Hrífst af andstæðum Vera Einarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 18:00 Flest húðflúr Catherine tilheyra svokölluðum NewSchool-stíl. MYND/STEFÁN Naglasérfræðingurinn Catherine Cote hefur tileinkað sér afgerandi stíl sem hún kallar RainbowGoth. Hún er frá frönskumælandi hluta Kanada en flutti hingað til lands árið 2012. Hún hefur þakið stóran hluta líkamans með teiknimynda-húðflúri og er hvergi nærri hætt. Blaðamaður lagði fyrir hana nokkrar spurningar um stílinn og húðflúrið.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? „Ég hrífst af viktoríönskum Goth-stíl á sama tíma og ég elska allt sem er krúttlegt, neonlitað og glitrandi. Ég hrífst af þessum miklu andstæðum. Síbreytilegir og skærir hárlitir eru jafnframt einkennandi fyrir minn stíl en nýlega ákvað ég þó að lita hárið alveg svart. Þegar ég sakna litanna set ég í mig litríkar hárlengingar. Þegar ég fer út á lífið er ég yfirleitt í öllu svörtu en nota ýkta og skærlita förðun og fylgihluti.“Catherine fékk sér fyrsta húðflúrið tvítug.MYND/STEFÁNÁttu þér einhverjar tískufyrirmyndir? „Ég er mjög hrifin af eistnesku söngkonunni Kerli. Hún fer sínar eigin leiðir og sést oft í neonlitum. Þá er ég hrifin af Amy Doan, stofnanda Sugerpill Cosmetics, en hún er alltaf í krúttlegum kawaii-fötum með mjög dramatíska förðun.“Hvernig myndir þú lýsa húðflúrunum þínum? „Flest þeirra tilheyra svokölluðum NewSchool-stíl en hann er í mestu uppáhaldi. Teiknimyndafígúrur og litagleði eru þar í aðalhlutverki. Oliver Julliand hjá Glamort Tattoo í Montreal í Kanada á heiðurinn af megninu af þeim. Ég gjörsamlega elska allt sem hann gerir. Hann skilur mig fullkomlega og teiknar nákvæmlega eftir mínum óskum. Hver húðflúrmeistari hefur sinn stíl og sína styrkleika og ég er mjög ánægð með að hafa fundið Oliver. Ég legg það hiklaust á mig að fljúga til Kanada til að geta farið til hans.“Catherine ætlar að láta fylla upp í teikningarnar á bakinu með lit. Þegar því verður lokið ætlar hún að láta gera ermi á hægri hendina og húðflúra allan vinstri fótinn.Hvenær fékkstu þér þitt fyrsta húðflúr? „Ég byrjaði í raun frekar seint eða í kringum tvítugt. Þá fékk ég mér bara einfalt húðflúr á úlnliðinn. Ég byrjaði í götun aðeins fyrr eða í kringum 17 ára aldurinn. Eftir fyrsta húðflúrið fór ég beint yfir í að gera ermi og nú er ég að láta húðflúra bakið í stíl. Það er þó verk í vinnslu enda bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Ég ætlaði mér alltaf að fá mér húðflúr en vildi bíða þangað til ég væri komin með mótaðar hugmyndir og góðan húðflúrmeistara. Fyrir mér eru húðflúr ákveðin tegund af list og ég nýt þess að bæta fleirum í safnið. Ég kann vel að meta litríka húð.“Hvert er planið? Ætlar þú að fá þér fleiri húðflúr? „Að sjálfsögðu. Um leið og þú færð þér eitt viltu fleiri. Þegar þú færð þér fleiri viltu enn fleiri. Planið er að vinstri hlið líkamans verði litríka hliðin en sú hægri dökk. Í framtíðinni ætla ég því að láta gera aðra ermi. Hún á að vera með raunsærri myndum og miklu fleiri smáatriðum í svörtum og gráum tónum. Ég hafði líka hugsað mér að láta húðflúra allan vinstri fótinn. Ég er þegar komin með allar hugmyndirnar en þar sem þetta er stórt og mikið verkefni mun það taka langan tíma. Þetta er heldur engin keppni. Mér finnst fínt að taka eitt fyrir í einu og fyrst þarf ég að klára bakið.” Catherine rekur naglastúdíóið Rainbow-nails. Hún sérhæfir sig í gelnöglum og gerir allt frá einföldum lítið skreyttum nöglum yfir í ýktar Disney-skotnar neglur með steinum og öðru skrauti. Hún handmálar öll smáatriði og er útkoman ólík því sem almennt þekkist. „Ég lærði á naglastofu í Montreal sem leggur áherslu á mjög ýktar neglur. Þar lærði ég mjög skapandi vinnubrögð og býð nú Íslendingum að njóta þess.“ Catherine gerir allt frá einföldum lítið skreyttum nöglum yfir í ýktar Disney-skotnar neglur með steinum og öðru skrauti. Sjá nánar á Facebook undir Rainbow nails. Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Naglasérfræðingurinn Catherine Cote hefur tileinkað sér afgerandi stíl sem hún kallar RainbowGoth. Hún er frá frönskumælandi hluta Kanada en flutti hingað til lands árið 2012. Hún hefur þakið stóran hluta líkamans með teiknimynda-húðflúri og er hvergi nærri hætt. Blaðamaður lagði fyrir hana nokkrar spurningar um stílinn og húðflúrið.Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? „Ég hrífst af viktoríönskum Goth-stíl á sama tíma og ég elska allt sem er krúttlegt, neonlitað og glitrandi. Ég hrífst af þessum miklu andstæðum. Síbreytilegir og skærir hárlitir eru jafnframt einkennandi fyrir minn stíl en nýlega ákvað ég þó að lita hárið alveg svart. Þegar ég sakna litanna set ég í mig litríkar hárlengingar. Þegar ég fer út á lífið er ég yfirleitt í öllu svörtu en nota ýkta og skærlita förðun og fylgihluti.“Catherine fékk sér fyrsta húðflúrið tvítug.MYND/STEFÁNÁttu þér einhverjar tískufyrirmyndir? „Ég er mjög hrifin af eistnesku söngkonunni Kerli. Hún fer sínar eigin leiðir og sést oft í neonlitum. Þá er ég hrifin af Amy Doan, stofnanda Sugerpill Cosmetics, en hún er alltaf í krúttlegum kawaii-fötum með mjög dramatíska förðun.“Hvernig myndir þú lýsa húðflúrunum þínum? „Flest þeirra tilheyra svokölluðum NewSchool-stíl en hann er í mestu uppáhaldi. Teiknimyndafígúrur og litagleði eru þar í aðalhlutverki. Oliver Julliand hjá Glamort Tattoo í Montreal í Kanada á heiðurinn af megninu af þeim. Ég gjörsamlega elska allt sem hann gerir. Hann skilur mig fullkomlega og teiknar nákvæmlega eftir mínum óskum. Hver húðflúrmeistari hefur sinn stíl og sína styrkleika og ég er mjög ánægð með að hafa fundið Oliver. Ég legg það hiklaust á mig að fljúga til Kanada til að geta farið til hans.“Catherine ætlar að láta fylla upp í teikningarnar á bakinu með lit. Þegar því verður lokið ætlar hún að láta gera ermi á hægri hendina og húðflúra allan vinstri fótinn.Hvenær fékkstu þér þitt fyrsta húðflúr? „Ég byrjaði í raun frekar seint eða í kringum tvítugt. Þá fékk ég mér bara einfalt húðflúr á úlnliðinn. Ég byrjaði í götun aðeins fyrr eða í kringum 17 ára aldurinn. Eftir fyrsta húðflúrið fór ég beint yfir í að gera ermi og nú er ég að láta húðflúra bakið í stíl. Það er þó verk í vinnslu enda bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Ég ætlaði mér alltaf að fá mér húðflúr en vildi bíða þangað til ég væri komin með mótaðar hugmyndir og góðan húðflúrmeistara. Fyrir mér eru húðflúr ákveðin tegund af list og ég nýt þess að bæta fleirum í safnið. Ég kann vel að meta litríka húð.“Hvert er planið? Ætlar þú að fá þér fleiri húðflúr? „Að sjálfsögðu. Um leið og þú færð þér eitt viltu fleiri. Þegar þú færð þér fleiri viltu enn fleiri. Planið er að vinstri hlið líkamans verði litríka hliðin en sú hægri dökk. Í framtíðinni ætla ég því að láta gera aðra ermi. Hún á að vera með raunsærri myndum og miklu fleiri smáatriðum í svörtum og gráum tónum. Ég hafði líka hugsað mér að láta húðflúra allan vinstri fótinn. Ég er þegar komin með allar hugmyndirnar en þar sem þetta er stórt og mikið verkefni mun það taka langan tíma. Þetta er heldur engin keppni. Mér finnst fínt að taka eitt fyrir í einu og fyrst þarf ég að klára bakið.” Catherine rekur naglastúdíóið Rainbow-nails. Hún sérhæfir sig í gelnöglum og gerir allt frá einföldum lítið skreyttum nöglum yfir í ýktar Disney-skotnar neglur með steinum og öðru skrauti. Hún handmálar öll smáatriði og er útkoman ólík því sem almennt þekkist. „Ég lærði á naglastofu í Montreal sem leggur áherslu á mjög ýktar neglur. Þar lærði ég mjög skapandi vinnubrögð og býð nú Íslendingum að njóta þess.“ Catherine gerir allt frá einföldum lítið skreyttum nöglum yfir í ýktar Disney-skotnar neglur með steinum og öðru skrauti. Sjá nánar á Facebook undir Rainbow nails.
Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira