Skattar út um allt Sigurjón M. Egilsson skrifar 31. janúar 2015 07:00 Ísland er vinsælt ferðamannaland. Rétt tæplega milljón ferðamanna kom til landsins á síðasta ári. Sem er mjög mikið fyrir ekki fjölmennari þjóð. Ferðaþjónustan stendur víða með sóma. Tekjur þjóðfélagsins af þessu öllu eru miklar og meiri en nokkru sinni. Vinsældir landsins hafa gagnast okkur vel í þeirri uppbyggingu sem við höfum verið í frá hruninu 2008. Möguleikar okkar eru nánast ótakmarkaðir í þessum málum. Unnt er að skattleggja ferðamenn meira en gert er. Víðast er innheimt gistináttagjald sem er fín tekjulind. Hér er það gert, en gjaldið hér er með því lægsta sem þekkist. Hin hliðin á komu allra þessara ferðamanna er átroðningur á viðkvæmustu ferðamannastöðunum. Það veldur áhyggjum. Ferðamálaráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í framsöguræðu sinni á Alþingi: „Við erum öll sammála um að við getum ekki horft upp á íslenska náttúru liggja undir illbætanlegum skemmdum vegna átroðnings ferðamanna, við erum sammála um það.“ Já, við erum öll sammála um það. Hvað er til ráða? Náttúrupassi er svar ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Hinkrum við. Tekjur ríkissjóðs, réttara sagt samfélagsins alls, hafa aldrei verið meiri af ferðaþjónustu. Þær eru hreint ævintýri. Og hvað vill yfirvaldið gera þá? Jú, skattleggja okkur öll. Leggja á okkur nýjan skatt. Sama fólk átti ekki orð yfir skattastefnu fyrri ríkisstjórnar. Þá var sagt að allir nýir skattar og skattahækkanir yrðu teknar til baka við fyrsta tækifæri. Tækifærið er núna. Og hvernig er það nýtt? Á hverjum degi borgum við sérstaka skatta. Það kostar að drekka vatn, að losna við sorp, að aka um vegina, fara til læknis og áfram er hægt að telja. Hingað til hefur verið ókeypis að draga andann og ganga um landið. Nú ætlar það fólk sem barðist, í orði, gegn skattastefnu síðustu ríkisstjórnar að búa til nýjan skatt. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að ferðaþjónustan hefur vaxið langt umfram allar væntingar, skilar mun meiri tekjum til samfélagsins en nokkurn óraði fyrir, þá á og þess vegna að leggja á okkur nýja skatt. Þetta hljómar einkennilega. Það hallærislegasta við þetta allt er að áfram verða rukkunarskúrar hér og þar. Landeigendur sem hafa þegar rakað saman ómældum peningum munu eflaust aldrei samþykkja að skrúfa fyrir peningakrananna í von um að fá úthlutað síðar peningum úr væntanlegum náttúrupassasjóði, sem þeir geta þénað heima fyrir. Það reikningsdæmi gengur ekki upp. Í upphafi þessarar ferðar skipaði allt það fólk sem hefur mestra fjárhagslegra hagsmuna að gæta sér í sveit með ráðherra ferðamála. Málið tafðist von úr viti og smátt og smátt tíndist fólk úr sveit ráðherrans. Hver af öðrum sá galla á náttúrupassanum. Nú rær ráðherrann á móti straumnum sem er þungur. Róður hennar er léttari inni á Alþingi þar sem þingmenn skiptast í lið. Í hennar liði er drjúgur meirihluti svo hún nýtur meira skjóls þar en úti í samfélaginu. Það eru skattar út um allt. Hvar sem við komum og hvað sem við gerum erum við rukkuð með einum eða öðrum hætti. Mörgum kann að þykja nóg komið. Fyrirhugaður náttúruskattur verður ekki hár, en skattur samt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ísland er vinsælt ferðamannaland. Rétt tæplega milljón ferðamanna kom til landsins á síðasta ári. Sem er mjög mikið fyrir ekki fjölmennari þjóð. Ferðaþjónustan stendur víða með sóma. Tekjur þjóðfélagsins af þessu öllu eru miklar og meiri en nokkru sinni. Vinsældir landsins hafa gagnast okkur vel í þeirri uppbyggingu sem við höfum verið í frá hruninu 2008. Möguleikar okkar eru nánast ótakmarkaðir í þessum málum. Unnt er að skattleggja ferðamenn meira en gert er. Víðast er innheimt gistináttagjald sem er fín tekjulind. Hér er það gert, en gjaldið hér er með því lægsta sem þekkist. Hin hliðin á komu allra þessara ferðamanna er átroðningur á viðkvæmustu ferðamannastöðunum. Það veldur áhyggjum. Ferðamálaráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í framsöguræðu sinni á Alþingi: „Við erum öll sammála um að við getum ekki horft upp á íslenska náttúru liggja undir illbætanlegum skemmdum vegna átroðnings ferðamanna, við erum sammála um það.“ Já, við erum öll sammála um það. Hvað er til ráða? Náttúrupassi er svar ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Hinkrum við. Tekjur ríkissjóðs, réttara sagt samfélagsins alls, hafa aldrei verið meiri af ferðaþjónustu. Þær eru hreint ævintýri. Og hvað vill yfirvaldið gera þá? Jú, skattleggja okkur öll. Leggja á okkur nýjan skatt. Sama fólk átti ekki orð yfir skattastefnu fyrri ríkisstjórnar. Þá var sagt að allir nýir skattar og skattahækkanir yrðu teknar til baka við fyrsta tækifæri. Tækifærið er núna. Og hvernig er það nýtt? Á hverjum degi borgum við sérstaka skatta. Það kostar að drekka vatn, að losna við sorp, að aka um vegina, fara til læknis og áfram er hægt að telja. Hingað til hefur verið ókeypis að draga andann og ganga um landið. Nú ætlar það fólk sem barðist, í orði, gegn skattastefnu síðustu ríkisstjórnar að búa til nýjan skatt. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að ferðaþjónustan hefur vaxið langt umfram allar væntingar, skilar mun meiri tekjum til samfélagsins en nokkurn óraði fyrir, þá á og þess vegna að leggja á okkur nýja skatt. Þetta hljómar einkennilega. Það hallærislegasta við þetta allt er að áfram verða rukkunarskúrar hér og þar. Landeigendur sem hafa þegar rakað saman ómældum peningum munu eflaust aldrei samþykkja að skrúfa fyrir peningakrananna í von um að fá úthlutað síðar peningum úr væntanlegum náttúrupassasjóði, sem þeir geta þénað heima fyrir. Það reikningsdæmi gengur ekki upp. Í upphafi þessarar ferðar skipaði allt það fólk sem hefur mestra fjárhagslegra hagsmuna að gæta sér í sveit með ráðherra ferðamála. Málið tafðist von úr viti og smátt og smátt tíndist fólk úr sveit ráðherrans. Hver af öðrum sá galla á náttúrupassanum. Nú rær ráðherrann á móti straumnum sem er þungur. Róður hennar er léttari inni á Alþingi þar sem þingmenn skiptast í lið. Í hennar liði er drjúgur meirihluti svo hún nýtur meira skjóls þar en úti í samfélaginu. Það eru skattar út um allt. Hvar sem við komum og hvað sem við gerum erum við rukkuð með einum eða öðrum hætti. Mörgum kann að þykja nóg komið. Fyrirhugaður náttúruskattur verður ekki hár, en skattur samt.