Fríverslun og samkeppnisumhverfi Auður Jóhannesdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin var aflögð sérstök skattlagning ýmissar munaðarvöru, s.s. ísskápa og eldavéla, þegar vörugjöldin voru felld úr gildi. Íslenskir neytendur höfðu þegar byrjað að njóta umtalsverðra kjarabóta á haustmánuðum í boði íslenskrar verslunar sem þjófstartaði á skattalækkunina þegar ljóst þótti að hún yrði samþykkt á Alþingi. Við kaupmenn erum almennt í skýjunum yfir þessari breytingu og jafnvel enn glaðari nú þegar óskattlagðar vörur eru byrjaðar að streyma til landsins, enda voru vörugjöldin ógegnsæ með eindæmum og skekktu verulega samkeppnisstöðu okkar við erlenda verslun. En það voru fleiri gleðileg tíðindi fyrir íslenska verslun og íslenska neytendur á síðasta ári því langþráður fríverslunarsamningur við Kína tók gildi og var kynntur með pompi og prakt og byggðar upp væntingar um bætta tíð hjá heimilunum og blóm í haga. En veruleikinn er ekki alveg jafn ljúfur því stærstur hluti þeirrar kínverskt framleiddu vöru sem seld er hér á landi kemur ekki frá kínverskum fyrirtækjum heldur evrópskum/alþjóðlegum og algengast er að vörur hafi millilendingu í evrópskum vöruhúsum áður en þær rata í íslenskar verslanir. Þá gildir fríverslunarsamningurinn einfaldlega ekki þar sem hann á einungis við ef vörur fara beina leið á milli samningslandanna og með þeim fylgi rétta sérprentaða eyðublaðið með rétta stimplinum. Nú má halda því fram að vel sé hægt að komast hjá millilendingu í Evrópu, og vissulega leyfa sumir framleiðendur slíkt þótt algengast sé að miðstýra allri vörudreifingu innan álfunnar, en þá kemur annað til, nefnilega smæð íslenska markaðarins því framleiðslulotur í Kína miðast iðulega við annan raunveruleika en flest verslunarfyrirtæki á örmarkaðinum Íslandi búa við og því verður beinn innflutningur seint fýsilegur nema hjá stærstu verslunarkeðjunum. Svo vörur sem koma til Íslands frá landi innan evrópska efnahagssvæðisins, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, framleiddar í Kína, sem við eigum í fríverslunarsambandi við, bera enn tvöfaldan toll, fyrst inn í EES og svo aftur við komuna hingað. Lógískt ekki satt? En hver er þá lausnin? Einfaldast væri að leyfa séráritun framleiðanda á reikningi þar sem evrópskur seljandi ábyrgist uppruna vöru í Kína, líkt og gert er með vörur sem framleiddar eru á EES-svæðinu. Afnám þessarar tvítollheimtu er hagsmunamál fyrir íslenska verslun sem á í síaukinni samkeppni við útlönd og er á sama tíma að glíma við hressilega hækkun húsnæðiskostnaðar vegna endurskoðunar á fasteignamati og kröfu um almennar launahækkanir – og væri á sama tíma veruleg búbót fyrir íslenska neytendur.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun