Fjalla um hönnun og arkitektúr Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 10:00 Vefsíðan fjallar um hönnun og arkitektúr og leggur áherslu á íslenska hönnun. Vísir/GVA „Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þessi hugmynd kom svona í desember og við ákváðum að kýla bara á þetta fyrsta janúar. Fannst það vera mjög hentugur tími til þess að henda einhverju nýju af stað,“ segir María Marko hönnuður. María stofnaði ásamt Margréti Björgu Guðnadóttur arkitekt vefsíðuna Vinkill.is þar sem fjallað er um hönnun og arkitektúr. „Það er til mikið af svona heimilisbloggi, en við vildum hafa þetta meira fyrir hönnuði og arkitekta. Og náttúrulega bara fyrir alla,“ segir María. Í upphafi hverrar viku er nýtt efnisþema kynnt á Vinkli og áhersla lögð á að fjalla um efni og tækni tengda hönnun. „Á mánudögum höfum við verið að kynna eitt nýtt efni, og svo er fjallað um hönnun og arkitektúr í kringum það. Við reynum að fókusa og miða greinarnar út frá efninu sem við höfum ákveðið að hafa að leiðarljósi út vikuna.“ Á laugardögum fjalla þær um sundlaugar víðsvegar á landinu. María segir blogginu hafa verið vel tekið og ört bætist í hóp heimsókna, þær vinna allt efnið yfir netið þar sem Margrét er búsett í Danmörku en María segir fjarlægðina ekki hafa komið að sök. Auk Vinkils er María einnig með hönnunarstofuna Terta Duo sem hún stofnaði síðastliðið haust ásamt Þórunni Vilmarsdóttur.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira