Krónan, höftin og evran Gauti Kristmannsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Gauti Kristmannsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá?
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun