Öll börn eiga skilið tækifæri sigga dögg skrifar 6. mars 2015 11:30 Steinunn Jakobsdóttir Vísir/Villi Steinunn Jakobsdóttir berst fyrir bættum heimi barna. Hún hefur sterka réttlætiskennd og segir mikilvægt að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Hún hefur haft sterkar skoðanir frá unga aldri og kemur þeim vel frá sér svo ekki er hægt annað en að sperra eyrun og loka munninum. Það er auðvelt að heillast af henni og jánka er hún potar í íslensk forréttindi sem við eigum til að gleyma en birtast okkur greinilega þegar við förum út fyrir landsteinana.Berst fyrir betri heimi Steinunn segist alltaf hafa verið pólitísk þótt stefnan sé ekki tekin á að gera Alþingi að starfsvettvangi. Hún hefur lengi skrifað greinar um ýmis pólitísk og velferðarmálefni og hafa þær birst í Grapevine og Kjarnanum. Hún er með gráðu í heimspeki og stjórnmálafræði auk meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD-háskólanum í Dyflinni á Írlandi. Það var meistararannsókn hennar sem beindi henni inn á starfsbrautina sem hún er á í dag og segist hún þar hafa fundið sitt markmið í lífinu: að standa vörð um velferð barna. Hún flutti heim til Íslands rétt fyrir jól. Hún segir huginn hafa leitað heim og hún hafi saknað vina og fjölskyldu. Þegar henni bauðst atvinnutilboð frá Unicef þá var hún ekki lengi að pakka ofan í bakpokann og koma heim í myrkasta skammdegið. „Það er svolítið erfitt að aðlagast því að vera komin aftur heim. Ég sakna hluta eins og umferðarinnar og látanna í borginni, eitthvað sem truflaði mig í fyrstu er nú það sem ég sakna hvað mest“. Það þarf varla að tíunda menningar- og veðurfarsmismuninn á þessum tveimur löndum, en Steinunn segist leyfa sér að fara svolítið eftir því sem vindurinn feykir henni.Hér er Steinunn á siglingu eftir Mekong ánniVísir/EinkasafnFerðalög eru lífsstíll Steinunn veit fátt betra en að skella bakpokanum á sig og halda út í heim. Hún segir ferðalög vera sitt helsta áhugamál og frekar en að eyða peningum í nýjar flíkur eða snyrtivörur þá sé hún að safna fyrir næstu ferð. Foreldrar hennar ólu hana og bróður hennar upp við ferðalög, bæði um hálendi Íslands og um engi Evrópu. Þau voru alltaf á ferðinni og er það veganesti sem Steinunni þykir vænt um og sér fyrir sér svipaða framtíð fyrir sína fjölskyldu. Slíkar áætlanir séu þó enn bara á teikniborðinu, enda eiga börn heimsins hug og hjarta Steinunnar um þessar mundir. Þegar hún er innt eftir því hvort hana langi ekki til að „bjarga“ börnunum sem hún berst fyrir þá er hún fljót að minna á að mikilvægara sé að vinna að langtímalausnum í samfélaginu til þess að börn geti alist upp í sinni menningu. „Það er mikilvægara að styrkja fjölskyldu og heimaland viðkomandi barna, þótt þau séu ofsalega sæt og krúttleg. Þannig er „Angelinu Jolie“-viðhorfið skiljanlegt en það er engin langtímalausn sem felst í því,“ bendir Steinunn á.Steinunn sprellar í vinnunni á International Children's DayVísir/EinkasafnKambódía heillaði hjartað Steinunn bjó í Kambódíu í tæp fimm ár. Hún hafði ferðast þangað er hún var í meistaranáminu og féll gjörsamlega fyrir landi og þjóð. „Ég ætlaði að taka þennan týpíska Suðaustur-Asíuhring en svo þegar ég kom til Kambódíu þá var svo margt að sjá að ég fór ekki neitt annað og var bara þar.“ Þegar henni var svo boðið starf hjá hjálparsamtökunum Friends-International sem fjáröflunarstjóri, þá var hún ekki lengi að þiggja það og flytja frá kuldanum á Írlandi yfir í sólina í Kambódíu. „Kambódíumenn eru svo gefandi fólk, þeir eru jákvæðir og vilja alltaf deila með manni sögunni sinni.“ Steinunn segir kaótíska umferð hafa truflað sig í fyrstu en það varð svo það sem heillaði hana og varð að kunnuglegri bakgrunnstónlist stórborgarinnar sem hún bjó í, Phnom Penh. Steinunn eignaðist marga góða vini er hún bjó þar og segir að landið muni alltaf toga í sig aftur. Hún náði aðeins tökum á tungumálinu og er nokkuð sleip í að panta sér mat á veitingastöðum enda breytist tíminn með einkakennaranum hennar úr tungumálakennslu yfir í matreiðslutíma. Hún segist því vera nokkuð góð í að gera vorrúllur en sé ekki nógu sleip í tungumálinu til að eiga í málefnalegu spjalli við heimamenn á þeirra tungumáli. „Hins vegar tala Kambódíumenn flestir fína ensku svo það kom ekki að sök í samræðum almennt,“ bætir Steinunn við.Viðtal við tvo listamenn í undirbúningi fyrir opnun The Cambodia Mask Project sýningarinnar. Steinunn setti upp listasýningu með 40 kambódískum og erlendum listamönnum í Phnom Penh árið 2012. Þetta var sýning til styrktar kambódískum listamönnum, en þar er litla sem enga styrki að fá til listsköpunar en gífurlega mikið af hæfileikum.Vísir/EinkasafnÁbyrg ferðamennska Steinunn vill hvetja fólk til að kynna sér ábyrga ferðamennsku og frekar en að gefa betlandi börnum nokkra dollara eða tyggjópakka, að styrkja samtök sem vinna að langtímamarkmiði sem gagnast samfélaginu í heild sinni. Þannig megi þeir, sem vilja fara sem sjálfboðaliðar og vinna með börnum, frekar skoða að vinna með heimamönnum og veita þeim færni sem svo hjálpar börnunum. Það getur verið erfitt fyrir börn að mynda tengsl við nýja manneskju á þriggja vikna fresti og því er gott fyrir fólk sem vill vera sjálfboðaliðar að skoða vel í hverju starfið felst. „Sjálfboðaliðar ættu frekar að vinna í því að auka færni heimamanna með sinni þekkingu en ekki koma bara til að vera inni í lífi barna í stuttan tíma sem tengjast þeim og fara svo, það er mjög erfitt fyrir börnin að reyna alltaf að treysta og mynda tengsl við einhvern nýjan á nokkurra vikna fresti.“ Steinunn segir borgina breytast hratt með auknum straumi ferðamanna. „Túrisminn hefur sprungið í Kambódíu og allt í einu eru munaðarleysingjaheimili orðin stoppistaður fyrir ferðamenn sem gefa nammi, peninga og leikföng og á fáum árum hefur munaðarleysingjahælum fjölgað um 65% til að svara þessari eftirspurn.“ Þá dreifa krakkar gjarnan miðum til ferðamanna þar sem þeir eru hvattir til að heimsækja þessi „heimili“ og sjá krakka dansa og syngja. Steinunn bendir á að flestir ferðamenn séu velviljaðir en þetta sé orðinn gróðavegur sem fær börn til að skrópa í skólum og betla og brýtur þeirra grundvallarmannréttindi til friðhelgi og einkalífs. Foreldrar senda stundum börn sín á slík heimili í þeirri veiku von að þeirra bíði betra líf og tækifæri til menntunar. Staðreyndin er hins vegar önnur, sér í lagi þegar börn eru orðnir skemmtikraftar fyrir ferðamenn en ekki að læra hluti sem gagnast þeim í framtíðinni, því leikfangabíll eða karamella dugar skammt. Steinunn bendir á að munaðarleysingjaheimili sé neyðarúrræði fyrir börn og ekki langtímalausn heldur eigi markmiðið alltaf að vera að koma börnunum í fjölskylduumhverfi. Það sé markmið Friends-samtakanna sem hún vann fyrir, en þar reyndu þau að sameina börn við fjölskyldur sínar eða fósturfjölskyldur en einnig að aðstoða börn og unglinga til að komast í nám. „Í Kambódíu er í raun ætlast til þess að börn sjái fyrir foreldrum sínum og eru börn allt niður í fjórtán ára, stundum jafnvel yngri, send til stórborganna til að vinna. Börnin eru gjarnan ráðin í verkefni sem eru hættuleg og illa launuð.“ Steinunn bendir á að ýmsar hættur leynist í stórborgum og því sé mikilvægt að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Leiðin til að styrkja samfélagið er að hvetja börn til menntunar og styðja foreldra í að skapa tekjur til þess að geta séð fyrir börnunum sínum, til dæmis með því að opna lítið fyrirtæki eða læra iðn sem nýtist til atvinnusköpunar.Konurnar í vinnunni sameinast í myndatöku á Alþjóðlegum baráttudegi kvennaVísir/EinkasafnHvað getur þú gert? Hjálparleysi og vanmáttur getur verið fylgikvilli hjálparstarfs þegar eitt skref er stigið áfram bara til að renna tvö skref til baka líkt og þegar stjórnvöld bregðast skyldum sínum með skammtímalausnum. Nú eða bara ef þú fylgist með fréttum, þá getur verið erfitt að hafa trú á heiminum og fólkinu í honum. Steinunn nefnir sem dæmi þegar: „Obama kom í heimsókn til höfuðborgar Kambódíu, Phnom Pehn, þá var borgin þrifin og heimilislaust fólk sett í rútur og flutt burt. Allt átti að vera svo flott og fínt fyrir heimsóknina en brottflutningur fólksins leysti engan vanda og sýndi ekki raunverulegt ástand borgarbúa.“ Steinunn leggur mikla áherslu á að allir geti lagt sitt af mörkum en ekki þurfi allir að fljúga yfir hálfan hnöttinn til að gefa ríkulega af sér. „Þú getur stutt ýmis samtök með því einu að nota snjallsímann þinn eða sækja ýmsa fjáröflunarviðburði sem hjálparsamtök standa fyrir.“ Þeir sem svo ætla sér að heimsækja Kambódíu eru hvattir til að kynna sér ábyrga ferðamennsku áður en lagt er af stað. Þú getur bætt heiminn því margt smátt gerir eitt stórt. Alþingi Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Steinunn Jakobsdóttir berst fyrir bættum heimi barna. Hún hefur sterka réttlætiskennd og segir mikilvægt að berjast fyrir þeim sem minna mega sín. Hún hefur haft sterkar skoðanir frá unga aldri og kemur þeim vel frá sér svo ekki er hægt annað en að sperra eyrun og loka munninum. Það er auðvelt að heillast af henni og jánka er hún potar í íslensk forréttindi sem við eigum til að gleyma en birtast okkur greinilega þegar við förum út fyrir landsteinana.Berst fyrir betri heimi Steinunn segist alltaf hafa verið pólitísk þótt stefnan sé ekki tekin á að gera Alþingi að starfsvettvangi. Hún hefur lengi skrifað greinar um ýmis pólitísk og velferðarmálefni og hafa þær birst í Grapevine og Kjarnanum. Hún er með gráðu í heimspeki og stjórnmálafræði auk meistaragráðu í þróunarfræði frá UCD-háskólanum í Dyflinni á Írlandi. Það var meistararannsókn hennar sem beindi henni inn á starfsbrautina sem hún er á í dag og segist hún þar hafa fundið sitt markmið í lífinu: að standa vörð um velferð barna. Hún flutti heim til Íslands rétt fyrir jól. Hún segir huginn hafa leitað heim og hún hafi saknað vina og fjölskyldu. Þegar henni bauðst atvinnutilboð frá Unicef þá var hún ekki lengi að pakka ofan í bakpokann og koma heim í myrkasta skammdegið. „Það er svolítið erfitt að aðlagast því að vera komin aftur heim. Ég sakna hluta eins og umferðarinnar og látanna í borginni, eitthvað sem truflaði mig í fyrstu er nú það sem ég sakna hvað mest“. Það þarf varla að tíunda menningar- og veðurfarsmismuninn á þessum tveimur löndum, en Steinunn segist leyfa sér að fara svolítið eftir því sem vindurinn feykir henni.Hér er Steinunn á siglingu eftir Mekong ánniVísir/EinkasafnFerðalög eru lífsstíll Steinunn veit fátt betra en að skella bakpokanum á sig og halda út í heim. Hún segir ferðalög vera sitt helsta áhugamál og frekar en að eyða peningum í nýjar flíkur eða snyrtivörur þá sé hún að safna fyrir næstu ferð. Foreldrar hennar ólu hana og bróður hennar upp við ferðalög, bæði um hálendi Íslands og um engi Evrópu. Þau voru alltaf á ferðinni og er það veganesti sem Steinunni þykir vænt um og sér fyrir sér svipaða framtíð fyrir sína fjölskyldu. Slíkar áætlanir séu þó enn bara á teikniborðinu, enda eiga börn heimsins hug og hjarta Steinunnar um þessar mundir. Þegar hún er innt eftir því hvort hana langi ekki til að „bjarga“ börnunum sem hún berst fyrir þá er hún fljót að minna á að mikilvægara sé að vinna að langtímalausnum í samfélaginu til þess að börn geti alist upp í sinni menningu. „Það er mikilvægara að styrkja fjölskyldu og heimaland viðkomandi barna, þótt þau séu ofsalega sæt og krúttleg. Þannig er „Angelinu Jolie“-viðhorfið skiljanlegt en það er engin langtímalausn sem felst í því,“ bendir Steinunn á.Steinunn sprellar í vinnunni á International Children's DayVísir/EinkasafnKambódía heillaði hjartað Steinunn bjó í Kambódíu í tæp fimm ár. Hún hafði ferðast þangað er hún var í meistaranáminu og féll gjörsamlega fyrir landi og þjóð. „Ég ætlaði að taka þennan týpíska Suðaustur-Asíuhring en svo þegar ég kom til Kambódíu þá var svo margt að sjá að ég fór ekki neitt annað og var bara þar.“ Þegar henni var svo boðið starf hjá hjálparsamtökunum Friends-International sem fjáröflunarstjóri, þá var hún ekki lengi að þiggja það og flytja frá kuldanum á Írlandi yfir í sólina í Kambódíu. „Kambódíumenn eru svo gefandi fólk, þeir eru jákvæðir og vilja alltaf deila með manni sögunni sinni.“ Steinunn segir kaótíska umferð hafa truflað sig í fyrstu en það varð svo það sem heillaði hana og varð að kunnuglegri bakgrunnstónlist stórborgarinnar sem hún bjó í, Phnom Penh. Steinunn eignaðist marga góða vini er hún bjó þar og segir að landið muni alltaf toga í sig aftur. Hún náði aðeins tökum á tungumálinu og er nokkuð sleip í að panta sér mat á veitingastöðum enda breytist tíminn með einkakennaranum hennar úr tungumálakennslu yfir í matreiðslutíma. Hún segist því vera nokkuð góð í að gera vorrúllur en sé ekki nógu sleip í tungumálinu til að eiga í málefnalegu spjalli við heimamenn á þeirra tungumáli. „Hins vegar tala Kambódíumenn flestir fína ensku svo það kom ekki að sök í samræðum almennt,“ bætir Steinunn við.Viðtal við tvo listamenn í undirbúningi fyrir opnun The Cambodia Mask Project sýningarinnar. Steinunn setti upp listasýningu með 40 kambódískum og erlendum listamönnum í Phnom Penh árið 2012. Þetta var sýning til styrktar kambódískum listamönnum, en þar er litla sem enga styrki að fá til listsköpunar en gífurlega mikið af hæfileikum.Vísir/EinkasafnÁbyrg ferðamennska Steinunn vill hvetja fólk til að kynna sér ábyrga ferðamennsku og frekar en að gefa betlandi börnum nokkra dollara eða tyggjópakka, að styrkja samtök sem vinna að langtímamarkmiði sem gagnast samfélaginu í heild sinni. Þannig megi þeir, sem vilja fara sem sjálfboðaliðar og vinna með börnum, frekar skoða að vinna með heimamönnum og veita þeim færni sem svo hjálpar börnunum. Það getur verið erfitt fyrir börn að mynda tengsl við nýja manneskju á þriggja vikna fresti og því er gott fyrir fólk sem vill vera sjálfboðaliðar að skoða vel í hverju starfið felst. „Sjálfboðaliðar ættu frekar að vinna í því að auka færni heimamanna með sinni þekkingu en ekki koma bara til að vera inni í lífi barna í stuttan tíma sem tengjast þeim og fara svo, það er mjög erfitt fyrir börnin að reyna alltaf að treysta og mynda tengsl við einhvern nýjan á nokkurra vikna fresti.“ Steinunn segir borgina breytast hratt með auknum straumi ferðamanna. „Túrisminn hefur sprungið í Kambódíu og allt í einu eru munaðarleysingjaheimili orðin stoppistaður fyrir ferðamenn sem gefa nammi, peninga og leikföng og á fáum árum hefur munaðarleysingjahælum fjölgað um 65% til að svara þessari eftirspurn.“ Þá dreifa krakkar gjarnan miðum til ferðamanna þar sem þeir eru hvattir til að heimsækja þessi „heimili“ og sjá krakka dansa og syngja. Steinunn bendir á að flestir ferðamenn séu velviljaðir en þetta sé orðinn gróðavegur sem fær börn til að skrópa í skólum og betla og brýtur þeirra grundvallarmannréttindi til friðhelgi og einkalífs. Foreldrar senda stundum börn sín á slík heimili í þeirri veiku von að þeirra bíði betra líf og tækifæri til menntunar. Staðreyndin er hins vegar önnur, sér í lagi þegar börn eru orðnir skemmtikraftar fyrir ferðamenn en ekki að læra hluti sem gagnast þeim í framtíðinni, því leikfangabíll eða karamella dugar skammt. Steinunn bendir á að munaðarleysingjaheimili sé neyðarúrræði fyrir börn og ekki langtímalausn heldur eigi markmiðið alltaf að vera að koma börnunum í fjölskylduumhverfi. Það sé markmið Friends-samtakanna sem hún vann fyrir, en þar reyndu þau að sameina börn við fjölskyldur sínar eða fósturfjölskyldur en einnig að aðstoða börn og unglinga til að komast í nám. „Í Kambódíu er í raun ætlast til þess að börn sjái fyrir foreldrum sínum og eru börn allt niður í fjórtán ára, stundum jafnvel yngri, send til stórborganna til að vinna. Börnin eru gjarnan ráðin í verkefni sem eru hættuleg og illa launuð.“ Steinunn bendir á að ýmsar hættur leynist í stórborgum og því sé mikilvægt að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Leiðin til að styrkja samfélagið er að hvetja börn til menntunar og styðja foreldra í að skapa tekjur til þess að geta séð fyrir börnunum sínum, til dæmis með því að opna lítið fyrirtæki eða læra iðn sem nýtist til atvinnusköpunar.Konurnar í vinnunni sameinast í myndatöku á Alþjóðlegum baráttudegi kvennaVísir/EinkasafnHvað getur þú gert? Hjálparleysi og vanmáttur getur verið fylgikvilli hjálparstarfs þegar eitt skref er stigið áfram bara til að renna tvö skref til baka líkt og þegar stjórnvöld bregðast skyldum sínum með skammtímalausnum. Nú eða bara ef þú fylgist með fréttum, þá getur verið erfitt að hafa trú á heiminum og fólkinu í honum. Steinunn nefnir sem dæmi þegar: „Obama kom í heimsókn til höfuðborgar Kambódíu, Phnom Pehn, þá var borgin þrifin og heimilislaust fólk sett í rútur og flutt burt. Allt átti að vera svo flott og fínt fyrir heimsóknina en brottflutningur fólksins leysti engan vanda og sýndi ekki raunverulegt ástand borgarbúa.“ Steinunn leggur mikla áherslu á að allir geti lagt sitt af mörkum en ekki þurfi allir að fljúga yfir hálfan hnöttinn til að gefa ríkulega af sér. „Þú getur stutt ýmis samtök með því einu að nota snjallsímann þinn eða sækja ýmsa fjáröflunarviðburði sem hjálparsamtök standa fyrir.“ Þeir sem svo ætla sér að heimsækja Kambódíu eru hvattir til að kynna sér ábyrga ferðamennsku áður en lagt er af stað. Þú getur bætt heiminn því margt smátt gerir eitt stórt.
Alþingi Lífið Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira