hvers konar bloggi.Sé auglýsing birt gegnum Instagram nægir að merkja hana með kassamerkinu #reklame.Við ítrekuðum og alvarlegum brotum á reglunum liggja sektir.Þórunn Ívarsdóttirvísir/gvaSegir alltaf frá uppruna vörunnar Þórunn Ívarsdóttir heldur úti lífsstílsbloggi á slóðinni thorunnivars.is. Þar bloggar hún um allt milli himins og jarðar. „Þegar ég fæ sýnishorn af vöru eða fæ hana að gjöf þá tek ég það fram að um sýnishorn sé að ræða,“ segir Þórunn. „Ef um kostaða færslu er að ræða, það er að ég fái greitt fyrir hana, þá nefni ég það líka sérstaklega neðst í greininni.“ Haldi hún að einhver vafi geti leikið á hvort færsla sé kostuð eður ei tekur hún sérstaklega fram að hún sé ekki kostuð af neinu fyrirtæki. „Einnig, ef ég er með gjafaleiki, þá tek ég það fram hverjir gefa vörurnar og ef ég kaupi vöruna sjálf þá tek ég það einnig fram.“ Þegar hún byrjaði með síðuna lét hún það nægja að tilgreina í textanum að eitthvað hefði verið gjöf eða hún hefði keypt það en eftir því sem lesendahópurinn stækkaði þá staðlaði hún framsetninguna. „Það kom mér á óvart þegar ég gerði það hve lítið var kostað. Ég hélt það hefði verið mun meira. Ég verð greinilega að taka mig aðeins á,“ segir hún að lokum.
Neytendur Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Fleiri fréttir Makar þurfi að muna þýðingu þess að gagnrýna Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Sjá meira