Erum við enn að leita að þér? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2015 08:00 Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar íslenskar stúlkur byrja að sofa hjá eru þær yngri en annars staðar á Norðurlöndum. Íslenskar konur eru þess vegna í aukinni áhættu að smitast fyrr af kynsjúkdómum. HPV-veiran smitast með kynmökum og er aðalorsök leghálskrabbameins sem á heimsvísu er þriðja algengasta dánarorsök af völdum krabbameins hjá konum.Vinkonan sem kom ekki Kona sem ég hitti um daginn sagði mér að hún hefði greinst fyrir þrjátíu árum með leghálskrabbamein eftir að hafa komið í hópleit. Hún var ekki orðin þrítug og móðir ungra barna. Hún sagðist heppin að hafa mætt reglulega í leit því krabbameinið uppgötvaðist á byrjunarstigi, á meðan það var enn læknanlegt. Hún veit af eigin raun hve mikilvægt er að mæta reglulega í krabbameinsleit því náin vinkona hennar sem greindist einnig með leghálskrabbamein sama ár hafði ekki mætt í boðaða leit. Sú var ekki jafn heppin. Hér á landi er konum á aldrinum 23 til 65 ára boðið að mæta á þriggja ára fresti í leghálskrabbameinsleit en samt sem áður eru alltof margar konur sem koma of sjaldan eða aldrei.Konurnar sem leitað var að Einungis tvær af hverjum tíu konum sem fá sitt fyrsta boð um að koma í hópleit að leghálskrabbameini panta tíma innan hálfs árs. Og um helmingur kemur ekki reglulega þrátt fyrir að fá boð en til að leitin skili árangri þarf að taka leghálsstrok á þriggja ára fresti. Í árvekniátaki Bleiku slaufunnar í október síðastliðnum stóð Krabbameinsfélagið fyrir herferðinni „Erum við að leita að þér?“ Á meðan á átakinu stóð varð mikil vakning hjá þjóðinni um mikilvægi þess að konur þiggi boð um að mæta í leit. Feður hringdu og fengu tíma fyrir dætur sínar í leghálskrabbameinsleit. Mæður og ömmur komu í samfylgd dætra eða barnabarna. Skoðanadögum var fjölgað til að anna eftirspurn og símaþjónusta aukin. Alls komu 65% fleiri konur á aldrinum 23 til 39 ára í leghálskrabbameinsleit á Leitarstöðina í Reykjavík í október heldur en í september. Til samanburðar varð engin marktæk aukning á mætingu í október miðað við september árið áður (2013). Átakið núna skilaði þannig góðum árangri.Lúmskur sjúkdómur Dánartíðni vegna leghálskrabbameins hefur lækkað um 90% frá því að leit hófst á vegum Krabbameinsfélagsins fyrir hálfri öld. Þessi árangur jafngildir að um 600 konum hafi verið bjargað frá ótímabærum dauða. En þó svo að konum sem látast úr leghálskrabbameini hafi fækkað umtalsvert mun sjúkdómurinn ekki hverfa úr samfélaginu á næstu árum. Þvert á móti hafa ungar konur verið að greinast með lengra gengið leghálskrabbamein sem erfiðara er að lækna. Það sem er mikilvægt að átta sig á er að sjúkdómurinn er lúmskur því hann er oftast einkennalaus á byrjunarstigum þegar meiri líkur eru á lækningu.Leitin heldur áfram Krabbameinsfélagið hvetur konur til að nýta sér þessa mikilvægu heilsuvernd sem leitarstarfið er. Leitin að konunum í október bar sannarlega árangur en leitin heldur áfram. Til að ná enn betri árangri þurfa konur á boðunaraldri að mæta reglulega. Og höfum í huga að það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að jafnöflugu leitarstarfi og rekið er á Íslandi. Það eru forréttindi. Getur nokkuð verið að við séum enn að leita að þér?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun