Hafa börn áhrif á eigin líf? Þóra Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun