Óttinn nagar á Vesturlöndum Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. febrúar 2015 13:00 Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, þurrkar tár af hvarmi í jarðarför Dan Uzans. Vísir/EPA Danska stjórnin kynnti í vikunni hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Næstu fjögur árin hyggst hún verja nærri milljarði danskra króna, um 20 milljörðum íslenskum, til þess að styrkja lögreglu, leyniþjónustu, her og eftirlit með almenningi. Sitt sýnist reyndar hverjum um þessi áform. Á vef danska ríkisútvarpsins segir fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, Hans Jørgen Bonnichsen, engan veginn nógu langt gengið. En á sama vef vara mannréttindasérfræðingar við því að með þessum aðgerðum sé verið að grafa undan mannréttindum fólks. Til dæmis sé orðalag alltof óljóst í lagafrumvarpi um heimildir lögreglu til þess að taka vegabréf af fólki: „Því ónákvæmara sem orðalag frumvarpsins er, því meiri er hættan á því að við hittum fyrir alsaklaust fólk,“ hefur danska útvarpið eftir Peter Vedel Kessing, sérfræðingi hjá dönsku Mannréttindastofnuninni. Sams konar umræða á sér stað í fleiri Evrópulöndum, þar sem verið er að herða enn frekar varnir ríkjanna gegn þeirri hryðjuverkaógn sem skekið hefur heiminn undanfarinn áratug og rúmlega það.Leyniskyttur dönsku lögreglunnar voru við öllu búnar þegar öryggisvörðurinn Dan Uzan var jarðsunginn í Vestre-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn.Ungt fólk á refilstigum Hinn 22 ára gamli Omar Abdel Hamid el Hussein, sem drap tvo menn og særði fimm í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, virðist greinilega hafa tekið sér til fyrirmyndar árásirnar í París nokkrum vikum fyrr. Skotmörkin í báðum borgunum voru annars vegar gyðingar, hins vegar tjáningarfrelsið. Ekkert hefur komið fram um að el Hussein hafi verið í tengslum við öfgasamtök á borð við Íslamska ríkið. Hann virðist samt hafa látið heillast af baráttu þeirra eins og fjölmörg önnur ungmenni víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Vesturlöndum. Talið er að meira en 20 þúsund manns víðs vegar að úr heiminum hafi haldið til Sýrlands og Íraks að berjast með Íslamska ríkinu. Nokkur þúsund þeirra hafa þegar snúið til baka, að því talið er, og þótt sennilega séu fæstir þeirra í raun og veru líklegir til þess að fremja hryðjuverk þá þykir afar líklegt að fáeinir þeirra geri alvöru úr því. Þar að auki veit enginn hve margir íbúar Evrópulanda finna hjá sér hvöt til þess að leggja málstað Íslamska ríkisins lið upp á eigin spýtur, rétt eins og hinn danski el Hussein. Allt þetta nærir og viðheldur óttanum meðal íbúa, stjórnvalda og lögreglu víðs vegar um hinn vestræna heim.Talað gegn óttanum Að því leyti hafa hryðjuverkamennirnir náð fram markmiðum sínum: Óttinn er farinn að stjórna umræðunni. Viðbrögð stjórnvalda hafa því verið þau að „herða ráðstafanir gegn hryðjuverkum“, efla öryggisgæslu, eftirlit og njósnir. En um leið eru ráðamenn einnig farnir að tala gegn óttanum og andæfa gegn þeim fordómum sem óttinn elur af sér. „Þegar aðrir reyna að hræða okkur og sundra, þá er svar okkar ætíð sterk samstaða. Við erum staðráðin í að standa vörð um gildi okkar. Við ætlum ótrauð að hlúa að frelsi okkar,“ sagði Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, á minningarathöfn í Kaupmannahöfn á mánudaginn var: „Við lítum til með hvert öðru.“ Ráðamenn í París, London og víðar í Evrópu töluðu með svipuðum hætti í kjölfar árásanna í París snemma í janúar. Helle Thorning-Schmidt hafði þá um helgina, þegar el Hussein hóf árásir sínar í Kaupmannahöfn, tekið fram að Vesturlönd ættu engan veginn í stríði við múslima: „Þetta er barátta milli gilda, sem reist eru á frelsi einstaklingsins, og myrkrar hugmyndafræði.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti tók í sama streng á málþingi í Hvíta húsinu nú í vikunni: „Að sjálfsögðu mæla hryðjuverkamenn ekki fyrir munn rúmlega milljarðs múslima sem hafna haturshugmyndafræði þeirra. Þeir eru ekki frekar fulltrúar íslams en hver annar brjálæðingur sem drepur saklaust fólk í nafni guðs er fulltrúi kristindóms eða gyðingdóms eða búddatrúar eða hindúasiðar. Engin trúarbrögð bera ábyrgð á hryðjuverkum. Fólk ber ábyrgð á ofbeldi og hryðjuverkum.“Omar Abdel Hamid El Hussein myrti danskan kvikmyndagerðarmann fyrir utan menningarhúsið Krudttønden á laugardaginn var og skaut síðan 27 skotum á inngang hússins og særði þrjá lögreglumenn sem voru þar fyrir innan.Vísir/EPABush sagði það líka Þetta tal er reyndar alls ekki nýtt af nálinni. Strax níu dögum eftir árásirnar á New York og Washington í september árið 2011 flutti George W. Bush Bandaríkjaforseti eftirminnilega ræðu, þar sem hann sagði hryðjuverkamennina alls ekki geta talist fulltrúa íslamstrúar: „Hryðjuverkamennirnir stunda jaðarútgáfu af íslamskri öfgastefnu sem íslamskir fræðimenn og allur meirihluti íslamskra klerka hafa hafnað.“ Þetta sé „jaðarhreyfing sem afskræmir hinar friðsamlegu kenningar íslams“. Hann beindi orðum sínum líka sérstaklega til múslima um heim allan: „Við berum virðingu fyrir trú ykkar. Hún er iðkuð hindrunarlaust af mörgum milljónum Bandaríkjamanna og milljónum annarra manna í löndum sem Bandaríkin telja til vina sinna. Kenningar hennar eru góðar og friðsamlegar, og þeir sem fremja illvirki í nafni Allah lasta nafn Allah. Hryðjuverkamennirnir eru svikarar við sína eigin trú og stefna í raun að því að taka íslamstrú ránshendi.“Helltu olíu á eldinn Þetta breytti því samt ekki að Bandaríkjaher var fljótlega sendur af stað til að standa í stórræðum víða í Mið-Austurlöndum og allt austur til Pakistans þar sem bandarískum sprengjum er enn varpað á fólk úr mannlausum flygildum. Flest ríki á Vesturlöndum hafa tekið þátt í þessum hernaði Bandaríkjanna á framandi slóðum. Um leið þurfti að styrkja varnirnar heima fyrir, meðal annars vegna þess að hernaðurinn gegn hryðjuverkafólki í Afganistan, Írak og fleiri löndum þar í grennd slökkti ekki aðeins elda heldur kveikti jafnóðum nýja: Talibanar voru hraktir frá völdum í Afganistan og leiðtogar Al Kaída hrökkluðust í felur, en í beinu framhaldi spruttu ofbeldishópar af sama tagi upp í nágrannalöndunum og teygðu anga sína allt til Evrópu. Þótt trúarhiti skýri sjaldnast það aðdráttarafl sem baráttusamtök gegn ofríki Vesturlanda hafa á ungt og ístöðulítið fólk, jafnvel víða í Evrópu sjálfri, þá er reglulega verið að drepa fólk í nafni hinnar þröngu hugmyndafræði íslamskra öfgamanna. Gegn þessu brynja stjórnvöld sig á Vesturlöndum og grafa um leið skotgrafirnar sjálf: „Við erum dugleg að vernda okkur sjálf, en við getum ekki varið okkur algerlega gegn brjálæðingi eins og þeim sem við sáum í gær,“ sagði Helle Thorning-Schmidt á sunnudaginn var.TRÚIN SKÝRIR SJALDNAST OFSTÆKIÐTrúarhiti virðist sjaldan vera raunhæf skýring á því hvers vegna fólk gengur til liðs við öfgahópa eða hryðjuverkasamtök. Liðsmenn þeirra virðast oft hafa afar takmarkaðan skilning á trúarlegum eða öðrum hugmyndafræðilegum forsendum þeirra samtaka sem þeir berjast með. Ýmsir fræðimenn hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að menn leiðast út í slíkt. Hér að neðan eru dæmi um niðurstöður slíkra rannsókna:Helstu leiðir einstaklinga til róttækni og öfga:PERSÓNULEGUR GREMJUVAKI: Persónulegur harmleikur eða ranglæti sem menn hafa (eða telja sig hafa) orðið fyrir.PÓLITÍSKUR GREMJUVAKI: Pólitískur harmleikur eða ranglæti sem menn þurfa (eða telja sig þurfa) að bregðast við.TILFINNINGATENGSL: Einstaklingur kemst í samband við öfgasamtök vegna tengsla sinna við einstakling eða einstaklinga innan samtakanna.RÓTLEYSI: Einstaklingur missir félagslega staðfestu í lífi sínu, oft vegna áfalla, og verður þá móttækilegur fyrir áhrifum öfgahópa.UPPHEFÐARÞRÁ EÐA SPENNUFÍKN: Einstaklingur leitar í hóp þar sem hann nýtur viðurkenningar eða fær útrás fyrir spennufíkn.EITT LEIÐIR AF ÖÐRU: Einstaklingur missir smám saman fótfestuna eftir að komið er út á hina hálu braut ofbeldis og öfga.Það sem einstaklingar sækjast eftir í öfgahópum:HEFND: Einstaklingur er fullur gremju gegn einstaklingi eða hópi sem hann telur bera ábyrgð á ranglæti eða óförum sínum eða annarra.UPPHEFÐ: Einstaklingur leitast eftir að komast í virðingarstöðu innan hóps og njóta viðurkenningar.SJÁLFSTENGING: Einstaklingur reynir að finna sjálfsmynd sinni fótfestu innan hóps með eftirsóknarverðan málstað.SPENNA: Einstaklingur leitar í öfgahóp vegna fyrirheita eða vona um spennu, ævintýri og frægð.Heimild: Grein eftir Randy Borum úr tímaritinu Journal of Strategic Security, 2011 Fréttaskýringar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Danska stjórnin kynnti í vikunni hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum. Næstu fjögur árin hyggst hún verja nærri milljarði danskra króna, um 20 milljörðum íslenskum, til þess að styrkja lögreglu, leyniþjónustu, her og eftirlit með almenningi. Sitt sýnist reyndar hverjum um þessi áform. Á vef danska ríkisútvarpsins segir fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, Hans Jørgen Bonnichsen, engan veginn nógu langt gengið. En á sama vef vara mannréttindasérfræðingar við því að með þessum aðgerðum sé verið að grafa undan mannréttindum fólks. Til dæmis sé orðalag alltof óljóst í lagafrumvarpi um heimildir lögreglu til þess að taka vegabréf af fólki: „Því ónákvæmara sem orðalag frumvarpsins er, því meiri er hættan á því að við hittum fyrir alsaklaust fólk,“ hefur danska útvarpið eftir Peter Vedel Kessing, sérfræðingi hjá dönsku Mannréttindastofnuninni. Sams konar umræða á sér stað í fleiri Evrópulöndum, þar sem verið er að herða enn frekar varnir ríkjanna gegn þeirri hryðjuverkaógn sem skekið hefur heiminn undanfarinn áratug og rúmlega það.Leyniskyttur dönsku lögreglunnar voru við öllu búnar þegar öryggisvörðurinn Dan Uzan var jarðsunginn í Vestre-kirkjugarðinum í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn.Ungt fólk á refilstigum Hinn 22 ára gamli Omar Abdel Hamid el Hussein, sem drap tvo menn og særði fimm í Kaupmannahöfn um síðustu helgi, virðist greinilega hafa tekið sér til fyrirmyndar árásirnar í París nokkrum vikum fyrr. Skotmörkin í báðum borgunum voru annars vegar gyðingar, hins vegar tjáningarfrelsið. Ekkert hefur komið fram um að el Hussein hafi verið í tengslum við öfgasamtök á borð við Íslamska ríkið. Hann virðist samt hafa látið heillast af baráttu þeirra eins og fjölmörg önnur ungmenni víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Vesturlöndum. Talið er að meira en 20 þúsund manns víðs vegar að úr heiminum hafi haldið til Sýrlands og Íraks að berjast með Íslamska ríkinu. Nokkur þúsund þeirra hafa þegar snúið til baka, að því talið er, og þótt sennilega séu fæstir þeirra í raun og veru líklegir til þess að fremja hryðjuverk þá þykir afar líklegt að fáeinir þeirra geri alvöru úr því. Þar að auki veit enginn hve margir íbúar Evrópulanda finna hjá sér hvöt til þess að leggja málstað Íslamska ríkisins lið upp á eigin spýtur, rétt eins og hinn danski el Hussein. Allt þetta nærir og viðheldur óttanum meðal íbúa, stjórnvalda og lögreglu víðs vegar um hinn vestræna heim.Talað gegn óttanum Að því leyti hafa hryðjuverkamennirnir náð fram markmiðum sínum: Óttinn er farinn að stjórna umræðunni. Viðbrögð stjórnvalda hafa því verið þau að „herða ráðstafanir gegn hryðjuverkum“, efla öryggisgæslu, eftirlit og njósnir. En um leið eru ráðamenn einnig farnir að tala gegn óttanum og andæfa gegn þeim fordómum sem óttinn elur af sér. „Þegar aðrir reyna að hræða okkur og sundra, þá er svar okkar ætíð sterk samstaða. Við erum staðráðin í að standa vörð um gildi okkar. Við ætlum ótrauð að hlúa að frelsi okkar,“ sagði Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, á minningarathöfn í Kaupmannahöfn á mánudaginn var: „Við lítum til með hvert öðru.“ Ráðamenn í París, London og víðar í Evrópu töluðu með svipuðum hætti í kjölfar árásanna í París snemma í janúar. Helle Thorning-Schmidt hafði þá um helgina, þegar el Hussein hóf árásir sínar í Kaupmannahöfn, tekið fram að Vesturlönd ættu engan veginn í stríði við múslima: „Þetta er barátta milli gilda, sem reist eru á frelsi einstaklingsins, og myrkrar hugmyndafræði.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti tók í sama streng á málþingi í Hvíta húsinu nú í vikunni: „Að sjálfsögðu mæla hryðjuverkamenn ekki fyrir munn rúmlega milljarðs múslima sem hafna haturshugmyndafræði þeirra. Þeir eru ekki frekar fulltrúar íslams en hver annar brjálæðingur sem drepur saklaust fólk í nafni guðs er fulltrúi kristindóms eða gyðingdóms eða búddatrúar eða hindúasiðar. Engin trúarbrögð bera ábyrgð á hryðjuverkum. Fólk ber ábyrgð á ofbeldi og hryðjuverkum.“Omar Abdel Hamid El Hussein myrti danskan kvikmyndagerðarmann fyrir utan menningarhúsið Krudttønden á laugardaginn var og skaut síðan 27 skotum á inngang hússins og særði þrjá lögreglumenn sem voru þar fyrir innan.Vísir/EPABush sagði það líka Þetta tal er reyndar alls ekki nýtt af nálinni. Strax níu dögum eftir árásirnar á New York og Washington í september árið 2011 flutti George W. Bush Bandaríkjaforseti eftirminnilega ræðu, þar sem hann sagði hryðjuverkamennina alls ekki geta talist fulltrúa íslamstrúar: „Hryðjuverkamennirnir stunda jaðarútgáfu af íslamskri öfgastefnu sem íslamskir fræðimenn og allur meirihluti íslamskra klerka hafa hafnað.“ Þetta sé „jaðarhreyfing sem afskræmir hinar friðsamlegu kenningar íslams“. Hann beindi orðum sínum líka sérstaklega til múslima um heim allan: „Við berum virðingu fyrir trú ykkar. Hún er iðkuð hindrunarlaust af mörgum milljónum Bandaríkjamanna og milljónum annarra manna í löndum sem Bandaríkin telja til vina sinna. Kenningar hennar eru góðar og friðsamlegar, og þeir sem fremja illvirki í nafni Allah lasta nafn Allah. Hryðjuverkamennirnir eru svikarar við sína eigin trú og stefna í raun að því að taka íslamstrú ránshendi.“Helltu olíu á eldinn Þetta breytti því samt ekki að Bandaríkjaher var fljótlega sendur af stað til að standa í stórræðum víða í Mið-Austurlöndum og allt austur til Pakistans þar sem bandarískum sprengjum er enn varpað á fólk úr mannlausum flygildum. Flest ríki á Vesturlöndum hafa tekið þátt í þessum hernaði Bandaríkjanna á framandi slóðum. Um leið þurfti að styrkja varnirnar heima fyrir, meðal annars vegna þess að hernaðurinn gegn hryðjuverkafólki í Afganistan, Írak og fleiri löndum þar í grennd slökkti ekki aðeins elda heldur kveikti jafnóðum nýja: Talibanar voru hraktir frá völdum í Afganistan og leiðtogar Al Kaída hrökkluðust í felur, en í beinu framhaldi spruttu ofbeldishópar af sama tagi upp í nágrannalöndunum og teygðu anga sína allt til Evrópu. Þótt trúarhiti skýri sjaldnast það aðdráttarafl sem baráttusamtök gegn ofríki Vesturlanda hafa á ungt og ístöðulítið fólk, jafnvel víða í Evrópu sjálfri, þá er reglulega verið að drepa fólk í nafni hinnar þröngu hugmyndafræði íslamskra öfgamanna. Gegn þessu brynja stjórnvöld sig á Vesturlöndum og grafa um leið skotgrafirnar sjálf: „Við erum dugleg að vernda okkur sjálf, en við getum ekki varið okkur algerlega gegn brjálæðingi eins og þeim sem við sáum í gær,“ sagði Helle Thorning-Schmidt á sunnudaginn var.TRÚIN SKÝRIR SJALDNAST OFSTÆKIÐTrúarhiti virðist sjaldan vera raunhæf skýring á því hvers vegna fólk gengur til liðs við öfgahópa eða hryðjuverkasamtök. Liðsmenn þeirra virðast oft hafa afar takmarkaðan skilning á trúarlegum eða öðrum hugmyndafræðilegum forsendum þeirra samtaka sem þeir berjast með. Ýmsir fræðimenn hafa rannsakað raunverulegar ástæður þess að menn leiðast út í slíkt. Hér að neðan eru dæmi um niðurstöður slíkra rannsókna:Helstu leiðir einstaklinga til róttækni og öfga:PERSÓNULEGUR GREMJUVAKI: Persónulegur harmleikur eða ranglæti sem menn hafa (eða telja sig hafa) orðið fyrir.PÓLITÍSKUR GREMJUVAKI: Pólitískur harmleikur eða ranglæti sem menn þurfa (eða telja sig þurfa) að bregðast við.TILFINNINGATENGSL: Einstaklingur kemst í samband við öfgasamtök vegna tengsla sinna við einstakling eða einstaklinga innan samtakanna.RÓTLEYSI: Einstaklingur missir félagslega staðfestu í lífi sínu, oft vegna áfalla, og verður þá móttækilegur fyrir áhrifum öfgahópa.UPPHEFÐARÞRÁ EÐA SPENNUFÍKN: Einstaklingur leitar í hóp þar sem hann nýtur viðurkenningar eða fær útrás fyrir spennufíkn.EITT LEIÐIR AF ÖÐRU: Einstaklingur missir smám saman fótfestuna eftir að komið er út á hina hálu braut ofbeldis og öfga.Það sem einstaklingar sækjast eftir í öfgahópum:HEFND: Einstaklingur er fullur gremju gegn einstaklingi eða hópi sem hann telur bera ábyrgð á ranglæti eða óförum sínum eða annarra.UPPHEFÐ: Einstaklingur leitast eftir að komast í virðingarstöðu innan hóps og njóta viðurkenningar.SJÁLFSTENGING: Einstaklingur reynir að finna sjálfsmynd sinni fótfestu innan hóps með eftirsóknarverðan málstað.SPENNA: Einstaklingur leitar í öfgahóp vegna fyrirheita eða vona um spennu, ævintýri og frægð.Heimild: Grein eftir Randy Borum úr tímaritinu Journal of Strategic Security, 2011
Fréttaskýringar Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira