Dagur Norðurlanda Eygló Harðardóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar