Sporbaugur sorgarinnar Sigríður Jónsdóttir skrifar 16. mars 2015 10:30 Ólafía Hrönn og Eggert Þorleifsson sýna frábæran leik í Segulviði eftir Sigurð Pálsson í Kassa Þjóðleikhússins. Segulsvið eftir Sigurð Pálsson Sviðsetning: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Lýsing og myndbandshönnun: Halldór Örn Óskarsson og Magnús Arnar Sigurðarson Hljóðmynd: Úlfur Eldjárn og Kristján Sigmundur Einarsson Fimm tungl, fjórar götur og ung kona sem situr á dyraþrepi við Vatnsstíg í Reykjavík óviss um sína tilvist og tilverustig. Sigurður Pálsson sá þessa niðurbrotnu konu fyrst í draumi en ásýnd hennar neitaði að sleppa af honum takinu. Eina lausnin var að komast að því hver hún væri og hvernig hún endaði yfirgefin á þessari tilteknu götu í miðborginni. Eftir langa bið á þessu leikári hefur Þjóðleikhúsið loksins frumsýnt nýtt íslenskt leikrit frekar en leikgerð byggða á skáldsögu eða persónum úr bókum. Því ber að fagna og hrósa en spyrja má hvort það hefði ekki mátt vera fyrr? Segulsvið eftir Sigurð er krefjandi en einstaklega lýrískt leikverk, eins honum er einum lagið, sem kafar djúpt ofan í sálarrætur manneskjunnar, persónunnar sem er ekki viss um í hvaða leikriti hún er stödd. Hin týnda Unnur, bakhlið hins bráðkvadda eiginmanns sem hún syrgir enn, er leikin af Elmu Stefaníu Ágústsdóttur með nokkuð góðum árangri. Unnur ber með sér erfiða arfleið óhamingjusamra kvenna, skilgreindar út frá verkum hinna duglegu eiginmanna sinna, og heldur af stað í næturleiðangur til að finna sjálfa sig. Þrátt fyrir ágæta tilburði og nokkur virkilega falleg atriði þá er frammistaða hennar frekar eintóna, grafin ofan í sorg og skilningsleysi. Dramatísku augnablikunum nær hún vel en húmorinn vantar sem verður til þess að frammistaða hennar er eilítið blæbrigðalaus. Þær Lija Nótt og Svandís Dóra leika Nóttina og Rigninguna, verurnar tvær sem Unnur eltir og krefur svara. Báðar eiga þær fínan leik í krefjandi hlutverkum; Lilja Nótt stígur stundum inn á annað svið og gefur Nóttinni leyndardómsfulla áru en Svandís Dóra hefur reiðina sem miðpunkt hinnar misskildu Rigningar. Aftur á móti eru þær báðar svolítið mistækar og ná ekki að halda þessari góðu einbeitingu í gegnum alla sýninguna. Snorri er sömuleiðis flottur sem hinn fjarlægi Diddi sem er ekki viss um hvaða heimi hann tilheyri. En Ólafía Hrönn og Eggert gera sér lítið fyrir og stela senunni með algjörlega frábærum leik. Þau hafa gríðarlega sterk tök á texta Sigurðar sem dansar oft á þunnri línu milli gleði og harms. Samleikur þeirra er óeigingjarn en þau hika ekki við að krydda þungar senur með kómískum innskotum og kaldhæðni. Innkoma Ólafíu Hrannar í gervi spákonunnar er fyrsta flokks, algjör umbreyting frá hinni rúðustrikuðu Systu sem trúir því að geðheilsan sé byggð á dyggðum eins og sultugerð. Eggert er ekki síðri í hlutverki Gísla sem leitar að hugljómun af alfræðiorðabókum en á sér kannski aðrar og listrænni þrár. Allar sviðshreyfingar líða áfram líkt og í draumi þar sem ríkir innri regluheimur. Kristín Jóhannesdóttir er einstaklega hæfileikarík á þessu sviði og sviðsetning hennar á Segulsviði er frumleg, formföst og fagurfræðilega skýr. Sérstaklega áhrifamikil er síðasta sena Snorra þar sem Diddi fer á sitt langþráða flug og verður táknmynd hins hangandi manns, í algjörri sjálfheldu. Leikmyndin er í reyndum höndum Grétars Reynissonar og heppnast með eindæmum vel. Kassanum er skipt í tvennt, afmarkaður með gluggavegg og snúningshurð fyrir honum miðjum. Þessi gerilsneidda leikmynd öðlast síðan nýtt líf með metnaðarfullri ljósa- og myndskeiðahönnun Halldórs og Magnúsar. Einnig er tónlist Úlfs afskaplega vel heppnuð, hljómþýð en aldrei væmin. Búningar Þórunnar Maríu eru síðan rúsínan í pylsuendanum, þar ber helst að nefna frábæra búninga Rigningarinnar en á heildina ríma búningarnir virkilega vel við hinn súrrealíska tón Segulsviðs. Grátbroslegt og ljóðrænt verk sem snertir hjartastrengina og kitlar hláturtaugarnar, byggt á texta sem „fær merkingu á leiksviði“ eins og Sigurður skrifar í leikskránni.Niðurstaða: Glæsileg sýning byggð á sterkum leikrænum grunni en höktir örlítið með ójöfnum leik. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Segulsvið eftir Sigurð Pálsson Sviðsetning: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Elma Stefanía Ágústsdóttir, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Eggert Þorleifsson Leikmynd: Gretar Reynisson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Tónlist: Úlfur Eldjárn Lýsing og myndbandshönnun: Halldór Örn Óskarsson og Magnús Arnar Sigurðarson Hljóðmynd: Úlfur Eldjárn og Kristján Sigmundur Einarsson Fimm tungl, fjórar götur og ung kona sem situr á dyraþrepi við Vatnsstíg í Reykjavík óviss um sína tilvist og tilverustig. Sigurður Pálsson sá þessa niðurbrotnu konu fyrst í draumi en ásýnd hennar neitaði að sleppa af honum takinu. Eina lausnin var að komast að því hver hún væri og hvernig hún endaði yfirgefin á þessari tilteknu götu í miðborginni. Eftir langa bið á þessu leikári hefur Þjóðleikhúsið loksins frumsýnt nýtt íslenskt leikrit frekar en leikgerð byggða á skáldsögu eða persónum úr bókum. Því ber að fagna og hrósa en spyrja má hvort það hefði ekki mátt vera fyrr? Segulsvið eftir Sigurð er krefjandi en einstaklega lýrískt leikverk, eins honum er einum lagið, sem kafar djúpt ofan í sálarrætur manneskjunnar, persónunnar sem er ekki viss um í hvaða leikriti hún er stödd. Hin týnda Unnur, bakhlið hins bráðkvadda eiginmanns sem hún syrgir enn, er leikin af Elmu Stefaníu Ágústsdóttur með nokkuð góðum árangri. Unnur ber með sér erfiða arfleið óhamingjusamra kvenna, skilgreindar út frá verkum hinna duglegu eiginmanna sinna, og heldur af stað í næturleiðangur til að finna sjálfa sig. Þrátt fyrir ágæta tilburði og nokkur virkilega falleg atriði þá er frammistaða hennar frekar eintóna, grafin ofan í sorg og skilningsleysi. Dramatísku augnablikunum nær hún vel en húmorinn vantar sem verður til þess að frammistaða hennar er eilítið blæbrigðalaus. Þær Lija Nótt og Svandís Dóra leika Nóttina og Rigninguna, verurnar tvær sem Unnur eltir og krefur svara. Báðar eiga þær fínan leik í krefjandi hlutverkum; Lilja Nótt stígur stundum inn á annað svið og gefur Nóttinni leyndardómsfulla áru en Svandís Dóra hefur reiðina sem miðpunkt hinnar misskildu Rigningar. Aftur á móti eru þær báðar svolítið mistækar og ná ekki að halda þessari góðu einbeitingu í gegnum alla sýninguna. Snorri er sömuleiðis flottur sem hinn fjarlægi Diddi sem er ekki viss um hvaða heimi hann tilheyri. En Ólafía Hrönn og Eggert gera sér lítið fyrir og stela senunni með algjörlega frábærum leik. Þau hafa gríðarlega sterk tök á texta Sigurðar sem dansar oft á þunnri línu milli gleði og harms. Samleikur þeirra er óeigingjarn en þau hika ekki við að krydda þungar senur með kómískum innskotum og kaldhæðni. Innkoma Ólafíu Hrannar í gervi spákonunnar er fyrsta flokks, algjör umbreyting frá hinni rúðustrikuðu Systu sem trúir því að geðheilsan sé byggð á dyggðum eins og sultugerð. Eggert er ekki síðri í hlutverki Gísla sem leitar að hugljómun af alfræðiorðabókum en á sér kannski aðrar og listrænni þrár. Allar sviðshreyfingar líða áfram líkt og í draumi þar sem ríkir innri regluheimur. Kristín Jóhannesdóttir er einstaklega hæfileikarík á þessu sviði og sviðsetning hennar á Segulsviði er frumleg, formföst og fagurfræðilega skýr. Sérstaklega áhrifamikil er síðasta sena Snorra þar sem Diddi fer á sitt langþráða flug og verður táknmynd hins hangandi manns, í algjörri sjálfheldu. Leikmyndin er í reyndum höndum Grétars Reynissonar og heppnast með eindæmum vel. Kassanum er skipt í tvennt, afmarkaður með gluggavegg og snúningshurð fyrir honum miðjum. Þessi gerilsneidda leikmynd öðlast síðan nýtt líf með metnaðarfullri ljósa- og myndskeiðahönnun Halldórs og Magnúsar. Einnig er tónlist Úlfs afskaplega vel heppnuð, hljómþýð en aldrei væmin. Búningar Þórunnar Maríu eru síðan rúsínan í pylsuendanum, þar ber helst að nefna frábæra búninga Rigningarinnar en á heildina ríma búningarnir virkilega vel við hinn súrrealíska tón Segulsviðs. Grátbroslegt og ljóðrænt verk sem snertir hjartastrengina og kitlar hláturtaugarnar, byggt á texta sem „fær merkingu á leiksviði“ eins og Sigurður skrifar í leikskránni.Niðurstaða: Glæsileg sýning byggð á sterkum leikrænum grunni en höktir örlítið með ójöfnum leik.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira