Einn virtasti dómari landsins segir gróflega vegið að starfsheiðri sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. mars 2015 07:00 Guðjón St. Magnússon héraðsdómari segir sérstakan saksóknara hafa vitað um ættartengsl Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, og Ólafs Ólafssonar, kennds við Samskip. VÍSIR/VALLI Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið. Aurum Holding málið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómara og dómsformann, og Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, greinir á um það hvort sá síðarnefndi hafi vitað um ættartengsl eins meðdómara í hinu svokallaða Aurum-máli. Guðjón segir rangt að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað um ættartengsl meðdómarans, en haft var eftir Ólafi Þór í fjölmiðlum eftir að sýknudómur var kveðinn upp í Aurum-málinu, að hann hefði ekki haft upplýsingar um ættartengsl Sverris Ólafssonar meðdómara og Ólafs Ólafssonar. Sverrir og Ólafur, gjarnan kenndur við Samskip, eru bræður. Þá sagði Ólafur Þór að hefði hann haft þær upplýsingar undir höndum hefði hann gert athugasemdir við skipan Sverris í dóminn. Sérstakur saksóknari áfrýjaði sýknudómi í Aurum-málinu nú á dögum til Hæstaréttar og krafðist ómerkingar vegna vanhæfis meðdómarans. „Ég hef nú þegar gert ríkissaksóknara grein fyrir því að þetta sé rangminni dómarans,” segði Ólafur Þór þegar hann var spurður að því hvort dómsformaðurinn væri að ljúga upp á sérstakan saksóknara. Í grein sem Guðjón skrifaði kemur fram að þann 12. mars í þinghaldi hafi hann tilkynnt hverjir tæku sæti sem meðdómarar í málinu við aðalmeðferð málsins. Daginn eftir hafi sérstakur saksóknari hringt í sig og greint frá tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. Símtalinu lauk með því að sérstakur saksóknari kvað ákæruvaldið ekki ætla að gera athugasemd við hæfi meðdómarans og var það ekki gert. Guðjón bætir við að með yfirlýsingu sérstaks saksóknara í fjölmiðlum hafi hann vegið gróflega að starfsheiðri sínum og það sem verra væri að heiðri og heilindum Sverris sem tók sæti í dóminum. Aðspurður út í símtal milli þeirra Ólafs og Guðjóns þar sem Guðjón segir Ólaf hafa greint sér frá ættartengslunum segist sérstakur saksóknari hafa verið að benda á allt önnur tengsl. „Ég talaði ekki um nein bræðratengsl, ég var að benda á að meðdómarinn hefði unnið fyrir skilanefnd Glitnis og Glitnir var kærandi í þessu máli. Einnig var skilanefnd Glitnis með bótakröfu sem tengdist sama máli,“ segir Ólafur Þór og bætir við að þessi atriði munu liggja fyrir í Hæstarétti á næstunni. Ómerkingarkrafa ríkissaksóknara verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 13. apríl næstkomandi og mun Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari fara með málið.
Aurum Holding málið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira