Suarez snýr aftur til Englands Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2015 06:30 Suarez vill örugglega þagga niður í áhorfendum í Manchester í kvöld. fréttablaðið/getty Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld er tveir leikir fara fram. Man. City tekur á móti Barcelona á meðan Dortmund sækir Juventus heim. Þetta eru fyrri leikir liðanna. Luis Suarez, framherji Barcelona, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik á Englandi síðan hann var seldur til Barca frá Liverpool. Wilfried Bony gæti síðan spilað sinn fyrsta leik fyrir Man. City. Barcelona sló Man. City út á nákvæmlega sama stað í keppninni á síðustu leiktíð. Barca vann 4-1 samanlagt og ætlar að komast í átta liða úrslit áttunda árið í röð. „Þetta er einn af leikjum ársins. Mikilvægasti leikur ársins hingað til hjá okkur. Þeir munu reyna að sækja á okkur og það mun henta okkur vel. Við kunnum vel að spila góðar skyndisóknir og refsa,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Man. Utd. Barcelona hitaði upp með því að tapa óvænt í spænsku deildinni gegn Malaga um síðustu helgi. Barca var þá búið að vinna ellefu leiki í röð. „Þetta er nýr leikur og við erum ekki sama liðið og tapaði fyrir Barcelona í fyrra. Barca er heldur ekki sama liðið,“ sagði Sergio Aguero, framherji City, en hann þarf að vera í toppformi. Sérstaklega í ljósi þess að Yaya Toure getur ekki spilað með City. „Bæði lið hafa styrkt sig og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta spilast. Eina sem ég get lofað er að þetta verða tveir frábærir leikir.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sport og einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Báðir leikir verða svo gerðir upp á Stöð 2 Sport í sérstökum markaþætti. Mörk leikjanna koma einnig á Vísi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sextán liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu halda áfram í kvöld er tveir leikir fara fram. Man. City tekur á móti Barcelona á meðan Dortmund sækir Juventus heim. Þetta eru fyrri leikir liðanna. Luis Suarez, framherji Barcelona, mun væntanlega spila sinn fyrsta leik á Englandi síðan hann var seldur til Barca frá Liverpool. Wilfried Bony gæti síðan spilað sinn fyrsta leik fyrir Man. City. Barcelona sló Man. City út á nákvæmlega sama stað í keppninni á síðustu leiktíð. Barca vann 4-1 samanlagt og ætlar að komast í átta liða úrslit áttunda árið í röð. „Þetta er einn af leikjum ársins. Mikilvægasti leikur ársins hingað til hjá okkur. Þeir munu reyna að sækja á okkur og það mun henta okkur vel. Við kunnum vel að spila góðar skyndisóknir og refsa,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona og fyrrum leikmaður Man. Utd. Barcelona hitaði upp með því að tapa óvænt í spænsku deildinni gegn Malaga um síðustu helgi. Barca var þá búið að vinna ellefu leiki í röð. „Þetta er nýr leikur og við erum ekki sama liðið og tapaði fyrir Barcelona í fyrra. Barca er heldur ekki sama liðið,“ sagði Sergio Aguero, framherji City, en hann þarf að vera í toppformi. Sérstaklega í ljósi þess að Yaya Toure getur ekki spilað með City. „Bæði lið hafa styrkt sig og það á eftir að koma í ljós hvernig þetta spilast. Eina sem ég get lofað er að þetta verða tveir frábærir leikir.“ Leikirnir hefjast klukkan 19.45 og verða í beinni útsendingu á sjónvarpsrásum Stöðvar 2 Sport og einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Báðir leikir verða svo gerðir upp á Stöð 2 Sport í sérstökum markaþætti. Mörk leikjanna koma einnig á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira