Útgerðarmenn bíða í óvissu 6. febrúar 2015 07:00 Seint verður sagt að sjávarútvegsráðherra sé kominn í var með frumvarp sitt um fiskveiðistjórnun. Óvíst er hvort það verður lagt fram á yfirstandandi þingi. fréttablaðið/vilhelm Útgerðarmenn kalla eftir stöðugleika um fiskveiðistjórnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki enn kynnt frumvarp um fiskveiðistjórn, en ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um málið. „Við urðum, eins og aðrir, varir við fréttaflutning af þessu og vorum að reyna að hlera málin undir lok síðasta árs. Við bjuggumst við því að frumvarp yrði lagt fram á haustþingi,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hann segir sjávarútvegsfyrirtæki vonast eftir útspili sem komi á stöðugleika fyrir atvinnugreinina, sem mikið skorti á. Fyrirtækin verði að búa við fyrirsjáanleika. „Þessi staða að kosið verði um þetta á fjögurra ára fresti og reglum um gjaldtöku sé breytt á ársfresti er ekki góð fyrir grein sem krefst eins mikillar fjárfestingar og sjávarútvegurinn gerir.“ Hættan sé sú að fyrirtæki haldi að sér höndum þegar kemur að nýfjárfestingum og endurnýjun tækjakosts, segir Kolbeinn, og vísar til hás aldurs íslenska fiskiskipaflotans.@kvót fréttasíður nafnogtitill:sigurður ingi jónssonVíðtæk sátt markmiðið Sigurður Ingi sagði á þingi í gær að meginmarkmið hans væri að ná víðtækri sátt. Hann sagði að býsna vel hefði tekist að ræða við ólíka hagsmunaaðila um þrjá meginþætti frumvarpsins; að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar, að útgerðinni sé tryggður fyrirsjáanleiki til lengri tíma og að veiðigjöldin verði hluti af þeirri þríliðu, eins og ráðherra tók til orða. Hann brýndi þingmenn til dáða. „Það er auðvitað áskorun til okkar stjórnmálamanna, hvort við séum tilbúin til að taka þátt í slíku, að tryggja ákveðinn stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir atvinnugrein, að höggva á þau vandamál sem hafa snúið að því hvað varðar nýtingarréttinn og að tryggja fyrirsjáanleikann hvað varðar veiðigjöldin einnig í rekstri fyrirtækjanna og tekjum almennings af auðlind sinni.“Engin sátt í sjónmáli Hvað sem vilja ráðherra til sáttar líður er ljóst að sú sátt er fráleitt í sjónmáli. Hvað samráðið varðar segir framkvæmdastjóri SFS samtökin sitja og bíða frumvarpsins, en þau hafi ekki fengið að sjá það í heild sinni. „Við höfum séð einhverja hluta af því og höfum fengið að fylgjast með einhverjum þáttum, en það er varla hægt að segja meira en það.“ Kolbeinn segir hins vegar gríðarlega mikilvægt að ná sátt um málið. Hann vonast því til að hægt verði að samþykkja frumvarp á yfirstandandi þingi. Ráðherra dró þó enga fjöður yfir það að stjórnarflokkarnir væru ekki einhuga um málið. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni, og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir. Og ein af ástæðunum fyrir því að málið er ekki komið hér inn ennþá er að við erum að leita eftir víðtækari sátt um að leysa þessi þrjú vandamál, þessi verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir, á grundvelli sáttanefndarinnar í framhaldi af því.“Stjórnarandstaðan eftir Nái stjórnarflokkarnir saman um málið er þó aðeins hálfur sigur unninn. Ljóst er að breytingar á fiskveiðistjórnun eru ekki mál sem stjórnarandstaðan mun láta fara umræðulaust gegnum þingið, svo ekki sé meira sagt. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, staðfestir það.„Fiskurinn í sjónum er stærsta eign okkar Íslendinga. Við tökum varla stærstu ákvörðunina um hana í máli undir lok þings. Slíkar tillögur hljóta að koma fram að hausti og fá vandlega umfjöllun, því öllu skiptir, bæði fyrir atvinnugreinina og þjóðina, að það sé vandað til verka.“ Helgi er einnig ósáttur við hve lítið samráð ráðherra hafi haft við stjórnarandstöðuna um málið, segir það raunar ekkert hafa verið. „Þess vegna er það eina sem er á borðinu einhliða tillögur LÍÚ um að lögfesta um alla framtíð eign útgerðarmanna á því sem í dag er sameiginleg auðlind okkar. Auðvitað erum við í Samfylkingunni andvíg því, en það er líka mikill meirihluti þjóðarinnar. Það er í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðsluna um sameign á auðlindum og erfitt að sjá fyrir sér annað en að um slíkar tillögur yrðu miklar deilur. Sjávarútvegurinn þarf víðtæka sátt um skipulag sitt og það væri óskynsamlegt að pólitískar deilur sköpuðu óvissu frá einu kjörtímabili til annars um umhverfi hans.“Veiðigjöldin mikilvægust Ljóst er að ráðherra bíður erfið vinna. Fyrst þarf hann að sætta andstæð sjónarmið milli stjórnarflokkanna og þá bíður hans umræða á þingi um mál sem flestallir þingmenn hafa sterkar skoðanir á. Aðeins eru 38 fundardagar eftir á yfirstandandi þingi og því ljóst að tíminn er knappur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lagði á það áherslu í Fréttablaðinu í gær að Alþingi næði að minnsta kosti að setja lög um veiðigjöld á yfirstandandi þingi. Kolbeinn tekur undir að það sé mikilvægt. „Ég held að þetta sé mál sem þurfi töluverða umræðu á þinginu. Þetta varðar mikilvæga hagsmuni fyrir alla. Ef vel er á málum haldið ætti þessi tími að duga, en því meiri sem umræðan verður, því betra. Það má ekki afgreiða málið án þess að allir fái að skoða það frá öllum endum og köntum. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fá einhverja lendingu í veiðigjaldamálið eitt og sér. Ef menn ná ekki að klára hitt, verða menn allavega að klára veiðigjöldin.“ Afdrif endurskoðunar fiskveiðistjórnunarkerfisins eru því óljós. Því má velta upp hvort einhvern tíma náist víðtæk sátt um jafn mikilvægt kerfi. Að kannski sé skásta niðurstaðan sú að allir séu jafn óánægðir og það þurfi einfaldlega að taka ákvörðun. Sigurður Ingi hvatti þingmenn til dáða í gær. „Og ég vona, og er búinn að vera að vona býsna lengi, að það sé möguleiki að taka þetta inn hér til gáfulegrar umræðu og efnislegrar umræðu hér í þinginu, en til þess að það náist víðtæk sátt um málið þá verða allir aðilar að vera tilbúnir að horfa á það sem þeir hafa verið að vinna að um nokkurt skeið og hafa kjark til að þora að ljúka málinu.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BrimsvísirSegir ekkert að núverandi kerfi Þó oft og tíðum sé rætt um útgerðarmenn sem samstíga hóp, er raunin önnur. Í þeirra röðum ríkja ólík sjónarmið og sumir þeirra telja að ekki þurfi að hrófla mikið við kerfinu. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er einn þeirra. „Það er ekkert að núverandi kerfi hvað varðar aflahlutdeild og aflamark. Veiðigjöldin eru komin til að vera. Þjóðin þarf hins vegar að svara því hvort hún sé tilbúin til að taka afleiðingum þess að hafa þau gjöld há. Ef þú ætlar að innheimta há veiðigjöld verðurðu að leyfa sjávarútveginum að hagræða, svo hann geti staðið undir þeim háu gjöldum. Það þýðir að sum fyrirtæki, sum samfélög, verða undir. Er samfélagið reiðubúið til þess?“ Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Útgerðarmenn kalla eftir stöðugleika um fiskveiðistjórnun. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ekki enn kynnt frumvarp um fiskveiðistjórn, en ágreiningur er á milli stjórnarflokkanna um málið. „Við urðum, eins og aðrir, varir við fréttaflutning af þessu og vorum að reyna að hlera málin undir lok síðasta árs. Við bjuggumst við því að frumvarp yrði lagt fram á haustþingi,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Hann segir sjávarútvegsfyrirtæki vonast eftir útspili sem komi á stöðugleika fyrir atvinnugreinina, sem mikið skorti á. Fyrirtækin verði að búa við fyrirsjáanleika. „Þessi staða að kosið verði um þetta á fjögurra ára fresti og reglum um gjaldtöku sé breytt á ársfresti er ekki góð fyrir grein sem krefst eins mikillar fjárfestingar og sjávarútvegurinn gerir.“ Hættan sé sú að fyrirtæki haldi að sér höndum þegar kemur að nýfjárfestingum og endurnýjun tækjakosts, segir Kolbeinn, og vísar til hás aldurs íslenska fiskiskipaflotans.@kvót fréttasíður nafnogtitill:sigurður ingi jónssonVíðtæk sátt markmiðið Sigurður Ingi sagði á þingi í gær að meginmarkmið hans væri að ná víðtækri sátt. Hann sagði að býsna vel hefði tekist að ræða við ólíka hagsmunaaðila um þrjá meginþætti frumvarpsins; að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar, að útgerðinni sé tryggður fyrirsjáanleiki til lengri tíma og að veiðigjöldin verði hluti af þeirri þríliðu, eins og ráðherra tók til orða. Hann brýndi þingmenn til dáða. „Það er auðvitað áskorun til okkar stjórnmálamanna, hvort við séum tilbúin til að taka þátt í slíku, að tryggja ákveðinn stöðugleika og fyrirsjáanleika fyrir atvinnugrein, að höggva á þau vandamál sem hafa snúið að því hvað varðar nýtingarréttinn og að tryggja fyrirsjáanleikann hvað varðar veiðigjöldin einnig í rekstri fyrirtækjanna og tekjum almennings af auðlind sinni.“Engin sátt í sjónmáli Hvað sem vilja ráðherra til sáttar líður er ljóst að sú sátt er fráleitt í sjónmáli. Hvað samráðið varðar segir framkvæmdastjóri SFS samtökin sitja og bíða frumvarpsins, en þau hafi ekki fengið að sjá það í heild sinni. „Við höfum séð einhverja hluta af því og höfum fengið að fylgjast með einhverjum þáttum, en það er varla hægt að segja meira en það.“ Kolbeinn segir hins vegar gríðarlega mikilvægt að ná sátt um málið. Hann vonast því til að hægt verði að samþykkja frumvarp á yfirstandandi þingi. Ráðherra dró þó enga fjöður yfir það að stjórnarflokkarnir væru ekki einhuga um málið. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni, og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir. Og ein af ástæðunum fyrir því að málið er ekki komið hér inn ennþá er að við erum að leita eftir víðtækari sátt um að leysa þessi þrjú vandamál, þessi verkefni sem við höfum staðið frammi fyrir, á grundvelli sáttanefndarinnar í framhaldi af því.“Stjórnarandstaðan eftir Nái stjórnarflokkarnir saman um málið er þó aðeins hálfur sigur unninn. Ljóst er að breytingar á fiskveiðistjórnun eru ekki mál sem stjórnarandstaðan mun láta fara umræðulaust gegnum þingið, svo ekki sé meira sagt. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, staðfestir það.„Fiskurinn í sjónum er stærsta eign okkar Íslendinga. Við tökum varla stærstu ákvörðunina um hana í máli undir lok þings. Slíkar tillögur hljóta að koma fram að hausti og fá vandlega umfjöllun, því öllu skiptir, bæði fyrir atvinnugreinina og þjóðina, að það sé vandað til verka.“ Helgi er einnig ósáttur við hve lítið samráð ráðherra hafi haft við stjórnarandstöðuna um málið, segir það raunar ekkert hafa verið. „Þess vegna er það eina sem er á borðinu einhliða tillögur LÍÚ um að lögfesta um alla framtíð eign útgerðarmanna á því sem í dag er sameiginleg auðlind okkar. Auðvitað erum við í Samfylkingunni andvíg því, en það er líka mikill meirihluti þjóðarinnar. Það er í andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðsluna um sameign á auðlindum og erfitt að sjá fyrir sér annað en að um slíkar tillögur yrðu miklar deilur. Sjávarútvegurinn þarf víðtæka sátt um skipulag sitt og það væri óskynsamlegt að pólitískar deilur sköpuðu óvissu frá einu kjörtímabili til annars um umhverfi hans.“Veiðigjöldin mikilvægust Ljóst er að ráðherra bíður erfið vinna. Fyrst þarf hann að sætta andstæð sjónarmið milli stjórnarflokkanna og þá bíður hans umræða á þingi um mál sem flestallir þingmenn hafa sterkar skoðanir á. Aðeins eru 38 fundardagar eftir á yfirstandandi þingi og því ljóst að tíminn er knappur. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, lagði á það áherslu í Fréttablaðinu í gær að Alþingi næði að minnsta kosti að setja lög um veiðigjöld á yfirstandandi þingi. Kolbeinn tekur undir að það sé mikilvægt. „Ég held að þetta sé mál sem þurfi töluverða umræðu á þinginu. Þetta varðar mikilvæga hagsmuni fyrir alla. Ef vel er á málum haldið ætti þessi tími að duga, en því meiri sem umræðan verður, því betra. Það má ekki afgreiða málið án þess að allir fái að skoða það frá öllum endum og köntum. Ég held að það sé ákaflega mikilvægt að fá einhverja lendingu í veiðigjaldamálið eitt og sér. Ef menn ná ekki að klára hitt, verða menn allavega að klára veiðigjöldin.“ Afdrif endurskoðunar fiskveiðistjórnunarkerfisins eru því óljós. Því má velta upp hvort einhvern tíma náist víðtæk sátt um jafn mikilvægt kerfi. Að kannski sé skásta niðurstaðan sú að allir séu jafn óánægðir og það þurfi einfaldlega að taka ákvörðun. Sigurður Ingi hvatti þingmenn til dáða í gær. „Og ég vona, og er búinn að vera að vona býsna lengi, að það sé möguleiki að taka þetta inn hér til gáfulegrar umræðu og efnislegrar umræðu hér í þinginu, en til þess að það náist víðtæk sátt um málið þá verða allir aðilar að vera tilbúnir að horfa á það sem þeir hafa verið að vinna að um nokkurt skeið og hafa kjark til að þora að ljúka málinu.“Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BrimsvísirSegir ekkert að núverandi kerfi Þó oft og tíðum sé rætt um útgerðarmenn sem samstíga hóp, er raunin önnur. Í þeirra röðum ríkja ólík sjónarmið og sumir þeirra telja að ekki þurfi að hrófla mikið við kerfinu. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, er einn þeirra. „Það er ekkert að núverandi kerfi hvað varðar aflahlutdeild og aflamark. Veiðigjöldin eru komin til að vera. Þjóðin þarf hins vegar að svara því hvort hún sé tilbúin til að taka afleiðingum þess að hafa þau gjöld há. Ef þú ætlar að innheimta há veiðigjöld verðurðu að leyfa sjávarútveginum að hagræða, svo hann geti staðið undir þeim háu gjöldum. Það þýðir að sum fyrirtæki, sum samfélög, verða undir. Er samfélagið reiðubúið til þess?“
Alþingi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira