SOS helmingur kvenna í hættu Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 13. febrúar 2015 06:00 Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einhver alvarlegasta ofbeldisógn sem samfélag okkar glímir við. Miklu alvarlegri en ógnir af hryðjuverkum, mögulegum skotárásum, tilteknum trúarbrögðum eða öðrum slíkum ógnum sem stjórnmálamenn hafa gert að umræðuefni og jafnvel kallað eftir róttækum aðgerðum ríkisvaldsins vegna, sbr hríðskotabyssur fyrir lögregluna, bakgrunnsrannsóknir á múslimum og andstaða við byggingu tilbeiðsluhúsa tiltekinna trúarhópa. Ofbeldi karla gagnvart konum, er margfalt umfangsmeira og alvarlegra fyrir íslenskt samfélag og í raun stórfurðulegt að málefnið sé ekki ofar á dagskrá stjórnmálanna en raun ber vitni. Svona getum við ekk haldið áfram. Árið 2010 kynnti velferðarráðherra rannsókn sem hann lét gera á ofbeldi gegn konum. Þar kom fram að rúmlega 42% kvenna hafa verið beittar ofbeldi eftir að 16 ára aldri var náð, sem þýðir um 44-49 þúsund konur á Íslandi. Meira en helmingur þeirra, eða um 25-28 þúsund konur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og um 13%, milli 12-16 þúsund kvenna á íslandi sögðust hafa orðið fyrir ofbeldi í formi nauðgunar eða tilraunar til nauðgunar. En fullorðnar konur verða ekki bara fyrir kynferðisofbeldi. Samkvæmt niðurstöðum annarrar íslenskrar rannsóknar má ætla að 20-36% stúlkna sé beytt kynferðisofbeldi fyrir 18 ára aldur og 10-18% drengja og þetta er áður en hefndarklámið kemur til sögunnar. Við hljótum öll að vera sammála um að svona getum við ekki haldið áfram og ég leyfi mér að fullyrða, að ef hér grasseraði smitsjúkdómur með álíka afleiðingar og kynbundið ofbeldi, þá væri hér allt á hliðinni. Staðreyndin er sú að samfélag okkar hefur brugðist þeirri skyldu sinni að verja konur og börn fyrir ofbeldi, og því verðum við að breyta. Stjórnmálin, réttarvörlsukerfið, fjölmiðlar og samfélagið allt, verða vakna til vitundar um þessa alvarlegustu ofbeldisógn samfélagsins og bregðast við með viðeigandi hætti. Við þurfum ekki hríðskotabyssur eða varnir gegn múslimum til að auka hér öryggi. Við þurfum vernd fyrir konur og börn og hana getum við skapað með samstöðu gegn ofbeldi.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun