Á makrílnum skuluð þið þekkja þá Atli Hermannsson skrifar 18. mars 2015 07:00 Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir aðeins þremur árum varð makríll nokkuð óvænt að verðmætum nytjastofni hér við land. Við það skapaðist líka einstakt tækifæri til að innleiða ný og markaðsvænni aðferðir við úthlutun á veiðiheimildum. En tækifærið var ekki nýtt því félagar í vildarklúbbi LÍÚ á Alþingi komu í veg fyrir að það. Stórútgerðinni var því úthlutað 96% af heildarkvótanum og smábátaflotanum gert að sætta sig við 4%. Þessi skipting er ekki bara ósanngjörn og óréttlát, heldur lýsir hún líka alveg ótrúlegri ósvífni. Nægir að nefna að þegar makrílveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar áttu stóru skipin enn eftir að veiða 30 þúsund tonn. Og þegar stóru skipin hættu veiðum urðu sjö þúsund tonn eftir óveidd af þeirra heildarkvóta – eða nokkurn veginn sama magn og smábátaflotanum var úthlutað. Þá hefur stórútgerðin ekki aðeins úr þessum 96% af kvótanum að moða. Því á bak við landskvóta Grænlendinga stendur íslenska stórútgerðin. Því á síðustu árum hafa nokkrar af stærstu útgerðum landsins verið að koma sér fyrir á Grænlandi með því að flagga þangað eldri skipum eða stofna skúffufyrirtæki í einni eða annarri mynd. Megnið af grænlenska makrílkvótanum er því einnig veiddur af „íslenskum“ skipum. Þegar krókaveiðar smábáta voru stöðvaðar í fyrrasumar var hart gengið á Sigurð Inga sjávarútvegsráðherra að auka aflaheimildir þeirra – en honum var ekki haggað. Í viðtölum sagði ráðherra mikilvægt að vera ekki með einhverja hentistefnu sem skaðað gæti ásýnd kvótakerfisins út á við. Svo kölluð ásýnd (út á við) skipti því meira máli en vistvænar krókaveiðar sem skapað hefðu milljarða útflutningsverðmæti og 500 störf við veiðar og vinnslu víðs vegar um landið. Það hefur verið talað um afglöp af minna tilefni. Nú hefur Landssamband smábátaeigenda kynnt sjávarútvegsráðherra kröfu sína fyrir komandi vertíð. Landssambandið ítrekar að krókaveiðar á makríl eigi í eðli sínu að vera frjálsar. En til vara leggur sambandið til að smábátum verði úthlutað a.m.k. 12 þúsund tonnum eða rétt um 10% af væntanlegum heildarkvóta. Einhverjum kann að þykja það mikið. En þegar haft er í huga að smábátar í Noregi eru með 18% af heildarkvótanum, er ekki óeðlileg krafa að vildarklúbbur stórútgerðarinnar sjái aðeins að sér.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun