Stórkostlegt ævintýri Jónas Sen skrifar 19. febrúar 2015 14:00 Píanistinn Davíð Þór er mikill spunameistari að dómi gagnrýnanda. Vísir/Stefán Tónlist Pekka Kuusisto og Davíð Þór Jónsson Pekka Kuusisto fiðluleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari léku af fingrum fram í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 17. febrúar. Einhverjir skrítnustu tónleikar sem ég hef farið á voru í gömlum strætó sem var ekið um Vesturbæinn á Listahátíð í hittifyrra. Flygli hafði verið komið fyrir í strætónum og á hann lék Davíð Þór Jónsson. Hann spann út frá hryglunni í gamalli vél strætósins, hermdi eftir vélarhljóðinu, og út frá því fæddust allskonar stef. Vélarhljóð er ekkert sérstaklega skáldlegt, svo impróvisasjón Davíðs Þórs getur varla hafa verið sjálfsögð. Það er til marks um hæfileika hans að þetta var yfirleitt hægt. Ég hugsa að spuninn í Kaldalóni í Hörpu á þriðjudagskvöldið hafi verið auðveldari. Þar var uppspretta tónlistarinnar ekki einhæft vélarhljóð, heldur var um að ræða tónrænt samtal píanó- og fiðluleikara. Davíð Þór spilaði þarna með fiðluleikaranum Pekka Kuusisto, en hann leikur einleik í fiðlukonsert Stravinskís á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Samstarf þeirra Davíðs Þórs hófst á kammerhátíð í vor, þeir áttu þá að spinna eitthvað örstutt. Þeir gátu þó ekki hætt og þar með eyðilagðist skipulag beinnar útsendingar. Eiginlega var það hálfgerður skandall! Í þetta sinn var ekki um beina útsendingu að ræða svo þeir kumpánar máttu spila eins lengi og þeir vildu. Úr varð rúmlega klukkustundar langur spuni sem var dásamlegur áheyrnar. Það er erfitt að lýsa því sem bar fyrir eyru. Tónlistin hófst með því að Davíð Þór spilaði kuldalega, fjarlæga tóna úr diskantinum. Á meðan lék Pekka sér fremur fálmkennt að ýmsum blæbrigðum. Svo tók við grípandi taktur sem gat af sér allskonar hendingar, hljóma og liti. Þannig byrjaði stórkostlegt ævintýri.Pekka Pekka lék á rafmagnsfiðlu á spunantónleikunum en hann leikur einleik í fiðlukonsert Stravinskís á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld.mynd/KaapoKamuÍ það heila var tónlistin kaflaskipt, ýmist kraftmikil hrynlist, eða innhverfar stemningar. Um miðbikið fæddist líka ábúðarfull, belgingsleg sveimtónlist, en breyttist skyndilega í ómstrítt strengjaplokk. Og svo varð það að einhverju allt öðru. Tónlistin var því ótrúlega fjölbreytt, hún umbreyttist í sífellu, kom stöðugt á óvart og var alltaf spennandi. Pekka lék á rafmagnsfiðlu, sem var tengd við einskonar tölvu og þannig gat hann galdrað hina og þessa effekta út úr fiðlunni. Flygillinn var hinsvegar akústískur, en hann var líka tendur við tölvu. Effektarnir voru m.a. bergmál, og svo voru einnig oft spiluð stefbrot, sem tölvan endurtók hvað eftir annað. Þrátt fyrir það var tónlistin aldrei bara einhverjar endurtekningar, eins og stundum vill verða þegar spuni er annarsvegar. Þeir Pekka og Davíð Þór höfðu einfaldlega of mikið ímyndunarafl til að það gerðist. Hvílík upplifun! Niðurstaða: Með mögnuðustu tónlistarspunum sem hér hafa heyrst. Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Pekka Kuusisto og Davíð Þór Jónsson Pekka Kuusisto fiðluleikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari léku af fingrum fram í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 17. febrúar. Einhverjir skrítnustu tónleikar sem ég hef farið á voru í gömlum strætó sem var ekið um Vesturbæinn á Listahátíð í hittifyrra. Flygli hafði verið komið fyrir í strætónum og á hann lék Davíð Þór Jónsson. Hann spann út frá hryglunni í gamalli vél strætósins, hermdi eftir vélarhljóðinu, og út frá því fæddust allskonar stef. Vélarhljóð er ekkert sérstaklega skáldlegt, svo impróvisasjón Davíðs Þórs getur varla hafa verið sjálfsögð. Það er til marks um hæfileika hans að þetta var yfirleitt hægt. Ég hugsa að spuninn í Kaldalóni í Hörpu á þriðjudagskvöldið hafi verið auðveldari. Þar var uppspretta tónlistarinnar ekki einhæft vélarhljóð, heldur var um að ræða tónrænt samtal píanó- og fiðluleikara. Davíð Þór spilaði þarna með fiðluleikaranum Pekka Kuusisto, en hann leikur einleik í fiðlukonsert Stravinskís á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Samstarf þeirra Davíðs Þórs hófst á kammerhátíð í vor, þeir áttu þá að spinna eitthvað örstutt. Þeir gátu þó ekki hætt og þar með eyðilagðist skipulag beinnar útsendingar. Eiginlega var það hálfgerður skandall! Í þetta sinn var ekki um beina útsendingu að ræða svo þeir kumpánar máttu spila eins lengi og þeir vildu. Úr varð rúmlega klukkustundar langur spuni sem var dásamlegur áheyrnar. Það er erfitt að lýsa því sem bar fyrir eyru. Tónlistin hófst með því að Davíð Þór spilaði kuldalega, fjarlæga tóna úr diskantinum. Á meðan lék Pekka sér fremur fálmkennt að ýmsum blæbrigðum. Svo tók við grípandi taktur sem gat af sér allskonar hendingar, hljóma og liti. Þannig byrjaði stórkostlegt ævintýri.Pekka Pekka lék á rafmagnsfiðlu á spunantónleikunum en hann leikur einleik í fiðlukonsert Stravinskís á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld.mynd/KaapoKamuÍ það heila var tónlistin kaflaskipt, ýmist kraftmikil hrynlist, eða innhverfar stemningar. Um miðbikið fæddist líka ábúðarfull, belgingsleg sveimtónlist, en breyttist skyndilega í ómstrítt strengjaplokk. Og svo varð það að einhverju allt öðru. Tónlistin var því ótrúlega fjölbreytt, hún umbreyttist í sífellu, kom stöðugt á óvart og var alltaf spennandi. Pekka lék á rafmagnsfiðlu, sem var tengd við einskonar tölvu og þannig gat hann galdrað hina og þessa effekta út úr fiðlunni. Flygillinn var hinsvegar akústískur, en hann var líka tendur við tölvu. Effektarnir voru m.a. bergmál, og svo voru einnig oft spiluð stefbrot, sem tölvan endurtók hvað eftir annað. Þrátt fyrir það var tónlistin aldrei bara einhverjar endurtekningar, eins og stundum vill verða þegar spuni er annarsvegar. Þeir Pekka og Davíð Þór höfðu einfaldlega of mikið ímyndunarafl til að það gerðist. Hvílík upplifun! Niðurstaða: Með mögnuðustu tónlistarspunum sem hér hafa heyrst.
Gagnrýni Menning Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira