Ávinningur hönnunar Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 11. mars 2015 10:00 Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér heim þar sem þú skildir alltaf bréfin frá skattinum, þyrftir ekki fara á fjölda staða til að safna upplýsingum fyrir greiðslumatið, þyrftir ekki að vera með samviskubit þegar þú notar heilbrigðiskerfið og ekki að hafa áhyggjur af ferðaþjónustu fatlaðra. Allt eru þetta vandamál sem leysa mætti með aðferðafræði hönnunar því hönnun afmarkast ekki við eina vöru, einn stól eða eina flík. Framsækin fyrirtæki og stjórnvöld eru í auknum mæli farin að nýta sér hugmyndafræði hönnunar – þar sem leidd eru saman þverfagleg teymi til stefnumótunar, vöruþróunar og lausna vandamála. Skotland er eitt margra landa sem þekkja mátt þessarar hugmyndafræði en þar stendur nú yfir verkefni þar sem hið breska „Design council“ vinnur með stjórnvöldum að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari og notendamiðaðri. Hönnuðir vinna með opinberum starfsmönnum að því að skilgreina þjónustuna út frá fólkinu sjálfu, notendunum, með því að setja sig í spor þeirra og læra þannig að hugsa þjónustuna út frá þeim – en ekki stofnuninni. Fyrir utan að lækka kostnað og auka starfsánægju, þá ýtir þessi aðferð undir valddreifingu og gegnumgangandi lausnamiðaða hugsun. En fjárhagslega hliðin skiptir ekki síður máli. Samkvæmt rannsókn „Design council“ á markvissu samstarfi hönnuða, fyrirtækja og stjórnsýslu skilaði hvert pund, sem fyrirtæki vörðu í hönnun, 20 pundum í auknar tekjur, fjórum pundum í aukinn hagnað og fimm punda aukningu útflutningstekna. Í opinbera geiranum skilaði hvert pund skilvirkari rekstri um sex pund, sem er gríðarlegt hagræði fyrir stjórnsýsluna. Þessar tölur sanna það að aðferðir hönnunar mætti nýta enn frekar til þess að skila betri rekstri, þjónustu og hagræðingu. Hönnun tengir saman ólíkar hugmyndir, aðferðir og stefnur og nær að láta þær skila betri árangri sameiginlega en hver í sínu lagi. Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi ættu að vera opin fyrir því að nýta sér þessa aðferðafræði en einhver hafa nú þegar innleitt slík verkefni. Hönnun er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi og er gróflega áætlað að greinin velti um 20 milljörðum á ári. Samt sem áður er íslenski hönnunargeirinn aðeins að slíta barnskónum og mun umfang greinarinnar án efa aukast töluvert á næstu árum. HönnunarMars er nú haldinn í sjöunda sinn og er hægt að sækja nær 100 viðburði sem tengjast hönnun á næstu dögum. Ég hvet alla til þess að kynnast þessum fjölbreyttu verkefnum og hugmyndum – sem auðga og bæta samfélag okkar til muna.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar