Íslenskur hönnuður á tískupallana í París Guðrún Ansnes skrifar 21. mars 2015 00:01 „Þetta er frábær stökkpallur fyrir mig,“ segir Thelma. Munu gestir tískuvikunnar fá að hitta hana og skoða línuna vandlega. Visir/Rebekka Blöndal „Ég er auðvitað bara í skýjunum með þetta, enda ofboðslegur heiður fyrir mig og frábær stökkpallur,“ segir Thelma Björnsdóttir, nýkrýndur sigurvegari í franskri fatahönnuðakeppni sem tileinkuð er ungum hönnuðum þar í landi. Þar með skaut hún fjórtán öðrum keppendum ref fyrir rass og komin allnokkrum skrefum nær draumnum sínum. „Draumurinn hefur alltaf verið að fá að hanna föt á yfirstærðarmódel og sigurinn skilar mér á tískupallana með mína línu,“ útskýrir Thelma kát. Thelma hefur stundað nám í París frá árinu 2011 og lauk hún BA gráðu í fatahönnun frá Internationa Fashion Akademysem tveimur árum síðar.Í kjölfarið hlaut hún styrk til náms frá skólanum og kláraði framhaldsnámið sitt nýverið. „Línan mín var útskriftarverkefnið mitt þar sem ég stofnaði mitt eigið merki,“ útskýrir Thelma og heldur áfram: „Línan mín er innblásin af líkamsvirðingu og mig með henni langar mig að afnema þessa stimpla um eitthvað sem er annaðhvort „plus size“ eða “ „petit“.“Breyting í bransanum Hugmyndafræði Thelmu gegnur í grunninn út á að konur þurfi ekki að sætta sig við að ákveðin föt fáist aðeins í tiltekinni stærð. „Ég lagðist í rannsóknarvinnu og skoðaði áhrif þess að hafa ekki sömu möguleika í þessum efnum á konur, og kom bersýnilega í ljós að slíkt hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmyndina,“ bendir Thelma á. Thelma segir tískubransann vera að breytast til betri vegar. „Ég finn fyrir ákveðinni vitundarvakningu í bransanum og svo virðist sem fólk sé að átta sig á að við komum öll í mismunandi formum. Það er ekki aðeins eitt form fyrir alla, heldur er fjölbreytileikanum fagnað í auknum mæli.“Heilluð af París Thelma kann býsna vel við sig í þessari hátískuborg og segist þrífast þar vel. Aðspurð um hvort hún ætli sér að koma heim og bera út boðskapinn á Íslandi segir hún það ekki næst á dagskránni. „Nú vona ég að sigurinn í keppninni opni fyrir mér dyr og að ég fái að demba mér af fullum þunga inn í bransann hér úti,“ segir Thelma í lokin og á greinilega framtíðina fyrir sér í hinum stóra tískuheimi. Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég er auðvitað bara í skýjunum með þetta, enda ofboðslegur heiður fyrir mig og frábær stökkpallur,“ segir Thelma Björnsdóttir, nýkrýndur sigurvegari í franskri fatahönnuðakeppni sem tileinkuð er ungum hönnuðum þar í landi. Þar með skaut hún fjórtán öðrum keppendum ref fyrir rass og komin allnokkrum skrefum nær draumnum sínum. „Draumurinn hefur alltaf verið að fá að hanna föt á yfirstærðarmódel og sigurinn skilar mér á tískupallana með mína línu,“ útskýrir Thelma kát. Thelma hefur stundað nám í París frá árinu 2011 og lauk hún BA gráðu í fatahönnun frá Internationa Fashion Akademysem tveimur árum síðar.Í kjölfarið hlaut hún styrk til náms frá skólanum og kláraði framhaldsnámið sitt nýverið. „Línan mín var útskriftarverkefnið mitt þar sem ég stofnaði mitt eigið merki,“ útskýrir Thelma og heldur áfram: „Línan mín er innblásin af líkamsvirðingu og mig með henni langar mig að afnema þessa stimpla um eitthvað sem er annaðhvort „plus size“ eða “ „petit“.“Breyting í bransanum Hugmyndafræði Thelmu gegnur í grunninn út á að konur þurfi ekki að sætta sig við að ákveðin föt fáist aðeins í tiltekinni stærð. „Ég lagðist í rannsóknarvinnu og skoðaði áhrif þess að hafa ekki sömu möguleika í þessum efnum á konur, og kom bersýnilega í ljós að slíkt hefur gríðarleg áhrif á sjálfsmyndina,“ bendir Thelma á. Thelma segir tískubransann vera að breytast til betri vegar. „Ég finn fyrir ákveðinni vitundarvakningu í bransanum og svo virðist sem fólk sé að átta sig á að við komum öll í mismunandi formum. Það er ekki aðeins eitt form fyrir alla, heldur er fjölbreytileikanum fagnað í auknum mæli.“Heilluð af París Thelma kann býsna vel við sig í þessari hátískuborg og segist þrífast þar vel. Aðspurð um hvort hún ætli sér að koma heim og bera út boðskapinn á Íslandi segir hún það ekki næst á dagskránni. „Nú vona ég að sigurinn í keppninni opni fyrir mér dyr og að ég fái að demba mér af fullum þunga inn í bransann hér úti,“ segir Thelma í lokin og á greinilega framtíðina fyrir sér í hinum stóra tískuheimi.
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira