Endurtekur Stjarnan leikinn frá 2009? Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2015 07:00 Fulltrúar liðanna fjögurra sem keppa í Laugardalshöll í dag. Vísir/Stefán Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira
Bikarúrslitadagur er runninn upp í körfuboltanum. Í dag verða bikarmeistarar krýndir í Laugardalshöll þar sem Keflavík og Grindavík mætast í kvennaflokki og KR og Stjarnan í karlaflokki. Kvennaleikurinn fer fram klukkan 13.30 og karlaleikurinn klukkan 16.00. Fastlega er búist við sigri KR hjá körlunum eins og spáin hér til hliðar gefur til kynna. Liðið hefur drottnað yfir Dominos-deildinni í vetur og verið nær ósigrandi. KR-liðið var einnig óárennilegt árið 2009 þegar Stjarnan vann einn óvæntasta bikarsigur sögunnar gegn Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum. Það er því ekkert bókað fyrir fram. Spennan ætti að vera meiri í kvennaleiknum. Þrír spekingar Fréttablaðsins spá Grindavík sigri og þrír Keflavík sigri, en Keflvíkingar eiga í smá meiðslavandræðum. Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður Keflavíkur, er meidd og verður líklega ekki með. KR hefur aðeins einu sinni orðið bikarmeistari frá og með 2002, en liðið vann tvöfalt árið 2011. Þjálfari liðsins þá var Hrafn Kristjánsson sem þjálfar Stjörnumenn í dag. Stjörnumenn eru vafalítið fegnir að vera með hann í sínu liði. Stjörnumenn urðu árið 2013 fjórða félagið til að vinna tvo fyrstu bikarúrslitaleikina í sögu félagsins en hin eru KR, Haukar og Grindavík. Stjarnan á með sigri möguleika á að komast í hóp með KR og Grindavík sem unnu fyrstu þrjá úrslitaleikina sína. Aðeins þrír leikmenn KR sem urðu bikarmeistarar árið 2011 verða með liðinu í úrslitaleiknum í ár en það eru þeir Brynjar Þór Björnsson, Finnur Atli Magnússon og Pavel Ermolinskij. Svo skemmtilega vill til að það eru jafnmargir í Stjörnuliðinu í dag sem tóku þátt í þessum bikarsigri Vesturbæinga fyrir fjórum árum. Ágúst Angantýsson og Jón Orri Kristjánsson léku þá báðir með KR-liðinu í úrslitaleiknum og Hrafn Kristjánsson var þjálfari KR á þeim tíma. Kvennalið Grindavíkur mætir í Höllina með ása uppi í erminni því innan liðsins eru fjórir sem hafa orðið bikarmeistarar með Keflavík. Pálína Gunnlaugsdóttir (2011 og 2013), María Ben Erlingsdóttir (2004) og Ingibjörg Jakobsdóttir (2011) hafa allar orðið bikarmeistarar með Keflavíkurliðinu og þjálfarinn, Sverrir Þór Sverrisson, vann bikarinn líka tvisvar sinnum sem leikmaður Keflavíkur. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur, hefur verið fastagestur á bikarúrslitahelginni undanfarin ár en hann er nú kominn með lið í Höllina fjórða árið í röð. Sverrir Þór gerði karlalið Grindavíkur að bikarmeisturum í fyrra og fór einnig með Grindavíkurliðið í úrslitaleikinn árið áður þar sem Grindvíkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Árið þar áður varð hann bikarmeistari með kvennalið Njarðvíkur.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Sjá meira