Innlent

Nennir ekki freka karlinum: Býður sig ekki fram til forseta

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jón Gnarr skýrir ákvörðun sína í Fréttablaðinu í dag þar sem hann skrifar sinn vikulega pistil.
Jón Gnarr skýrir ákvörðun sína í Fréttablaðinu í dag þar sem hann skrifar sinn vikulega pistil. Vísir/Ernir
Jón Gnarr ætlar ekki að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands á næsta ári. Hann lýsir þessu í vikulegum pistli sínum Mín Skoðun, sem hann skrifar í Fréttablaðið í dag

Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun, þar sem honum ói við þeirri tilhugsun að verða hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltur sem íslensk stjórnmálamenning sé og hann nenni ekki að standa aftur andspænis freka karlinum.

Sjá einnig: Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

„Mér leiðist tilætlunarsemi, frekja og dónaskapur. Ég reyni að forðast fólk sem finnst það eðlilegur hluti af daglegum samskiptum,“ skrifar borgarstjórinn fyrrverandi. „Mér óar við þeirri tilhugsun að verða á þennan hátt hluti af þeim ömurlega og hallærislega kúltúr sem er Íslensk stjórnmálamenning.“

Jón segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á það. „Ég get bara ekki boðið sjálfum mér og konunni minni uppá þetta. Ég get ekki boðið stráknum mínum uppá þetta,“ skrifar hann en þakkar fyrir þá vinsemd og virðingu sem honum hefur verið sýnd.

Í pistlinum útilokar hann þó ekki að bjóða sig fram seinna. 


Tengdar fréttir

Jón forseti

Árið 1982 var ég á Núpi í Dýrafirði. Á neðstu hæðinni á Vistinni var herbergi sem var kallað Smókurinn þar sem við máttum reykja. Okkur var bannað að reykja inni á herbergjunum þannig að allir komu saman í Smóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×