Mynd byggð á bók Yrsu verður „draugaþriller“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. mars 2015 08:00 Algjört draumaverkefni. Óskar Þór Axelsson leikstjóri segir það algjöran draum að fá að leikstýra kvikmynd byggðri á bók Yrsu. Yrsa Sigurðardóttir segist hafa brosað hringinn þegar hún las handritið sem Óskar gerði í samvinnu við Ottó Borg. Óskar Þór Axelsson, sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á myndinni Svartur á leik, mun leikstýra mynd sem unnin er upp úr sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út. „Ef ég ætti að lýsa myndinni þá myndi ég segja að hún verði draugaþriller,“ útskýrir leikstjórinn sem er farinn að huga að tökum. Myndin verður framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak kvikmynda. Í síðustu viku hlaut hún 90 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir Óskar styrkinn vera gríðarlega mikilvægan. „Við hefðum aldrei getað gert myndina ef það væri ekki fyrir þennan styrk. Vissulega er heilmikill áhugi að utan, ekki síst vegna vinsælda sögunnar. En þegar maður gerir svona mynd þarf maður alltaf ákveðna viðurkenningu frá heimamarkaðinum. Þetta er mikilvægt til að geta ýtt verkefninu af stað,“ útskýrir hann.Yrsa Sigurðardóttir brosir nú hringinn.Brosir nú hringinn Óskar segir mikla pressu fylgja því að gera handrit byggt á áður útgefinni sögu, eins og í þessari mynd. „Þetta er auðvitað öðruvísi en að gera frumsamið handrit. Þessu fylgir meiri pressa, því fólk sér fyrir sér karakterana þegar það les bókina. En að sama skapi er gott að hafa söguna til að styðjast við þegar maður skrifar handritið, sem hjálpar mikið til. Svo er yfirleitt beðið eftir kvikmyndum sem byggðar eru á svona vinsælum sögum með mikilli eftirvæntingu,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi verið afar sáttur við viðbrögð Yrsu, þegar hún las handritið. „Eftir að hafa kviðið því ógurlega að lesa kvikmyndahandritið að Ég man þig, brosi ég núna hringinn. Í stuttu máli þá er handritið sannkölluð meistarasmíð,“ segir Yrsa um handritið sem Óskar samdi ásamt Ottó Borg. „Sérstaklega þótti mér skemmtilegt sem höfundi sögunnar að sjá hvernig handritshöfundarnir tækla mikilvæg atriði sem koma til dæmis fram í hugsunum persónanna í frumtextanum,“ bætir Yrsa við.Tvær sögur fléttaðar saman „Þetta eru í raun tvær sögur sem fléttast saman í eina,“ segir Óskar um Ég man þig og bætir við: „Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga. Þær hafa ólíkan takt og það þarf að vanda vel til verka við að koma þeim til skila, hvorri á sinn hátt.“ Hann segir að þegar hann las söguna í fyrsta sinn hafi það aldrei vafist fyrir honum að hægt væri að gera sögunni góð skil á hvíta tjaldinu. „Þegar maður fer í svona verkefni er nauðsynlegt að lesa söguna nokkrum sinnum. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var aldrei vafi á að þetta yrði að kvikmynd. Við fyrsta lestur reynir maður bara að ná tilfinningunni í sögunni. Maður sér fyrir sér nokkrar senur hér og þar, hvað virkar í kvikmynd og hvað ekki,“ segir Óskar. Myndin verður fyrsta kvikmyndin byggð á sögu eftir Yrsu. „Það er auðvitað ákveðinn skandall að það sé ekki búið að mynda neina af sögum Yrsu. Þetta er algjört draumaverkefni.“Ég man þig eftir Yrsu var vinsæl hérlendis og erlendis.Líklegast tekið upp fyrir vestan Sögusvið bókar Yrsu er Ísafjörður og Hesteyri. Óskar segist nokkuð kunnugur aðstæðum á Vestfjörðum og að allar líkur séu á að tökur fari að mestu fram þar. „Sagan gerist að vetri til. Við þurfum að huga að ýmsu þegar kemur að tökum. Við erum ekki búin að fullgera planið yfir tökur. En við viljum algjörlega taka upp á Ísafirði og Hesteyri. Það ættu að verða einhverjar svaðilfarir þarna fyrir vestan.“ Ekki er búið að ráða í hlutverk í myndinni. Yrsa segist sjálf hlakka mikið til þess að sjá hvaða leikkonur verði í aðalhlutverkum. Hún segist vera hvað ánægðust með að Katrín og Líf haldi sessi sínum sem burðarpersónur sögunnar í þeim hluta sem gerist á Hesteyri og vísar þar til umræðunnar um skort á spennandi kvenhlutverkum í kvikmyndum. „Ég er mjög spennt að sjá hvaða leikkonur verða valdar í hlutverk þeirra, sem og auðvitað önnur hlutverk. Það gleður mig líka að myndin skuli verða íslensk í húð og hár. Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, ekki síst til að geta dáðst að fögru umhverfi Vestfjarða á hvíta tjaldinu,“ bætir hún við. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira
Óskar Þór Axelsson, sem er hvað þekktastur fyrir leikstjórn sína á myndinni Svartur á leik, mun leikstýra mynd sem unnin er upp úr sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, sem naut mikilla vinsælda hérlendis og erlendis þegar hún kom út. „Ef ég ætti að lýsa myndinni þá myndi ég segja að hún verði draugaþriller,“ útskýrir leikstjórinn sem er farinn að huga að tökum. Myndin verður framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og Zik Zak kvikmynda. Í síðustu viku hlaut hún 90 milljóna króna styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og segir Óskar styrkinn vera gríðarlega mikilvægan. „Við hefðum aldrei getað gert myndina ef það væri ekki fyrir þennan styrk. Vissulega er heilmikill áhugi að utan, ekki síst vegna vinsælda sögunnar. En þegar maður gerir svona mynd þarf maður alltaf ákveðna viðurkenningu frá heimamarkaðinum. Þetta er mikilvægt til að geta ýtt verkefninu af stað,“ útskýrir hann.Yrsa Sigurðardóttir brosir nú hringinn.Brosir nú hringinn Óskar segir mikla pressu fylgja því að gera handrit byggt á áður útgefinni sögu, eins og í þessari mynd. „Þetta er auðvitað öðruvísi en að gera frumsamið handrit. Þessu fylgir meiri pressa, því fólk sér fyrir sér karakterana þegar það les bókina. En að sama skapi er gott að hafa söguna til að styðjast við þegar maður skrifar handritið, sem hjálpar mikið til. Svo er yfirleitt beðið eftir kvikmyndum sem byggðar eru á svona vinsælum sögum með mikilli eftirvæntingu,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi verið afar sáttur við viðbrögð Yrsu, þegar hún las handritið. „Eftir að hafa kviðið því ógurlega að lesa kvikmyndahandritið að Ég man þig, brosi ég núna hringinn. Í stuttu máli þá er handritið sannkölluð meistarasmíð,“ segir Yrsa um handritið sem Óskar samdi ásamt Ottó Borg. „Sérstaklega þótti mér skemmtilegt sem höfundi sögunnar að sjá hvernig handritshöfundarnir tækla mikilvæg atriði sem koma til dæmis fram í hugsunum persónanna í frumtextanum,“ bætir Yrsa við.Tvær sögur fléttaðar saman „Þetta eru í raun tvær sögur sem fléttast saman í eina,“ segir Óskar um Ég man þig og bætir við: „Þessar sögur lúta ólíkum lögmálum. Önnur er alveg ekta draugasaga, en hin meiri sakamálasaga. Þær hafa ólíkan takt og það þarf að vanda vel til verka við að koma þeim til skila, hvorri á sinn hátt.“ Hann segir að þegar hann las söguna í fyrsta sinn hafi það aldrei vafist fyrir honum að hægt væri að gera sögunni góð skil á hvíta tjaldinu. „Þegar maður fer í svona verkefni er nauðsynlegt að lesa söguna nokkrum sinnum. Þegar ég las hana í fyrsta sinn var aldrei vafi á að þetta yrði að kvikmynd. Við fyrsta lestur reynir maður bara að ná tilfinningunni í sögunni. Maður sér fyrir sér nokkrar senur hér og þar, hvað virkar í kvikmynd og hvað ekki,“ segir Óskar. Myndin verður fyrsta kvikmyndin byggð á sögu eftir Yrsu. „Það er auðvitað ákveðinn skandall að það sé ekki búið að mynda neina af sögum Yrsu. Þetta er algjört draumaverkefni.“Ég man þig eftir Yrsu var vinsæl hérlendis og erlendis.Líklegast tekið upp fyrir vestan Sögusvið bókar Yrsu er Ísafjörður og Hesteyri. Óskar segist nokkuð kunnugur aðstæðum á Vestfjörðum og að allar líkur séu á að tökur fari að mestu fram þar. „Sagan gerist að vetri til. Við þurfum að huga að ýmsu þegar kemur að tökum. Við erum ekki búin að fullgera planið yfir tökur. En við viljum algjörlega taka upp á Ísafirði og Hesteyri. Það ættu að verða einhverjar svaðilfarir þarna fyrir vestan.“ Ekki er búið að ráða í hlutverk í myndinni. Yrsa segist sjálf hlakka mikið til þess að sjá hvaða leikkonur verði í aðalhlutverkum. Hún segist vera hvað ánægðust með að Katrín og Líf haldi sessi sínum sem burðarpersónur sögunnar í þeim hluta sem gerist á Hesteyri og vísar þar til umræðunnar um skort á spennandi kvenhlutverkum í kvikmyndum. „Ég er mjög spennt að sjá hvaða leikkonur verða valdar í hlutverk þeirra, sem og auðvitað önnur hlutverk. Það gleður mig líka að myndin skuli verða íslensk í húð og hár. Ég hlakka mikið til að sjá afraksturinn, ekki síst til að geta dáðst að fögru umhverfi Vestfjarða á hvíta tjaldinu,“ bætir hún við.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Sjá meira